Vikan - 09.11.1944, Side 11
VIKAN, nr. 40, 1944
11
-----------------------Framhaldssaga:---
Gamla konan á Jalna
Eftir MAZO DE LA ROCHE. 27
....................—.. ..... .......
„Sjáið, hvað ég gerði!“ sagði hann.
Hún leit upp til hans, en andlitið var sviplaust
eins og gríma. Hún hvíslaði:
„Hvers vegna gjörðuð þér þetta?"
„Eruð þér reiðar?"
,Nei, — en mig langar til að vita vegna hvers.
Til þess að stríða mér?“.
„Nei.“
„Hvers vegna þá?“
„Ég veit það ekki.“
„Jú. Þér vitið það. Ég sé það á augum yðar,
að þér vitið það.“
„Nú, já — af því að mig langaði til þess að
eiga hárlokk af yður.“ Hann tók upp slitið seðla-
veski og setti lokkinn í það. Svo lagðist hann á
hné við hlið hennar, í skjóli vínviðarins, og lagði
varlega handlegginn utan um hana. Hann sá
hvíta húð hennar, sem var fíngerð, eins og sólin
hefði aldrei skinið á hana, og gagnsæ í kringum
augun; hann sá litlar gylltar freknur á nefi henn-
ar. Hún vissi, að nú mundi hann kyssa hana.
Magga, sem kom hægt gangandi yfir grasið,
sá þau í innilegum faðmlögum.Hún sá, hvað Vera
var ástleitin, og hún dró andann djúpt af öfund
og vanþóknun. Hvemig gat Vera gert þetta!
Aldrei, aldrei hefði hún getað kysst Maurice á
þennan hátt. Vera hagaði sér eins og þorpskjáta.
Hún skyldi aðeins láta hana heyra álit sitt á
þessu. Og Renny — bróðir hennar .... það var
sannarlega ekki undarlegt að piltamir voru —
svona eins og þeir voru!
En sá yrði reiður, ef hún gengi að þeim, þar
sem þau voru falin! Hún sá andlit þeirra, þegar
þau slepptu hvoru öðru og horfðust i augu; og
hún læddist hægt í burtu. Hún gat ekki truflað
þau — ekki á meðan þau voru þannig á svipinn!
Þau voru eins og fólk, sem dreymir. Og hann
hafði sagt, að hann vildi ekki kyssa stúlku, sem
málaði varimar! Þetta sýndi, hversu mikið mark
væri hægt að taka á orðum karlmannanna! Hún
fyrirleit þá alla —.
Vera kom til þess að vera hjá henni um dag-
inn. Magga horfði rannsakandi á Renny og hana,
þegar þau komu inn í borðstofuna, en hún sá ekki
annað en þau væru alveg róleg. Svikarar — út-
smognir svikarar — Renny horfði sakleysislegur
í augu föður síns, og Vera var svo alúðleg við
ömmu, sem kyssti hana ástúðlega.
„Komdu og seztu héma hjá mér, góða mín, og .
segðu mér síðustu fréttirnar frá London.“
Aðalheiður sat á milli Veru og Malaheide,
ánægð með sjálfa sig og þau. Hún sagði við
Veru:
„Þú verður að koma með okkur til Vaughans
og sjá Malaheide á Harpie. Þá skaltu sjá sprett,
sem þú hefir aldrei á ævi þinni séð fyrr. Ég veit
að þú munt hafa gaman af þvi! Þau eiga svo vel
saman. Sonarsonur minn dettur alltaf af baki.
Þeir, sem hafa séð hann fatalausan, segja að
hann sé allur blár og grænn. Hesturinn hans
þýtur um allt og æpandi og skrækjandi vinnu-
mennirnir á eftir. Þetta frétti ég allt.“ Hún
smellti saman vörunum og bætti við: „Meira
kálfakjöt, Filippus. Sósan er alveg eins og hún á
að vera. Gefðu Malaheide meira kjöt.“
Hún var svo hress, að hún gat ekki verið róleg
og fengið sér eftirmiðdagslúrinn sinn; hún braut
lieilann til þess að finna upp á einhverju, sem þau
gætu gert. Athugasemd frá Nikulási gaf henni
hugmyndina. Hann sagði:
„Ég ók meðfram vatninu í morgun, það var
spegilslétt."
Forsaga : Sagan gerist á Jalna 1906.
** Þar býr Whiteoktjolskyld-
an. Gamla frú Whiteok er orðin fjörgömul,
en er þó hin eraasta Filippus sonur hennar
tók við jörðinni. Hann er tvíkvæntur. Átti
Margréti og Renny með fyrri konunni.
Eden og Piers heita börain, sem hann &
með seinni konunni, Marlu. Nikulás og Era-
est eru bræður Filippusar, ókvæntir. Vera
er vinkona Margrétar, sem ætlar að gift-
ast Maurice Vaughan á næstunni. Maurice
segir Renny frá þvi. að hann muni eignast
bara með Elviru Grey, sem býr með frænku
sinni i þorpinu. Systir Fllippusar og maður
hennar koma frá Englandi, ásamt Mala-
heide Court. Hann er frændi gömlu frúar-
innar, Aðalheiðar, og vinnur tiltrú hennar,
en er illa þokkaður af öðrum. Robert Vaug-
han finnur bam á tröppunum hjá sér og
það kemst upp. að Maurice á það. Filippus
verður öskureiður og fer heim til hans með
bræðrum sínum. Vaughan-hjónin eru ör-
vingluð. Magga er yfirbuguð af sorg. Allt
er gert til þess að lokka hana út. en ekkert
dugar. Renny, sem hefir orðið undarlega
hrifinn af frænku Elviru i eina skiptið, sem
hn"n hafði «óð hana. heÞir nú leit að þeim
stúlkum. Hann finnur þær hjá frænda
þeirra, Hob Renny sefur um nóttina i hlöð-
unni. Hann skilur við stúlkurnar næsta
morgun. Renny kemur heim illa útleikinn
með hest ainn. Filippus spyr hann. hvar
hann hafi verið um nóttina. en Renny er
tregur að segja frá þvi; faðir hans hefir
þó einhvem grun um það. Að lokum viður-
kennir Renny það fvrir föður sínum, að
hann hafi sofið hjá Lúlú. Malaheide kemst
að því og segir Aðalheiði frá því. Hún segir
það svo uppi vfir allri fjölskyldunni og er
æf af reiði Filippus verður að banna Renny
að hitta Maurice, sem er álitinn hafa ill
áhrif á hann. Maurice segist vera að fara
i burtu um tíma. því að sér finnist óbæri-
legt að vera heima nálægt foreldnim sín-
um, er hann hafði valdið svo mikillar sorg-
ar. Renny og Magga hafa ort niðvísu, sem
þan svo láta Eden fara með í áheyra fjöl-
skyldunnar og nokkurra gesta. Skömmu
sífiar er haldið garðboð á Jalna í tilefni af
brottför systur Filippusar og manns henn-
ar en meðan það stendur aem hæst, fæliat
hestur Rennys undlr honum og Eden;
Renny fær strangar ákúrur. Ágiista. Sir
Edwin og Eraest eru farin til Englands,
en Malaheide varð eftir á .Talna öllnm til
mikilla leiðinda nema Aðalheiði. Aðalheið-
ur fer með Malaheide i heimsókn tll
Vaughanshjónanna. Það verður úr að Mala-
heide tekur að sér að þjálfa hryssu. sem
Vaughan á og heitir Harpie, fyrir hestasýn-
ingu. sem á að fara fram. Það vekur mikla
gremju á Jalna að Malaheide og Aðalheiður
sknli vinna á móti .Talna. bar sem Renny
ætlar að sýna Gallant. Systkynin eera allt,
sem þau geta til þess að gera Malaheide
gramt í geði.
„Ágætt!" hrópaði hún. „Við skulum fara út og
hafa matinn með okkur. Þið stelpurnar eigið að
baða ykkur. Hvernig lizt þér ú það, Vera?“
„Ó, það væri yndislegt!“ Vera leit yfir boröið
á Renny.
„Mér þykir gaman að sjá unglinga skvampa í
vatni. Ég gerði það á mínum tíma, en þá var
það álitið heldur óviðeigandi. Já, ég hefi heyrt
það, að á dögum Elísabetar voru stúdentamir í
Cambridge hýddir eða settir í gapastokkinn, ef
þeir fóru í sjóbað. Nú, ég fyrir mitt leyti fæ mér
mitt góða sápubað einu sinni á viku — hvort
sem það er á sumri eða vetri — og það hefir
alltaf verið mér skaðlaust."
„Ég held ekki, að ég fari í bað,“ sagði Mala-
heide. „Ég baðaði mig í ánni i morgun, og það
er alveg nóg.“ Rakur svartur hárlokkur hékk
niður á enni hans. Hann þjáðist af hitanum.
„Nú er spurningin," sagði Aðalheiður hressi-
lega, „hvað eigum við að borða?"
Til þess að svara þessari spumingu, varð að
athuga búrið nánara. Til allrar hamingju var nóg
til þar, og Aðalheiður, María og Elisa ráðguðust
um, hvað ætti að setja í matarkörfumar. Filippus
fór niður í kjallarann og kom aftur upp með
nokkrar flöskur af hindberjasaft. Eldhússtúlkan
fór að baka köku. Eden fór að leita að fötunni
sinni, skóflu og seglbáti, sem hann hafði fengið
í afmælisgjöf. Piers litli var vakinn úr eftirmið-
dagssvefni sínum.
Hodge nöldraði yfir því, að þurfa að taka þá
brúnu út í eftirmiðdagshitann, en þegar klukkan
var nákvæmlega hálffjögur stóðu þeir fyrir fram-
an dyrnar. Fólkið raðaði sér niður í vagnana.
Eftir að þau voru komin út af þeirra vegi með
stóru eikunum, skein sólin heit á þau. Amman var
dökkrauð í framan, en Malaheide varð fölari og
fölari, og hann átti bágt með að leyna þvi, hvað
hann væri óánægður út af þessu ferðalagi. Enda
voru margir í hópnum, sem hefðu fegnir skilið
hann eftir heima; en Aðalheiður hafði óskað þess,
að hann kæmi með, og það var honum nóg. Piera
var ekki ánægður fyrr en Filippus setti hann á
hné sér og lét hann halda í taumana með litlu
höndunum sínum. Stráhattur Edens fauk af hon-
um og ofan í skurð. Renny varð að fara úr vagn-
inum og ná í hann aftur. Hann gerði það mjög
treglega, og þegar hann kom aftur með hann,
skellti hann hattinum niður fyrir augun á litla
drengnum, sem fór að hágráta og barðist um.
Vera og Magga sátu saman og hlógu og pískruðu.
Magga gat ekki haldið áfram að vera reið.
— Vera var nú meira töfrandi en nokkru sinni
áður.
Þau beygðu inn á gamlan veg, sem lá niður að
vatninu; það voru tré með fram honum, en ekki
nógu há til þess að skuggi væri af þeim, en þau
voru aftur á móti svo þétt, að það fannst enginn
vindur, ef þá nokkur var. Vegurinn var ekki mik-
ið .annað en stígur, og þau urðu að skilja hest-
ana þar eftir og bera körfuna niður að vatninu.
Það var mjög erfitt fyrir Aðalheiði að ganga
á mjúkum sandinum; hún studdi sig þunglega
við handlegg Nikulásar, en flýtti sér áfram eins
fljótt og hún gat, því að hún var áköf að komast
niður að vatninu, sem hún i sumar hafði aðeins
séð frá vagninum sínum.
Þau breiddu teppi á strítt grasið, sem óx undir
nokkrum veðurbörðum pílviðartrjám, sem höfðu
fest rætur svo djúpt niðri í sandinum, að á þau
beit hvorki þurrkar, þrumuskúrir eða vetrar-
hríðar.
Mikið var dásamlegt að sitja í skugga þeirra!
Taka hattana ofan og veifa sér með þeim! Það
var ekkert annaö fólk við ströndina. Þau höfðu
nú alla ströndina og bláblikandi vatnið út af fyrir
sig. Flöskurnar með hindberjasafanum stóðu í
fötu með ís, þær voru teknar upp og hellt í
glösin. Það var svo mikil nautn að láta ískaldan
drykkinn renna svalandi niður um háls'nn, að þau
horfðu hátíðlega á hvert annað, um leið og þau
drukku. Piers fékk líka að smakka, en hann
gretti sig í framan og hikstaði því upp aftur.
Eden drakk úr sínu glasi í einum teyg og bað
um meira. Aðalheiður hellti dálitlu á þilfarið á
skipi hans og sagði: „Sjáðu, nú er ég búin að
skýra skipið þitt! Það heitir „Gulsmárinn"! Og
hamingjan fylgi honum! —“