Vikan


Vikan - 09.11.1944, Blaðsíða 2

Vikan - 09.11.1944, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 40, 1944 Pósturinn Kæra Vika! Þú ert viljug til að fræða sé ég er og mér sýnist þú vera til í að hafa eitthvað fyrir því að gefa okk- ur lesendum þinum góð svör og hafðu þökk fyrir það. Viltu nú segja mér hvað orðið ágræðsla þýðir? Ómenntaður sveitamaður. Svar: Okkur fannst bezt að fletla upp í hinni ágætu bók „Plöntumar", eftir Stefán Stefánsson, og þar segir á bls. 76: „Ágræðsla. Skera má ung- ar greinar græðikvisti eða brum, græðibrum, af plöntum og græða á aðrar plöntur sömu tegundar. En gæta verður þess við ágræðsluna, að vaxtariag ágræðingsins og plöntunn- ar.sem á er grætt, komi saman. Þetta nota garðyrkjumennirnir sér til þess, að fjölga góðum afbrigðum. t. d. af aldintrjám, rósum („póðaðar" þ. e. ágræddar rósir)' o. fl.“ Siglufirði, 19./10. 1944. Kæra Vika! Getur þú gjört svo vel og sagt mér hvað orðið „frumsafrumsa“ þýðir? Ég var að lesa söguna um Einar prest galdrameistara og þar ségir: .... að sagnaranda vérði að taka í belg af frumsafrumsa kálfi.“ Ég vonast eftir svari fljótlega, eða þegar Vikan getur hafið göngu stna aftur. Mér finnst mikið vanta þegar hún er ekki við hendina. Með vinsemd og fyrirfram þakk- læti. R. B. Svar: Frumsafrumsa er fyrsti kálfur, sem ungt naut getur af sér. Reykjavík, 22./9. '44. Vinsamlegast greiðið úr þrætu þeirri, sem risið hefir upp milli okkar starfsbræðra: Þegar maður er spurð- ur að því hvað maður heitir, á mað- ur þá að geta þess hvers son maður er jafnframt? Svar óskast sem fyrst. K. og S. Svar: Það er auðvitað ekki alltaf nauðsynlegt að segja líka föðumafnið og verður hver einn að finna það út, hvað við & i hvert skipti. Heiðraða Vika! Getur þú gefið mér upplýsingar um, hvort lslendingasögumar, með Eddunum og Sturlungu, (útg. Sig. Kristjánsson), muni vera fáanlegar í bókaverzlunum, og hvað þær kosta. Þráinn. Svar: Við spurðumst fyrir hjá út- gefandanum um þetta og fengum þau svör, að eins og stæði væri allt safn- ið ekki til, i það vantar núna Snorra- Edda, fyrsta bindi Sturlungu, Egils sögu og Hrafnkels sögu (hún mun í prentun). Þegar allt safnið er til, kostar það kr. 242,00 —og er það lágt verð, nú á tímum, fyrir slíkar gersemar sem Islendingasögumar em. Svar til „Norðlenzkrar konu": Þvi miður kunnum við ekki kvæðið og vitum ekki eftir hvem það er né hvar það er að finna. Þér hafið aldrei feng- ið annað eins tilboð. | i HAPPDRÆTTI V.R. VivwjLnfyuk: tv.o j.öAc)LncL Verð 5 KE. Dregið verður 27. janúar 1945. Verdgildi 60 þús. kr. Til ágóða fyrir húsbyggingarsjóðlnn. Umhverfis jörðina á fljótandi hóteli — ©ða G0 þúsund krónur í peningum. I dag og næstu mánuði verður happdrætti Verzlunarmannafélags Keykjavíkur aðal umræðuefnið. Hverjir fá að ferðast umhverfis jörðina fyrir 5 krónur? MIÐARNIR ERU TIL SÖLU í ÖLLUM HELZTU VERZLUNUM BÆJARINS. Athugið, að farmiðinn er fyrir tvo. — nver vill ekki skoða heiminn og dvelja á fljótandi „luxus hóteli“ í þrjá mánuði fyrir 5 krónur. Ctgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.