Vikan - 15.06.1944, Side 33
VTKAN, nr. 23—24, 1944
33
Gissur leggst í rúmið —
Teikning eftir Geo. McManus.
Gissur: Það er í kvöld, sem við eigum að fara til
Péturs Stórfells, og það er aðeins ein persóna, sem
ég fyrirlít meira en hann — og það er konan hans!
Rasmína: Ég þoli þau ekki heldur — við verðum Rasmína: Segið, að Gissur sé veikur og við
einhvernveginn að losna við að fara —. getum þess vegna ekki komið!
Gissur: Nú likar mér við þig, Rasmina! Hringdu
og segðu, að þú sért veik!
Vinnustúlkan: Hún sagði, að hún ætlaði að koma
hingað með manninn sinn!
Rasmína: Koma þau?
Rasmina: Beint í rúmið með þig! Þau eru að
koma hingað! Ég fer til mömmu! María segir, að
ég hafi farið að sækja lækni!
Gissur: Þau mega ekki koma upp til mín!
Gissur: Mér verður óglatt, þegar ég hugsa til
þeirra!
Rasmina: Ég skal láta Mariu segja þeim, að þú
sért fárveikur!
María: Gissur er mikið veikur, og frúin fór eftir
lækninum!
Frú Stórfell: Guð komi til — og skilur hann
einan eftir heima! Ég má til með að líta á hann —
ég er svo góð að hjúkra — er það ekki, Pétur?
Þú mátt svara núna!
Pétur Stórfell: Jú, góða —.
Frú Stórfell (inni hjá Gissuri): Já, Gissur, þér
litið sannarlega illa út — alveg eins og hann frændi
minn rétt áður en hann dó! Ég ætti að setja heitt
handklæði á ennið á yður! Ég er hissa á þvi, að
konan skyldi skilja yður einan eftir — ertu það
ekki líka, Pétur? Þú mátt svara núna!
Pétur Stórfell: Jú, góða!
Frú Stórfell: Við verðum héma þangað til frúin
kemur heim — maðurinn minn segir alltaf, að ég
sé svo nærgætin við sjúklinga — er það ekki,- Pét-
ur? Þú mátt svara núna!
Pétur Stórfell: Jú, góða.
María: Þau eru hiá Gfssuri og ætla að bíða þangað
til þér komið með lækninn —.
Rasmina: Ég verð að ná í lækni — þetta ætlar að
verða dýrt snanq' —.
Jósafat: Ég skal vera læknir —.
Frú Stórfell: Ég var svo heppin, Gissur, að hafa
kvæ^abókina mína með mér — ég ætla að lesa
nokkur beztu kvæðin — manninum mínum þykir
svo vænt um þau — er það ekki, Pétur? Þú mátt
svara núna!
Pétur Stórfell: Jú, góða.
Gissur (við sjálfan sig): Nú er um að gera að
stilla sig!