Vikan - 09.11.1944, Side 12
12
VIKAN, nr. 40, 1944
Nikulás og Filippus höfðu komið sér þægilega
fyrir á sfindinum og lágu og reyktu pípur sínar.
Renny horfði snöggvast á Veru, tók svo krakk-
ana og leiddi þá niður að vatninu. Vera fór á
eftir, og Magga varð eftir í vondu skapi, af því
að hún fann að þau vildu ekki hafa hana með
sér; en hana langaði' svo mikið til þess að vera
með þeim. Magga tók upp handavinnupokann sinn
og fór að stoppa sokka af Eden. Malaheide lá
letilega í sandinum og brosti við og við til Aðal-
heiðar í laumi. Hodge hafði leyst hestana frá
vagninum og teymdi þá niður að vatninu. Þeir
beygðu sig niður og drukku i löngum teygum.
Nokkrir fuglar voru á sveimi í kringum þau.
Litið lystiskip með skólabörn, sem voru í
skemmtiferð, sigldi hægt fram hjá, svo nærri að
aðeins var hægt að greina húrrahrópin frá þil-
farinu.
Aðalheiður dró andann djúpt. „Um — það er
ekkert eins gott og svona skemmtiferð," sagði
hún. „Þetta finnst mér gaman, og það vildi ég
alltaf gera. Dálítið meira af hlndberjasafa,
Magga, vertu ekki svona fýluleg, krakki. Fyrst
þú vilit ekki giftast, þá villtu ekki giftast, svo
er ekki meira um það að tala. Þakka.“ Hún tók
við glasinu, sem henni var rétt og lyfti rauða,
kalda drykkinum að munninum. Svo tók hún upp
gullúrið sitt.
„Það er rétt timi til að fá yndislegt bað fyrir
te,“ sagði hún. „Þú ættir líka að fara í vatnið,
Filippus, þú gætir þá kannske losnað við eitt-
hvað af allri fitunni, sem er á þér.“
„Filippus feitur!" hrópaði María. „Hann er alls
ekki feitur! Hann er einmitt alveg mátulegur.
Hann hefir fullkominn vöxt.“
„Jæja, já — þú hlýtur að vita það," svaraði
Aðalheiður og starði á hana.
Filippus svaraði elskulega:
„Ég tók með mér sundskýlu. En þú Nik?“
„Nei, ég ætla ekki í bað. Ég þoli ekki kalt
vatn.“
„Og þú, Malaheide?"
„Ég fór í ána í morgun. Það var mjög lítil
skemmtun. Ég held ekki, að ég fari aftur. Við
móðir þín og Nik ætlum að horfa á, hvað þú
ert duglegur."
„Komdu, Maja,“ sagði Filippus. „Við skulum
fá okkur dýfu.“
María var full af ákafa; hún vafði saman
simdfötin þeirra og handklæði. Spékopparnir
Maggi: Tókstu próf í ensku i dag?
Raggi: Jamm!
Maggi: Stóðstu prófið?
Raggi: Ég held það nú! Ég vakti í alla nótt
komu í ljós á mjóum vöngum hennar. Hún kali-
aði:
„Eden, Eden! Viltu fara í vatnið?
Taktu Piers með þér og komdu til mömmu!“
Filippus kallaði til elzta sonar síns og kastaði
upplituðum sundfötum til hans. Vera og Magga
földu sig á bak við nokkur *tré, þar sem María
var þegar farin að afklæða sig. Aðalheiður hafði
tekið að sér að gæta drengjanna.
Þegar hún var að toga af þeim fötin sagði
hún við Nikulás:
„Hér á þessum sama stað var ég vön að klæða
ykkur Ernest úr, þegar þið voruð ekki stærri
en þessir. Þú varst duglegur að skvampa i vatn-
inu, en Ernest orgaði alltaf og var hræddur. Ég
skil ekki i því, hvernig við pabbi þinn fórum að
því að eiga hann, nei, það skil ég ekki . . . Stattu
kyrr, Pip, og lofaðu ömmu að færa þig í bolinn.“
Sá litli átti engin sundföt og var þess vegna
látinn vera í litlum ullarbol. Þegar hún var bú-
in að hjálpa þeim, skellti hún þá kröftuglega
á rassinn, en þar sem þeir vissu að það var bara
í gamni þá orguðu þeir hátt af hlátri. Eden tók
í hönd Piers og dró hann með sér niður að glamp-
andi-bláu vatninu.
En áður en þeir voru komnir svo langt greip
faðir þeirra þá og bar þá æpandi út í vatnið.
María og Magga birtust í bláum sundfötum með
pilsum, sem voru brydduð með hvítu, en sund-
föt Veru voru hvít með himinbláu belti, og um
höfuðið hafði hún bundið klút, sem var með
sama bláa lit. Pilsið hennar var svo stutt, að
það var ekki enn þá álitið sómasamlegt í þessari
heimsálfu.
Stúlkumar og Filippus voru ekki lengi að busla
út í vatnið, og börnin voru með. Filippus synti
út í vatnið með krakkana á bakinu, þangað til
óp Maríu kölluðu hann til baka. Vera vakti öfund
Möggu með því að taka tvisvar sinnuum tólf
sundtök. Fallegi klúturinn hennar var rennandi
blautur, og hárið var enn þá meira hrokkið en
nokkru sinni áður.
„Renny, RCnny!" æpti Eden. „Kenndu mér að
synda! Taktu mig með þér!“
Renny gekk hægt yfir sandinn í áttina til
þeirra. Hann hafði horft á þau, þaðan, sem hann
klæddi sig úr. Hann horfði á Veru og grublaði
yfir því, hvernig hann ætti að fara að því að
vera einn með henni. Hvað átti hann að segja við
hana, þegar þau yrðu aftur ein ? Biðla til hennar,
og las I allan morgun! Af því að systir mín sagði,
að ég fengi annars enga vasapeninga!
Maggi: Já, sumt fólk gerir allt fyrir peninga!
eða Iáta eins og ekkert hefði í skorizt? Hvað
ætli stúlka eins og Vera hugsaði? Bezt að láta
hana biðla fyrst, láta hana ryðja brautina —
hann var reiðubúinn að koma á eftir.
„Renny, Renny!“ kallaði Eden og greip hönd
hans og hoppaði upp frá botninum til þess að
draga að sér athygli Renny með þunganum.
Renny skipti sér ekkert af honum, en gekk til
Veru, og úr augum hans skein: „Nú, hvað viltu
að ég geri?" \
„Renny, Renny! Geturðu ekki kennt mér að
synda!“ Eden var orðinn reiður og barði hann
með litlu hnefunum sínum.
„Jú,“ svaraði bróðir hans. „Svona á maður að
gera. Hann lyfti honum upp og skálmaði með
hann út í vatnið. Þegar þeir voru komnir dá-
lítið út í, þar sem vatnið náði honum upp í mitti,
henti hann Eden út í. „Hana, syntu þá! Svona
lærði ég að synda."
Eden barðist um, sökk, skaut upp aftur, hálf-
kæfður og buslaði um dauðhræddur svo að vatn-
ið gusaðist um hann. María kom hlaupandi hon-
um til hjálpar.
„Hvernig dettur þér í hug að fara svona með
hann! Veslings drengurinn minn!“ Hún þrýsti
honum að sér og huggaði hann.
Aðalheiður kallaði frá ströndinni:
„Maja, settu hann niður aftur! Hættu að kveina
svona yfir honum. Þú gerir hann bara að aum-
ingja!"
„Sko, ég flýt!“ kallaði Magga. „Ég er svo
dugleg að fljóta!“
„Þú gætir ekki sokkið, þó þú reyndir það,“
sagði Filippus hlæjandi, og svo fór hún að skvetta
vatni á hann.
Vera kastaði sér léttilega í vatnið og rann
úteftir á yncfislegu bringusundi. Renny synti til
hennar. Hann horfði meðaumkunarfullur á, að hún
reyndi af öllum kröftum að fylgjast með honum
og vildi ekki gefast upp.
Allt í einu hrópaði hún hrædd.
„Ég get víst ekki botnað hérna!“ Hann hló og
stillti sér á botninn og hélt henni uppi í örmum
sínum., Hann sá hvíta fótleggi hennar í grænu
vatninu. Hún hélt dauðahaldi í hann og hló
framan í hann.
„Það er allt öðruvísi en sjórinn," sagði hún.
„Hann er svo léttur, maður finnur hann alls ekki.
Hafið þér synt í sjónum?“
„Já. Ég var einu sinni á Nova Scotia með
Maurice."
„Ó, ég vildi óska að þér gætuð einhvem tíma
synt í Miðjarðarhafinu. Það er dásamlegt!"
Hún var móð.
„Það vildi ég líka óska." Jæja — hún vildi þá
láta sem ekkert hefði komið fyrir. Og allt stóra,
bláa vatnið var í kringum þau! Var hún hrædd?
Hann bætti við: „Með yður."
Hún hló dálítið óróleg. „Þér gætuð kennt mér.
Ég syndi ekkert vel.“
„Það eru einkennilega fáar stúlkur, sem gera
það! Ég skal taka yður í nokkra tíma. Ég skal
til dæmis kenna yður að kafa, ef þér kærið yður
um það — þegar sýningunum er lokið. En það
er líka satt, ég á að fara aftur í skólann. Því
gleymdi ég.“
„Kennið mér þá núna.“
Hún lagðist fram. Hann hélt hendinni undir
henni, hann fann hjarta hennar slá. „Svona —,“
sagði hann, „og svona — ekki vera hrædd —
slöpp — ekki svona stíf.“ Vatnið gusaðist um
þau. Hann fann fastan sandinn undir fótum
sér. Sólin brenndi. „Ef við værum hér — um
kvöldið . . .“ hugsaði hann. Hanh tók fastara
utan um hana. Hann horfði yfir á ströndina, þar
sem krakkamir voru að leika sér, hann beygði
sig og þrýsti kossi á munn hennar. Hún lagði
blautan handlegginn um háls honum.
Þegar þau komu til baka, var undirbúningur-
inn undir máltíðina í fullum gangi. Hvítur dúk-
ur hafði verið breiddur á sandinn, og trén vörp-
uðu nú þægilegum skugga sínum yfir hann
Filippus hafði kveikt eld á tveim stöðum.