Vikan


Vikan - 09.11.1944, Blaðsíða 6

Vikan - 09.11.1944, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 40, 1944 Ralph Paton kapteini, frænda Roger Ackroyci í Fernly Park, sem lét lifið á mjög sviplegan hátt á föstudaginn var. Paton, kapteinn fannst í Liverpool, þar sem hann var um það bil að stíga á skipfjöl á leið til Ameriku." Hann braut pappírsörkina saman aftur. „Vinur minn, þetta mun birtast i dagblöðunum á morgun." Ég starði á hann orðlaus. „En það er ekki satt! Hann er ekki í Liver- pool!“ Poirot horfði sigri hrósandi á mig. „Þér eruð svo skarpur. Nei, hann fannst ekki í Liverpool. Raglan fulltrúi var mjög tregur að lofa mér að senda blöðunum þessa frétt, einkum þar sem ég gat ekki sagt honum frá ástæðunni til þess. En ég fullvissaði hann hátíðlega um það, að það mundi bera mjög merkilegan árangur, svo að hann Iét undan, eftir að hann hafði áskilið sér það, að hann bæri enga ábyrgð á því.“ Ég starði á Poirot. Hann brosti til mín. „Ég skil ekki,“ sagði ég að lokum, „hvað þér haldið að þér hafið upp úr þvi.“ „Þér ættuð að nota lltlu gráu frumumar," sagði Poirot alvarlegur. Hann stóð upp og gekk yfir að bekknum. „Þér hafið verulega gaman af vélum,“ sagði hann, þegar hann var búinn að athuga ruslið, sem ég hafði verið að fikta við. Allir menn eiga sitt hugðarefni. Ég sýndi Poirot strax útvarpstækið mitt. Þegar ég sá að hann skildi mig, þá sýndi ég honum nokkrar aðrar uppfyndingar mínar — smámunir, en það var hægt að nota þær í húsinum. „Það er auðséð," sagði Poirot, „að þér hefð- uð átt að verða uppfyndingamaður, en ekki lækn- ir. En nú heyri ég dyrabjölluna hringja — það er sjúklingurinn okkar. Við skulum koma inn í lækningastofuna. Ég hafði áður tekið eftir því, að ráðskonan hlyti að hafa verið falleg. ftú tók ég eftir því aftur. Klædd í mjög einfaldan svartan kjól, há, hreinskilin og sjálfstæð eins og alltaf, með stór ‘dökk augu og óvanalegan roða á vöngunum, sem voru venjulega mjög fölir, ég sá það, að hún hlaut að hafa verið mjög falleg, þegar hún var unglingur. „Góðan daginn, ungfrú," sagði Poirot. „Eáið yður sæti. Dr. Sheppard er svo elskulegur, að leyfa mér að nota lækningastofu sína til þess að ræða dálítið við yður, sem mér liggur mjög á hjarta.“ Ungfrú Russell fékk sér sæti, róleg eins og alltaf. Þó að hún hafi verið eitthvað óróleg innra með sér, þá sýndi hún það ekki á nokkurn hátt. „Þetta kemur nú allt dálitið undarlega fyrir,“ sagði hún. „Ungfrú Russell — ég hefi fréttir handa yður.“ „Jæja!“ „Charles Kent var tekinn höndum í Liverpool." Það sást engin svipbreyting á andliti hennar. Hún spurði aðeins dálitið þrjóskulega: „Nú, hvað um það?“ Á þessari stundu datt mér það' í hug — mér hafði alltaf fundizt það eitthvað svipað, þrjósku- leg framkoma Charles Kents. Raddirnar tvær, önnur gróf og ruddaleg, hin mjög kvenleg — voru einkennilega líkar. Það var ungfrú Russell, sem röddin hafði minnt mig á um kvöldið fyrir utan hliðið á Fernly Park. Ég horfði á Poirot, hugfanginn af uppgötvun minni, og hann kinkaði lítillega til min kolli. „Ég hélt að yður þætti gaman að vita það, það er allt,“ sagði hann blíðlega við ungfrú Russell. „Ekkert sérstaklega," sagði ungfrú Russell. „Hver er þessi Charles Kent annars?“ „Hann er maðurinn, ungfrú, sem kom til Femly, kvöldið sem morðið var framið." „Einmitt það?“ „En hann er svo heppinn að geta sannað fjar- veru sína. Þegar klukkuna vantaði kortér í tiu var hann í kránni, sem er míluvegar héðan." „Hann var heppinn," samþykkti ungfrú Rus- sell. „En við vitum samt enn þá ekki, hvað hann var að gera i Fernly — eða hvern hann var að hitta, til dærnis." „Ég er hrædd um, að ég geti ekkert hjálpað yður,“ sagði ráðskonan kurteislega. „Ég frétti ekkert. Ef þetta er allt —.“ Hún ætlaði að risa upp úr stólnum. Poirot stöðvaði hana. „Þetta er ekki alveg allt, sagði hann. „1 dag hefir nýtt komið í ljós. Það getur verið að Ack- royd hafi verið myrtur fyrir klukkan kortér í tíu. Á milli tíu mínútur i niu, þegar Sheppard fór, og kortér í tíu.“ Ég sá litinn hverfa af andliti ráðskonunnar og hún varð náföl. Hún hallaði sér fram. „En ungfrú Ackroyd sagði — ungfrú Ack- royd sagði —.“ „Ungfrú Ackroyd hefir viðurkennt að hún var að ljúga. Hún kom aldrei inn i skrifstofuna allt kvöldið." „Og þá — ?“ „Þá lítur út fyrir að þessi Charles Kent sé maðurinn, sem við erum að leita að. Hann kom til Fernly, en getur ekki sagt hvers vegna hann fór þangað." „Ég get sagt yður, hvað hann var að gera þangað. Hann snerti aldrei hár á höfði Ackroyds — hann kom aldrei nálægt skrifstofunni. Ég get sagt yður, að hann gerði það ekki.“ Hún hallaði sér fram. Sjálfstillingin var horfin. Hræðsla og örvænting skein úr andliti hennar. „Poirot! Poirot! Ó, trúið mér.“ Poirot stóð upp og gekk til hennar. Hann klappaði henni huggandi á öxlina. „Já — já, ég trúi yður. Ég neyddist til að láta yður tala, þér skiljið það.“ Allt í einu varð hún tortryggin. „Sögðuð þér satt?“ „Að Charles Kent er grunaður um glæpinn? Já, það er satt. Þér ein getið bjargað honum, með því að segja, hvers vegna hann kom til Fernly." „Hann kom til þess að hitta mig,“ sagði hún lágt. „Ég fór út til þess að hitta hann —.“ „1 lystihúsið, já, ég veit það.“ „Hvemig vitið þér það?“ „Ungfrú, það er starf Hercule Poirot, að vita. Ég veit að þér fóruð út fyrr um kvöldið og skild- uð eftir skilaboð um það, hvenær þér munduð koma þangað." „Já, ég gerði það. Ég heyrði frá honum, að hann mundi koma. Ég þorði ekki að láta hann koma inn í húsið. Ég skrifaði honum og sagði að ég mundi hitta hann í lystihúsinu og lýsti þvi fyrir honum, svo að hann gæti fundið það. Svo var ég hrædd um að hann mundi bresta þolin- mæði til þess að bíða, og ég hljóp út með miða, sem stóð á, að ég kæmi um tíu mínútur yfir niu. Ég kærði mig ekki um að þjónustufólkið sæi mig, svo að ég læddist út um dagstofuglugg- ann. Þegar ég kom til baka, hitti ég Sheppard lækni og ímyndaði mér, að honum þætti þetta undarlegt. Ég var móð, af því að ég hafði hlaup- ið. Ég hafði enga hugmynd um; að hann kæml til kvöldverðar þetta kvöld.“ Hún þagnaði. „Haldið áfram," sagði Poirot. „Þér fóruð út til þess að hitta hann klukkan tíu mínútur yfir níu. Hvað töluðu þið sarnan?" „Það er erfitt, þér skiljið —.“ „Ungfrú," sagði Poirot og tók fram í fyrir henni, „í þessu máli verð ég að vita allan sann- leikann. Það sem þér segið okkur þarf aldrei að komast út fyrir þessa fjóra veggi. Sjáið þér til ég skal hjálpa yður. Þessi Charles Kent, hann er sonur yðar, er það ekki?“ Hún kinkaði kolli.^Hún var aftur orðin rjóð. „Enginn hefir nokkum tíma vitað um það. Það var langt — langt siðan — i Kent. Ég var ekki gift . . .“ Erla og unnust- iniL Teikning eftir Geo. IMcManus. 1. hermaður: Sett’ ’ann niður, hann er svo þungur! Oddur: Guði sé lof að þeir fóru! Nú þarf ég 2. hermaöur: Þú hefir rétt að mæla! Við veroum að fá hjálp! að sleppa burtu! 3. hermaður: Hvar á að láta hann? Hann er laufléttur!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.