Vikan


Vikan - 09.11.1944, Blaðsíða 4

Vikan - 09.11.1944, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 40, 1944 egar Lamprecht klæðskeri tók upp fallega brúna jakkann, með mjóu grænu rákinni, til þess að gera við hann, brakaði dálítið í vinstri brjóstvas- anum, en Lamprecht tók ekkert eftir því, vegna þess að honum gramdist það eðli- lega, að nokkur gæti farið svona óvarlega með dýrmæt föt. „Svona er æskan,“ hugsaði hann, „hugsunarlaus og ábyrgðarlaus! Þessi piltur hefir auðvitað fest ermina á girð- ingu — bölvuð rifan; það er leitt — eins og efnið er gott.“ Um leið og hann sem fagmaður breiddi úr rifunni og gladdist yfir hinu góða efni, neyddist hann til að losa fóðrið við ermina. Við þessa hreyfingu brakaði aftur dauflega í vinstra brjóstvasanum, og nú fór ekki hjá því að hann — heyrði það. i „Þessi ungllngar!“ hugsaði hann aftur og hristi brosandi höfuðið. „Þetta er lík- lega ástarbréf eða reiknlngur. En að skilja slíkt eftir í jakka, sem er sendur til viðgerðar!“ I öðrum vasa var lindarpenni. Lamprecht lagði hann varlega á borðið og stakk hend- inni í brjóstvasann til þess að taka í burtu bréfið, eða það sem var þama og brakaði í, áður en hann byrjaði fyrir alvöru að gera við þennan dýra jakka, sem gladdi klæðskeraaugu hans svo mjög. „Svona ósvikið efni sést sjaldan á okkar tímum,“ hugsaði hann „og það er einungis rikt fólk, sem getur veitt sér slíkt.“ Um leið og hann stakk hendinni í vasann, kippti hann henni að sér aftur eins og hann hefði brennt sig á henni. Hann fann strax, að pappírinn í brjóstvasanum var penlngaseðill. En hvers vegna varð hann skelfdur? Það var ekki annað að gera en að geyma seðilinn fyrir hinn léttúðuga eiganda. Hann átti að koma þegar á morg- un að sækja jakkann. Lamprecht tók seðilinn úr vasanum, og þegar hann hélt á honum í hendinni, fann hann, hvernig svitinn lagði um allan likama hans og honum kólnaði og hitnaði á víxl, því að í hendinni hélt hann á spán- nýjum fimmhunduðkrónaseðli! „Er það nú,“ muldraði hann ákafur1. „Hvemig getur slíkt átt sér stað? Hvernig getur manninum dottið í hug að vera með svona mikla peninga í vasanum! Guð minn góður, það var næstum ótrúlegt. Fimm hundmð krónur í einum seðli! Hvað var ekki hægt að kaupa fyrir hann! Allt í einu var ósýnilegur og ójarðnesk- ur freistari kominn inn í herbergið til hans. Freistari, sem eingöngu sannaði nærveru sína með röddinni: „Það var ekkert í brjóstvasanum!" heyrði Lamprecht hann segja. „Ekkert, herra minn, ekki neitt! í þessum vasa var lindarpenni, hérna er hann, gjörið þér svo vel, en í brjóstvasanum ? Ekkert, það get ég fullyrt! Leitið sjálfir! Þér trúið mér ekki? Ágætt, eigum við þá ekki að fá lög- regluna til að athuga málið?“ Hvaða hugarórar vom þetta? Ekkert nema blekkingar! Hann var einn í herberg- inu, svo að röddin hlaut að vera ímyndun, afleiðing af því að heiðarleiki hans var nú á þessari stundu mjög fallvaltur. Lamprecht gekk að glugganum. Andaði þungt og mæðulega. Hérna þrælaði maður sér út, vann frá morgni til kvölds á litlu verkstæði, hafði nú gert það dag eftir dag í meira en fjömtíu ár, og hvað hafði hann haft upp úr því? Ekkert nema mikið strit og skitnar þrjúhundruð krónur í spari- sjóðsbók, sem hann hafði sparað saman í sveita síns andlitis. „Þrjótur!“ hvæsti allt í einu önnur rödd, hörð, ásakandi og ógnandi rödd, fjærri því að vera eins þægileg og rödd freistar- ans. Lamprecht hrökk við. Hann hélt ennþá á þessum bölvaða fimmhundmðkrónaseðli, þessum stóra seðli, sem hann átti ekki, en að taka hann, slá eign sinni á hann. . . nei og aftur nei! Hann hafði alla ævi verið heiðarlegur maður, og hann ætlaði að vera það áfram. En nú var freistarinn kominn aftur, ísmeygilegur og lokkandi „Vertu ekki heimskur! Þú ert sá eini, sem hefi séð hann. Enginn mundi trúa manninum, ef hann héldi því fram, að seð- illinn hefði verið í vasanum. Enginn viti- bornn maður skilur slíkan pening eftir í jakkavasanum. Taktu hann, maður, geyrndu hann, fimmhundruðkrónur er laglegur aukaskildingur! Lamprecht strauk sér um ennið og reyndi að rif ja upp fyrir sér útlit mannsins, sem hafði komið með jakkann. Hvernig var t : I VEIZTU — ? j : 1. Eftir hvem er þetta erindi: Vorið er liðið, ilmur ungra daga orðinn að þungum, sterkum sumarhita, • æskan er horfin, engir draumar lita : óboma tímans gráa sinuhaga. ; 2. Hvaða ár er Charles A. Lindbergh, flugkappinn heimsfrægi, fæddur? 3. Eftir hvem er leikritið „Munkamir á : Möðruvöllum" ? 5 4. Hvað skilur Irland frá Englandi? 5. Hvenær fæddist Simon Dalaskáld, hvar dó hann og hvenær? • jj 6. Hver var Franz Liszt ? 7. Hver var John Keats og hvenær var • hann uppi? 8. Hvar er eyjan Monte Christo? ; 9. Hver var frægasta hjúkrunarkona ; heimsins ? 10. Eftir hvem er óperan „Falstaff"? Sjá svör á bls. 14. I hann? Ó, jú, hár, dökkhærður og brosleit- ur, frjálsmannlegur og alúðlegur eins og þetta unga fólkk, sem þarf ekki að hafa fyrir því að ná í peningana. Hann hafði sagt fátt, þar á meðal að hann ættlaði að sækja jakkann á föstudag, en var fram- burður hann ekki dálítið einkennilegur ? Hvernig færi nú, ef hann geymdi seðilinn? Léti manninn ekki fá hann strax, svo að þetta yrði honum að kennlngu? En. . . en ef maðurinn spyrði ekki eftir seðlinum, gat hann þá ekki með góðri samvizku slegið eign sinni á hann? * SMASAGA * „Þú ert þá þjófur!“ sagði hin ógnandi rödd. Hann vildi losna við þennan bölvaða seðil! Á meðan hann héldi á honum, myndi hann ekki geta annað en hugsað um alla þá góðu hluti, sem honum líka vantaði, er hann gæti fengið fyrir peningana. En hann vildi ekki vera þjófur, hann vildi fara í gröfina með óflekkað mannorð! Lamprecht strauk sér aftur um rakt enn- ið og setti svo ákveðinn stóra pressujárnið á hinn örlagaríka seðil. Peningaseðillinn hvarf alveg undir pressuárninu, og Lamprecht fór að vinna til þess að gleyma öllum óheiðarlegum hugsunum. Lamprecht hafði ekki lifað hræðilegri nótt, síðan kona hans dó, en þessa, sem nú kom eftir þennan óheillavænlega dag, þegar góðu og vondu öflin í honum höfðu barizt um völdin. Það hafði verið betra, að þessi náungi hefði alldrei komið með þennan bannsetta jakka, eða að minnsta kosti ekki gleymt þessum seðli. Fimm hundruð krónur . . . fimm hundruð . . . hvernig dettur nokkrum manni í hug að vera svo léttúðugur að geyma svona laust í vasanum? Þegar öllu var á botninn hvolft, þá hafði maður- inn, ef til vill, stolið honum. Ætli ekki það væri bezt, að hann skilaði honum á lög- reglustöðina, maður heyrði svo margt um slíkt nú á dögum? En það var vitanlega órétt að hugsa svona. Hann hafði enga ástæðu til þess. Nei, það var bezt að bíða þangað til ungi maðurin kæmi til að sækja jakkann og láta hann svo fá seðilinn með nokkrum velvöldum orðum! Hann skyldi ekki losna við áminningarræðu þessi flautaþyrill, sem olli gömlu, helðarlegu fólki áhyggur með léttúð sinni! Pilturinn kom um hádegið og horfði alveg tilfinningarlaus á hina prýðilegu Framhald á bls. 14, mriCTinnin rnfiio i Mmiii

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.