Vikan


Vikan - 09.11.1944, Blaðsíða 13

Vikan - 09.11.1944, Blaðsíða 13
VEKAN, nr. 40, 1944 13 • T Dægrastytting | lUIIIIIIIIIIIIIIIIIIII 1111111 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU'"* Sagnakver. Helgað minningu Símonar Dalaskálds. Islendingar eru mjög hneigðir fyrir þjóðlegum fróðleik, enda eru gefnar út margar bækur um slikt efni. Ein nýasta bókin á þessu sviði er „Sagnakver. Alþýðlegur fróðleikur í bundnu máli og óbundnu," en Snæbjöm Jónsson hefir gefið út. Kennir þar margra góðra grasa og mikiH feng- ur mun mönnum þykja i þvi, sem þar er ritað um Simon Dalaskáld, en annars er margt í þessu riti um og eftir aðra en Símon, eins og t. d. eftirfarandi frásögn, sem er prýðilega skrifuð: Mælt eftir naut. Jóhann Eyjólfsson, dannebrogsmanns, frá Svefneyjum, hafði lengi undir tvö bú, annað í Platey hitt á Skálmamessmúla. Kona hans var Salbjörg Þorgeirsdóttir, vitur kona og gætin, ýtin og þybbin, svo að eigi mundi hún láta hlut sinn fyrir smámennum, og búsýslukona var hún hin mesta. Hún var jafnan talin fyrir búi þeirra hjóna i Flatey, en Jóhann sinnti einn búsforráð- um að Skálmarnessmúla. Einhverju sinni áttu þau meðal annara nautgripa búnaut eitt, vænt og fagurt, er þeim þótti ráð að hafa á fóðrun í Flatey, enda þykir nauðsyn bera til, að einhver Flateyjarbúandanna hafi þarfanaut á búi sinu a. m. k. á vetrum. Salbjörg léði sambýlismönnunum nautið tregðulaust, og fór allt friðsamlega og í bezta bróðerni um veturinn. En er sumra tók og farið var að beita út kúm, þótti kusi óþarfur gripur og óskundasamur í kúm sambýiismann- Kvikmjmdaleikarinn Paul Muni í kvikmyndinni „Við emm ekki ein.“ Á myndinni til hægri er leikkonan Leslie Brook, sem þykir hafa mjög fallegt bak. Hvað finnst ykkur? anna. Var nú skorað á Salbjörgu að láta flytja bola á land upp, en hún færðist undan með hægð í fyrstu, vildi ekki láta fyrirhöfn og kostnað við flutninginn lenda á sér einni. En er deilan harðn- aði, sat hún því fastari við sinn keip og lét svo um mælt, að kusi skyldi fyrr dauður hníga en hann yrði útlægur gerr af eynni. Var þá enn fastara að málinu með atfylgi Brynjólfs Bene- diktsens, Hákonar Bjarnasonar (síðar kaup- manns á Bíldudal) og annara eyjarhöfðingja, og átti nú að sækja málið að lögum. Með því að hér var við ramman reip að draga, sá Salbjörg þann kostinn vænstan að láta lóga nautinu, og var það að ráði gjört. Salbjörg gerði allveglegt 9 i | Happdrœtti 1 Háskóla Islands ! s Dregið verður í 9. flokki >: 10. nóvember. v V >5 9 % % tf V 9 9 V 9 9 9 9 9 9 9 s G02 vinningar — sam- tals 203.G00 krónur. Hæsti vinningur 25.000 krónur. í ft ft s 9 9 ! I X 1 Endurnýið strax í dcrg | > 9 9 9 9 ♦5 ioooooooooocooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo TILKYNNING frá húsaleigunefnd. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 39 frá 7. apríl 1943 um húsaleigu, er utanhéraðsmönnum óheimilt að flytja í hús, er þeir kunna að hafa keypt eftir gildistöku nefndra laga nema með leyfi húsaleigunefndar. Óheimilt er leigusala, að leigja öðrum en heimilisföstum innanhéraðsmönnum íbúðar- húsnæði og eru slíkir leigusamningar ógildir. íbúðarhúsnæði má ekki taka til annarrar notkunar en íbúðar nema leyfi húsaleigu- nefndar komi til, og getur nefndin skyldað húseiganda að viðlögðum allt að 200 króna dagsektum, að taka upp fyrri notkun hús- næðisins. Húsaleigunefnd vill beina því til þeirra., er kynnu að vita um autt húsnæði í bænum, að skýra nefndinni frá því. Húsaleigunefndin í Reykfavík i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.