Vikan - 09.11.1944, Blaðsíða 7
VTKAN, nr. 40, 1944
7
Kvennaskólinn 70 ára.
Framhald af bls. 3.
gulli, þegar hann var hér á ferð 1907. Mun
engin önnur íslenzk kona hafa hlotið þetta
heiðursmerki og var hún vel að því komin
fyrir brautryðjendastarf sitt í menntunar-
málum íslenzkra kvenna. íslendingar
gerðu lítið að því að þakka henni opinber-
lega, hún fékk engin eftirlaun og lítt hefir
verið gert til þess að halda minningu
hennar .á lofti, fram yfir það, sem 'hún
gerði sjálf. Þau Melsteðshjón létu ekki
verða endasleppa umhyggju sína fyrir
Kvennaskólanum. Með gjafabréfi stofnuðu
þau 1908 styrktarsjóð handa náms-
meyjum skólans, til framhaldsnáms þeim,
sem stundað höfðu tveggja ára nám í skól-
anum. Við afhendingu var sjóður þessi 20
þús. krónur, og mátti eigi veita úr honum
minni upphæð en 100 krónur, en nú er
hann nær 28 þúsundum.
Ingibjörg H. Bjarnason hafði kennt við
skólann og verið Thóru til aðstoðar við
stjórn hans síðustu árin áður en hún hætti
og valch hún hana til að taka við og er
enginn vafi á því, að það varð skólanum
til happs, að slík kona v(arð fyrir valinu.
Frk. Ingibjörg stjórnaði skólanum í 35 ár,
en hún andaðist haustið 1941. Hafði skól-
inn tekið miklum framförum undir stjórn
hennar, enda hafði hún til að bera stað-
góða þekkingu á skólamálum og var
stjórnsöm og hagsýn.
Það voru merk tímamót í sögu skólans,
þegar hann flutti í nýtt hús á Fríkirkju-
vegi 9, þar sem hann er enn. Ekki gat
skólinn þá sjálfur ráðist í byggingu húss
fyrir sig, en Steingrímur trésmíðameistari
Guðmundsson byggði húsið og leigði skól-
anum fyrir mjög sanngjarnt verð. Var nú
hægt að auka fræðsluna og hafa fleiri
nemendur. Síðasta árið í Thorvaldsens-
stræti voru námsmeyjarnar 58, en haustið
1909, þegar flutt er á Fríkirkjuveg, eru
þær 90 i bekkjum skólans og auk þess 24
í húsmæðradeildinni. Sama ár var sjúkra-
sjóður námsmeyja stofnaður og nemur
hann nú um tíu þúsund krónum. 1914
komu námsmeyjar á fót litlum bókasafns-
sjóði, svo að 1923 var hægt að ráðast í
bókakaup. Safninu hafa borizt ýmsar smá-
gjafir, en af útgefendum reyndist höfð-
ingsmaðurinn Sigurður bóksali Kristjáns-
son örlátastur. Inga Lárusdóttir hefir haft
umsjón safnsins og vörzlu á hendi, en
Kristín Finnsdóttir gjaldkerastörfin, frá
upphafi.
Fest voru kaup á skólahúsinu við Frí-
kirkjuveg árið 1930, en það er nú þegar
orðið alltof lítið. Er það skólanum mikill
bagi og eins hitt að eiga ekki fimleikahús
á lóð skólans og þurfa á hverju ári að fá
annars staðar húsn^ði fyrir þá kennslu.
Nemendasamband skólans, en það var
stofnað 1937, vinnur nú ötullega að því að
bæta úr þessari vöntun og er von um, að
þess verði ekki mjög langt að bíða, að
húsið komist upp, fyrir atbeina nemenda-
sambandsins og með stvrk frá ríkinu og
Reykjavíkurbæ. Skólinn hefir alla tíð ver-
ið siálfseignarstofnun. Fvrstu tvö árin
hafði hann engan styrk af opinberu fé, en
1876 voru honum á fjárlögum veittar
200 krónur, er síðan var hækkað um helm-
ing og svo smám saman eftir því sem þörf
krafði. Framlag Reykjavíkurbæjar er nú
20 þús. kr. Aðrar tekjur skólans eru ríkis-
sjóðsstyrkur, nú kr. 64.700,00, og skóla-
gjöld námsmeyja. Á fimmta þúsund nem-
endur hafa sótt skólann, og mjög fer í
vöxt, að nemendur haldi áfram námi gegn-
um allar deildir skólans og ljúki burtfar-
arprófi úr 4. bekk. Þetta má nú heita
regla, en áður urðu margar stúlkur að
láta sér nægja eins eða tveggja ára skóla-
vist. Er þetta gleðilegur vottur um aukið
víðsýni í menntunarmálum kvenna. Kennd-
ar eru í Kvennaskólanum auk hannyrða,
allar almennar bóklegar greinar og auk
móðurmálsins danska, ensþa', þýzka og
sænska, og vélritun og bókfærsla í 4. bekk.
Margir hafa sýnt Kvennaskólanum
mikla velvild á þessum sjötíu árum, en
ógerningur er að telja þá í svona stuttri
grein, og eins er um sjóði þá, sem stofn-
aðir hafa verið í sambandi við skólann. Þó
er rétt að geta þeirra þriggja Islendinga,
sem söfnuðu mest til skólans áður en hann
var stofnaður. Það voru þeir Helgi Helga-
son, hreppstjóri í Vogi á Mýrum, Björn
Björnsson, bóndi að Breiðabólsstöðum á
Álftanesi og Ólafur prófastur Einarsson
Johnsen að Stað á Reykjanesi.
Lengst hafa átt sæti í skólanefndinni
Eiríkur prófessor Briem, í 46 ár, og frú
Anna Daníelsson, i 45 ár, en núverandi
skólanefnd skipa frú Guðrún Geirsdóttir,
form., séra Bjarni Jónsson vígslubiskup,
ritari, Ólafur prófessor Lárusson gjald-
keri, frú Dóra Þórhallsdóttir og frú Þór-
unn Kvaran.
SKRÍTLUE.
Maður var að kvarta undan kulda
i gistihúsi, sem hann dvaldi í með
konu sinni. „Það er svo sem ekki
heitt á daginn, en á nóttunni vakna
ég stundum við, að tennur konunnar
m'nnar nötra af kulda á náttborð-
inu.“
„.Tæja, börnin góð,“ sagði kennar-
inn, ,,nú hafið þið nefnt öll helztu
húsdýrin nema eitt. Getið þið sagt
mér, hvaða dýr það er? Það hefir
strítt hár, líkar vel við óhreinindin
og er hrifið af því að velta sér í
svaðinu." Kennarinn leit yfir barna-
hópinn. „Dettur þér i hug, hvaða dýr
það er, Pétur minn?“ „Já,“ sagði
Pétur. skömmustulegur á svipinn.
„Það er ég."
„Veiztu, að hundrað þúsund krónur
voru borgaðar fyrir Gutenbergsbiblí-
una?“ „Nei, og ég hafði ekki hug-
mynd um, að Gutenberg skrifaði
biblíuna."
Tvœr nýjar bœkur.
Minningar Sigurðar Briem
Ungir og gamlir hafa gaman af þessari bók. Briem
segir þar frá æskuæfintýrum sínum, útreiðartúrum
og utanförum, þingkosningum í gamla daga, og
gamansömum atvikum, sem fyrir hann hafa komið
á langri æfi. I bókinni er fjöldi mynda.
Nýjar sögur eltir Þóri Bergsson.
Þórir Bergsson er þjóðkunnur. Ný bók eftir hann er
gleðifregn. Smásögur hans er með því bezta í ís-
lenzkri skáldsagnagerð. Sumar smásögur hans eru
perlur. Upplag bókarinnar er lítið. Bókamenn ættu
að tryggja sér eitt eintak sem fyrst.
BÓIvAVEIíZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU
Gólfgl jáinn
NO-BUFF FLOOR FINISH
er sérstaklega gerður til að þola
mikla umferð á stórum gólfum
t. d. í sjúkrahúsum og skólum.
Johnson’s
NO-BUFF FLOCR FINISH
er borið á hreint gólfið með ullarklút eða kúst
til þess gerðum. Látið þorna í 20 mín. og gljáir
þá án þess að hafa verið nuddað. Þegar gólfið
er hreinsað má þvo það og helzt gljáinn á því
eftir sem áður.
Bera þarf á gólfið einu sinni í hálfum mánuði.
Johnson’s NO-BUFF FLOOR FINISH
gerir hægara að þrífa gólfið um lelð
og gólfið verður fallegra.