Vikan - 15.06.1944, Page 48
48
VTKAN, nr. 23—24, 1944
IsLENDINGAR!
Alla tíð, allt frá morgni sögu vorrar, höfum vér fram-
ar öðru unnað frelsi.
Þegar frjálsræði hinna fornu og frægu feðra vorra
var ógnað í heimalandi þeirra, brugðu þeir búi, hleyptu
skipum úr nausti, héldu þeim á haf út og leituðu óþekktra
stranda, nýrrar fósturjarðar. Langt í norðri, í svölum
sævi, fundu þeir land, frjálst og ósnortið land, Island.
Þar tóku þeir sér bólfestu, helguðu sér landið og helguðu
það frelsinu. Síðan er Island föðurland vort, og æ síðan
hefir frelsisástin ólgað oss í æðum.
Af þeim nærfellt 11 öldum, sem vér höfum byggt
þetta land, eru fjórar hinar fyrstu blómaskeiðið í sögu
vorri til þessa. Þá var lýðveldi stofnað, hið elzta í heimi,
þá voru bó'kmenntaafrek unnin, hin mestu í heimi. Þá var
Island frjálst.
En óhlutvandir menn vörpuðu fjöreggi þjóðar vorrar,
frelsinu, fyrir borð. 1 hálfa sjöundu öld urðum vér að
lúta erlendu drottinvaldi og þola hungur, klæðleysi og
kulda af völdum þess. Þessar aldir eru skuggaskeið sög-
unnar, en jafnframt tími hetjuskapar og baráttu.
Svo birti aftur til. Hugsjón frelsisins, sem aldrei þvarr
oss í brjósti, seiddi fram nýjan dag. 1 fjórðung aldar
höfum vér búið við sjálfstjórn, þó ekki án tengsla við
erlent ríki. Þessi fáu ár hafa verið stórfelldur sigur- og
framfaratími, fullveldisrétti vorum til staðfestingar.
Og nú er svo komið, að þessi réttur vor verður sögu-
leg staðreynd. Síðasti fjöturinn er felldur. Aftur er stofn-
að lýðveldi á Islandi.
Islendingar! Varðveitum frelsi vort og njótum þess.
Kyndill frelsisástarinnar, vors, hclgasta arfs, má aldrei
fölskvast, því að hann á einnig að vera arfur óborinna
kynslóða, er lýsi þeim um öll ókomin „Islands þúsund ár“.
o uci pncnn n mci CTcn u c
U. UKLUHOUII U IIICLOI eu n.r.
STEINDÓRSPRENT H.F.