Vikan - 09.11.1944, Side 10
10
I
VIKAN, nr. 40, 1944
nmn m
Ei IIIII L I U
Matseðillirin
Fiskréttur:
• Kauðsprettuf ilc.
3 kg. rauöspreUur, 2 egg eða
hveitijafningur, 2 til 3 teskeið-
ar salt, 300 gr. steyttar tví-
bökur og flot til að ste.kja úr.
; Rauðspretturnar eru hreinsaðar,
^varta roðið tékið af og það hvíta
ákafið vandlega. Uggarnir klipptir af.
ýiskurinn er flattur í fjóra hluta,
áalti stráð á og látið bíða í fimmtán
mínútur. Þá eru bitarnir skolaðir í
köldu vatni og þurrkaðir í hreinum
klút, velt upp úr eggjum. eða hveiti-
jafningi og siðan upp úr steyttum
tvíbökum. Steiktir á pönnu eða í
potti með feiti í, sem á að vera svo
heit, að blá gufa rjúki upp af henni.
Bitarnir eru steiktir þangað til þeir
verða ljósbrúnir. Borið á borð með
ýmsum ljósum sósum svo sem karrý-
sósu, ætisveppasósu1 o. f 1. og hrærðu
smjöri.
Smurt brauð.
Bezt er að skera allt brauðið, áður
en byrjað er að smyrja það. Rúg-
forauð skal skera þunnt, en hveiti-
torauð aðeins þykkra. Betra er að
hræra smjörið lítið eitt áður en
:smurt er með því og skal smyrja vel
yíir alla sneiðina. Áiegg skal leggja
þannig á, að það hylji vel alla sneið-
ina, þó ekki salöt. Þau eru látin á
með skeið en ekki smurt yfir sneið-
ina. Salatsósan verður að vera þykk- i-'
;ari þegar á að nota hana ofan á ;
brauð. v'
• Þegar smurðu brauði er raðað á |
fat, verður að gæta þess að litirnir f
fari vel saman. Kjöt og kæfur eru 3
venjulega skreyttar með rauðrófum, J
grúrkum, gúrkusalati, p'parrót eða f
soðhlaupi. Piskur aftur á móti með
kjöti eða laxi, eða sem pönnuegg —
buff með pönnueggi. —
Hér fara á eftir nokkrar tegundir
af smurðu brauði:
Brauð með lifrarkæfu og rauðróf-
um.
— — lifrarkæfu og gúrkum.
— — steik og rauðrófum.
— — hangikjöti og hrærðum
eggjum.
— — síld og harðsoðnum
eggjum.
— — ítölsku salati.
— — rússnesku síldarsalati.
— — kæfu og gúrkum eða
rauðrófum.
Ostar og marmelaði er aðallega
notað með kexi og hveitibrauði.
Þetta er ljómandi fallegur sam-
kvæmiskjóll. Pilsið er næstum alveg
sítrónusneiðum, kapers, eggjum o. fl. .slétt, aðeins rykkt dálítið að framan.
í!gg má nota bæði ein sér (harðsoðin) ' Blússan er úr' blúnduefni með mjög
eða með öðru, t. d. hrærð með hangi- ^flegið hálsmál.
Fyrirmyndar hjónaband.
===== Eftir Mark Dunnet. —
Kvöld eitt, þegar ég var að sýsla
við að athuga útgjöld heimilisins,
kom Nancy, dóttir min, inn, Það var
létt yíir henni, eins og alltaf þegar
þau Phil voru saman úti á kvöldin.
Hún gekk að skrifborðinu mínu og
sagði: „Þetta var dásamlegt kvöld!“
En það næsta, sem hún sagði, er hún
hafði sezt á bríkina á stólnum mín-
um, olli mér mikillar undrunar.
,,Ég hefi veitt ykkur mömmu at-
hygli í heilt ár. Það er meira en
ykkur lyndi vel, þið skemmtið ykk-
ur ágætlega. Ég vona, að við Phil
verðum svona hamingjusöm, þegar
við giftum okkur.“
Þetta mikla hrós um hjónaband
okkar, minnti mig á það, hvernig
við héldum upp á síðasta hjónabands-
afmæli okkar. Við höfðum ætlað okk-
ur að fljúga austur á land. Ekkert
gat orðið af því, og þá var ekki neitt
sérstakt fyrir hendi. Konan min varð
mjög hissa, þegar ég stakk upp á
þvi við matborðið, að við færum í
fjallaskála, sem var ekki langt i
burtu og legðum strax af stað! Er
hún hóf mótmæli gegn þessu, sagði
ég: „Það verður tunglsljós i kvöld,
og ég er viss um, að þú sérð ekki
eftir því — og ég ekki heldur! Þú
kemur, elskan min! Við förum í fjall-
göngu og horfum út yfir heiminn!"
Ég vafði hlýrri kápu utanum hana,
meðan hún enn var að malda í mó-
inn og bar hana svo út í bíl. Þetta
brúðkaupsafmæli okkar var með
þeim allra skemmtilegustu.
Við viljum láta það sjást á hverj-
um degi á heimili okkar, að okkur
þykir vænt hvoru um annað. Þegar
ég kem heim frá vinnu, hika ég ekki
við að segja, svo að allir skilja, að það
er gert meira en af vana: „Sæl, elsk-
an mín.“ Á hverju kvöldi annast
bömin uppþvottinn eftir matinn, en
við hjónin eigum þá stund fyrir okk-
ur, tölum saman, hlustum á hljómlist
eða bara hvílum okkur. Þó að sonur
okkar hafi stundum látið það sjást,
að honum finnist broslegt, hve við
erum ástfanginn hvort af öðru, hefir
þetta samt sin áhrif á hann til góðs.
Fyrst unglingarnir eru móttækileg-
ir fyrir rómantiskum áhrifum, því
ekki að láta þá byrja með að verða
fyrir þeim heima hjá sér ? I stað þess
að fá hugmyndir sinar frá lélegum
kvikmyndum og ómerkilegum sögum,
ættu þeir að sjá einlægar tilfinningar
— sjá, að hjón geta lengi verið ást-
fanginn hvort af öðru.
Þegar ég af sérstöku tilefni kom
heim með gjöf handa konunni minni,
sagði Nancy: „Ég hélt, að menn
hætt'u að færa konunni sinni blóm,
ilmvötn og falleg undirföt eftir tutt-
ugu ára hjónaband." Það var öfund-
arhreimur í röddinni.
„Þú skalt reyna að verða þannig
eiginkona, að manninn þinn langi til
að gefa þér gjafir ailt árið," sagði
ég við hana.
Hrós, uppörfun og gjafir er allt
notað til að sýna ást og aðdáun.
Kurteislegt „þakka þér“ eða að muna
eftir að opna bílhurðina, er ekki ein-
ungis siðvenja heldur og hluti af ást-
arjátningu. Auðvitað verður slikt að
vera gagnkvæmt. Konan mín hefir
t. d. lag á að láta mig finna það,
þegar ég er henni sérstaklega að
skapi.
Á þessum tímum hraðans er hætt
við, að menn gleymi, hvern þátt
smámunirnir eiga í því að gera sam-
búðina hamingjusama og varanlega.
Þess vegna þurfa börnin að lifa í
réttu andrúmslofti, hvað þetta
snertir.
Það er venjulega nóg að þvo þvoit-
inn í fimm til tiu mínútur, ef hann er
ekki því óhreinni. Þaðerhvorttveggja
jafnillt, að láta þvottinn vera of lcngi
i bleyti og þvo hann of mikið, það
getur þá komið á hann gráleitur blær.
Frímerki eru verðmæti.
Kastið ekki verðmætum fyrir borð.
Kaupi íslenzk frímerki hæsta
verði eftir innkaupslista. —
Duglegir umboðsmenn óskast
um allt land til innkaupa á
íslenzkum frímerkjum.
Há ómakslaun!
Leitið upplýsinga hjá:
SIG. HELGASON, P. O. Box 121, Reykjavík.
AUir vita að
GERBER’S
Barnamjöl
hefir reynst bezta og
bætiefnarikasta fæða,
sem hingað hefir flutzt
Fæst í
Verzlun
Theódór Siemsen
Sími 4203.
NB. Sendi út um Iand gegn >
póstkröfu.—