Vikan


Vikan - 15.06.1944, Qupperneq 38

Vikan - 15.06.1944, Qupperneq 38
38 VTKAN, nr. 23—24, 1944 Gamla konan á Jalna. Framhald af bls. 16. Hann minntist þess, að þeir höfðu selt manni, sem bjó nálægt þessu þorpi, hest. Harrn ætlaði að bjóðast til að afhenda hestinn. höfðu sjaldan minnst á það. Henny var dálítið feiminn að minnast á slíkt við Maurice, því að hann var trúlofaður systur hans. En nú var allt breytt. Trúlofuninni var slitið. Þeir Maurice höfðu ekki verið lengi saman fyrr en Renny minntist á samband hans við Elviru. Maurice sökkti sér niður í bitra sjálfskoðun og sagði frá öllum smáatriðum í 'stefnumótum þeirra. Hann fann einhverskonar huggun i þvi að hugsa um það, hvað hún hafði læst sig bliðlega ulan i hann. En hann gat ekkert sagt um frænku Elviru nema það, að hann hafði nokkrum sinnum komið heim til hennar, til þcss að hitta Elviru, en honum hafði ekki litizt á hana. Hann hafði ekki verið öruggur nálægt henni. Það var citt- hvað undarlegt við hana. Ilonum hafði stundum dottið í hug að hún væri móðir Elviru. „Það er ómögulegt," hafði Renny sagt. „Hún er ekki meira en tiu árum eldri en Elvira." „Biddu þangað til þú sérð hana í dagsljósi," sagði Maurice. „Hvemig finnst þér hún líta út? Hún er ekki eins lagleg og Elvira, er það?“ „Hún er ekki lagleg! En hún hefir einkennilcg augu — þau — þau eru undarlega seiðandi. Hún hlýtur að hafa verið lagleg.“ „Veiztu nokkuð, hvar þær eru?“ spurði Renny lágt. „Já. Þær búa í þorpi, nokkrar mílur fyrir norð- an Brancepeth. Það eru aðeins örfá hús, heid ég. Þær eiga ættingja þar.“ Smá saman hafði Renny fengið Maurice til þess að segja frá öllu, sem hann vissi um stað þann, er þær höfðu flutt á; og hjá stúlku, sem var vin- kona Eiviru, fékk hann nánari upplýsingar. Hann sagði ekki við sjálían sig: „Ég hefi ákvcðið að komast að því. hvar þær búa. Það getur verið að ég komi einhvemtíma á þærslóðir." Hann hugs- aði ákveðinn: „Ég verð að vita, hvar þær eru, og ég fæ enga hvild fyrr en ég hefi séð þær aftur!" En erfiðast var að finna einhverja átyllu til að fara að heiman. Hann vildi ekki segja, að hann ætlaði að heimsækja vin. 1 rauninni átti hann heldur ehga svo nána vini, að hann gæti farið í heimsókn til þeirra. í sumarfríunum hafði honum alltaf þótt nóg að hafa Maurice, og hann vildi ekki segja föður sínum ósatt. Faðir hans leit tortryggnislega á hann. „Já, en hesturinn er ekki nema hálftaminn," sagði hann í mótþróatón, „og í trúnaði sagt er hann ákaflega óstýrilát skcpna, og ég cfast um, að hann verði nokkurn tíma öðruvísi." „Var það þcss vegna scm þú bauðst að af- hcnda hann sjálfur?“ „Já — og það var þess vegna sem ég seldi hann ódýrt. Maðurinn hefir gert góð lcaup, ef hann getur hamið hcstinn!" „Jæja — ég skal ráða við hann.“ Filippus hnyklaði ljósar aúgabrúnirnar. „Ég er ekki ánægður með það. Það væri lagleg hegning á mig, ef elzti sonur minn hálsbryti sig á leið- inni.“ Rcnny hló órólega. „Viltu leyfa mér það?“ Það var eitthvað í hlátri hans, sem íékk Filipp- us til þess að lita hvasst á hann. „Ilvað ætlarðu þér?“ spurði hann. „Ekkert, sem er hættulegt," svaraði Renny. „Hm — já, já. — En cf þú hálsbrýtur þig, þá skaltu ekki vænta meðaumkvunnar hjá mér.“ Svo fór hann. Renny lagði snemma af stað daginn eftir. Það virtist ætla að verða heitt, hitinn var þcgar eins og titrandi móða yfir trjátoppunum, og skugg- arnir fyrir neðan voru eins og gagnsæir. Akbraut- in var full af litlum, rauðum könglum, scm íkorn- arnir höfðu týnt af barrtrjánum. Það leiftraði af pelargóniunum í beðinu við kroketvöllinn. Hann gat séð glansandi móberin á trénu við hliðið. Hann lét hcstinn fara fetið yfir akveginn á grasflötinn. Ilann gekk létt, eins og hann væri að reyna að stilla fjör sitt. Hann horfði stórum, rökum, tortryggnislegum augum á mislitan krokct- hælinn. Renny stöðvaði hestinn hjá trénu og tindi handfylli sina af berjum. Á meðan hann var að borða þau hugsaði hann um, hvaða þýðingu þessi ferð mundi hafa fyrir sig. Scotchmcre, stall- vörðurinn, magur og veðurbarinn maður, með rauðgult hár, birtist við hliðið til þcss að opna fyrir honum. „Þér ætlið að afreka mikið í dag,“ sagði hann stríðnislega, um leið og Renny reið fram hjá. „Vitleýsa!" svaraði Renny kátur. „Við erum beztu vinir.“ KAGGI. OG MAGGI Teikning eftir Wally liishop. 1. Raggi: Ég .. . _____ ,..uui uiuuur. iiann kvað vera þrjú kiló að þyngd. Maggi: Það er stórfenglcgt! 2. Maggi: Mér virðist þú vera svo hnugginn — þú litur út eins og heimurinn sé að farast! Raggi: Já, ég þykist vita það —. S. Magg.: i-c ...........—........ — allir strákar eiga svei mér ekki lítinn bróður —. 4. Raggi: Það er ekki svo vist að litli strákur- inn verði svo slæmur — en mér finnst bara óþarfi að vera að hlaða niður börnum á þessum tímum! „Nú, jæja þá, góða ferð! Og ef hann er alltof fjörugur notið þá svipuna." „Ekki ef ég kemst af án hennar." Hann sló létt með hendinni á lend hestsins, og hann valhoppaði út á hvítan, rykugan veginn. Scotshmere. horfði á eftir honum. „Nú er ég alveg steinhissa," sagði hann upphátt við sjálían sig. „Strákurinn er einhver hinn allra snjallasti reiðmaður, sem ég hefi séð!“ Þeir, sem sáu hann þeysa eftir veginum, hlutu að vcrða hrifnir. Líkami hans var í svo miklu samræmi við hreyfingar hestsins, að það var eins og sama blóðrásin ltggi um þá báða, og pilturinn: og hesturinn væru eitt. Þeir fóru heila mílu eftir veginum áður en nokkuð gerðist. Frá vatninu blés mildur blær. Renny var hugfanginn af hestinum. „Þú crt prýðilcgur, drcngur minn!“ sagði hann og klappaði honum. „Við skulum vera vinir alla leið, þú ert samþykkur því?" Allt gekk vel dálitla stund enn; svo fór smá pappíssnepill að hreyfast í skurðinum við veginn. Hesturinn nam skyndilega staðar; svo stökk hann áfram eins og hann hefði fengið í sig rafniagns- straum og steyptist næsturn þvi ofan í skurðinn. „Svona, svona .... svona, vertu rólegur, gamli minn .... svona, svona, svona,“ sagði Renny hughreystandi. En hesturinn lét ekki róast. Renny fann, að stóri skrokkurinn skalf af æsingi og reiði. Hóf- amir börðu veginn með ójöfnu hljóðfalli. Þeir komust klakklaust framhjá hestvagni; sterklegir vagnhestarnir þrömmuðu áfram í gulu rykinu. I-Iópur skólabarna hljóp æpandi út af vcginum. Svo birtist bifreið í beygju á veginum. En bifreiðar voru ennþá sjaldséðar í sveitinni, og Renny hafði hingað til ckki mætt neinni, þegar hann var á hestbaki. „Nú — hver fjandinn!" muldraði hann. „Vertu kyrr, stráður — vertu bara kyrr — þetta gengur allt! Helvítis fíflin!" Þessari síðustu upphrópun olli bilflautan. Hest- urinn prjónaði og stóð á afturfótunum, þegar bif- reiðin nálgaðist. Renny sá, að þeir, sem í bifreið- ínni voru, fölnuðu, og hann glotti. Ilcsturinn prjónaði, stórir hófarnir ógnuðu þeim, sem í bifreiðinni sátu; hann hristi járn- skeifurnar cins og þær væru vopn, sem hann œtlaði að kasta á þá. Bílstjórinn reyndi að vikja til hliðar, en skurðurinn var fyrir. Renny reyndi að neyða dýrið niður, en það virtist vera alveg tilfinningarlaust fyrir sársauka. Andlit þeirra, er í bifreiðinni voru, voru afmynduð af hræðslu, þegar bifreiðin skrölti framhjá; maðurinn beygði sig niður til þess að forðast hófinn, sem var næst- ur honum. Það var megn benzínfýla i loftinu, þeg- ar bifreiðin var farin framhjá. Sólin skein á gular tennur hestsins og hvítar tennur piltsins. Hesturinn gat ekki þolað benzinlyktina; hann var stórlega móðgaður. Hann undirbjó sig undir stökk, til þess að komast í burtu, en svo fannhann kipp í kjálkann og í stað þcss að stökkva áfram, fór hann aftur á bak á litlu girðinguna, sem var á milli vegarins og brekkunnar niður að vatninu. Gírðingin lét undan, brotnaði eins og þurrir kvist- ir, og Renny bjóst við að finna sig liggjandi á bakkanum, fyrir neðan með hestinn ofan á sér. Hann sló hælunum í síöur hestsins og sló ákaft með beizlinu. Hesturinn þaut í einu stökki af bakkanum, sem var þegar byrjaður að siga und- ir honum. Nú voru þeir aftur komnir á veginn, og hest- urinn þaut áfram, eins og hann væri að flýja þann kvíða og hatur, er elti hann. Renny lét hann ráða og var fcginn því að vera úr hættu. Þeir sneru inn á ójafnan veg, sem lá frá vatninu og héldu lengi áfram í sólarhitanum. Þeir komu að brattri brckku, og hesturinn, scm var orðinn rennandi svcittur, minnkaði nú hraðann og gekk rólega; en hann hélt þó áfram að gá að nýjum móðgunum. Hundur, sem gelti kom honum til að prjóna aftur.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.