Vikan


Vikan - 09.11.1944, Blaðsíða 15

Vikan - 09.11.1944, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 40, 1944 15 Nýjar úrvalsbœkur: Einar H. Kvarani Ritsafh, 6 bindi. 1 ritsafninu eru öll skáldrit Einars H. Kvaran, bæði sögur, leik- rit og ljóð. Safnið ér prentað á mjög góðan pappír með skíru letri og er um 2500 blaðsiður að stærð. — Hver einasti bóka- maður og hvert einasta bókasafn á landinu verður að eignast ritsafn þessa ástsælasta allra íslenzkra höfimda. Jakob Jóh. Smári sá um útgáfuna. Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar. Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar hafa verið ófáanleg árum saman nema í litlu úrvali. En nú hafa þau verið prentuð i heild og gefin út í snoturri útgáfu, sem Freysteinn Gunnarsson hefir séð um. Enginn góður Islendingur getur verið án ljóðmæla Jónasar Hallgrimssonar. Hallgrímsljóð. Sálmar og kvæði eftir Hallgrím Pétursson. Bókinni er skipt í 3 kafla, fyrst eru Passíusálmamir í heild (prentaðir eftir útgáfu Finns Jónssonar), þá aðrir sálmar (úrval) og loks kvæði veraldlegs Hallgrímsljóð eru smekklega og fallega gefin út, eins og vera ber. Freysteinn Gunnarsson sá um útgáfuna. Sagnakver. Alþýðlegur fróðleikur í bundnu máli og óbundnu. Safnað hefir Snæbjörn Jónsson. — I Sagnakverinu eru margir góðir þættir, ljóðabréf, stökur o. fl. Árni. Skáidsaga eftir Bjömstjeme Björnson. t>ýðing I'orsteins Gíslasonar ritstjóra. Ámi er ein af perlunum i norrænuni bókmenntum og er sagt, að Björnson hafi talið söguna sitt bezta verk. Georg Brandes sagði, að Ámi væri bezt af bændasögum Bjömsons og Francis Bull segir í bókmenntasögu sinni 1937, að margir nútímalesendur muni verða á sama máli, þvi að ýmislegt, bæði í lausu og bundnu máli Ama sé meðal þess sem langlífast verði í norskum bókmenntum 19. aldarinnar. Inngangskaflinn, um það að klæða fjallið, er heims- frægt snilldarverk (det geniale inledningskapitel kallar Bull hann, og það viðfeðmasta. sem nokkum tima hefir verið sagt, sagði Johs. V. Jensen). Kvæðið Upp yfir fjöllin háu er einnig einn af hátindum norrænnar ljóðlistar. Mörg önnur af beztu kvæðum Bjömsons em fléttuð inn I sög- una af Áma. Ámi er ein af þeim bókum, sem þér getið ekki gengið fram hjá, þegar þér kaupið góðar bækur. Leifturbækurnar verða elns og að undan- förnu beztu jólabækurnar. Fást hjá öllum bóksölum og H.F. LEIFTUR. Tryggvagötu 28, Heykjavík. Sími 5379. Af bókalcosti hvers heimilis má nokkuð marka menningu psss Sf* Látlð ekki bókasafn yðar vanta eftirtaldar bæknr: Vilhjálmur Þ. Gíslason: Jón Sigurðjson í ræðu og riti. Þetta er bók um Jón Sigurðsson og eftir hann. Efnið er mikið og fjölskrúðugt, þvi að áhugamál hans vom mörg og þekking hans viölæk. Alhr lala um Jón Sigurðsson, en þeir munu vera færri, sem þekkja hann af verkum hans. Bók þessi er ómissandi og ómet- anlegur fjársjóður þeim til handa, er kynnast vilja brautryðjand- anum mikla. Bókin ætti að vera til á hverju heimili landsins-. Ann- að sæmir ekki minningu Jóns Sigurðssonar. Björgvin Guðmundsson: Friður á jörðu. Fyrsta óratórió (söngdrápa), sem gefín er út á íslandi. Mannkyn- inu er nú orðið það ljóst, að allir verða að leggja hönd á plóginn, eigi friðardraumur þess að rætast, og að vegurinn til friðar sé ein- huga kærleiksrik samtök í stað úlfúðar og hermdarverka. Þetta stórmerka tónverk mun bera hróður íslands út um hinn menntaða heim. Öll söngelsk heimili landsins þuría að eignast þessa sér- stæðu bók. , Sér Björn Magnússon á Borg: Þ5r eruð ljós heimsins. i Bókin fjallar um siðræn viðhorf í ljósi fjallræðunnar, sem öllumí er holt að kynnast og verða aðnjótandi þeirra hygginda, er hverj- um einstökum verður styrkur að til þesg að betra hugrenningarj sinar, orð og gerðir. j I Ilelgi Valtýsson: 1 Söguþættir landpóstanna I—H. Þetta eru sannsögulegar frásagnir um ferðir póstanna gömlu, sem farið hafa um fjöll og firnindi Islands í liðuga hálfa aðra öld, á öll-j um tima árs, svaðilfarir þeirra og mannraunir. Hér er um að ræðq einn merkilegasta þáttinn í sögu þjóðarinnar frá liðnum tímum. —f Ritverk þetta vakti, svo sem vert var, meiri athygli en nokkur önnur bók, er út hefir komið hér á landi hin siðari ár. Fyrri prent- unin seldist upp á skömmum tima og fengu færri en vildu. önnur prentun er senn á þrotum, og er þvi hver siðastur að ná I þessa bók, Trygve Gulbranssen: Dagur í Bjarnardal I—HI. Stórbrotin, viðbttrðarik hetjusaga úr dölum Noregs; heillandi lýs- ing á hinu þrekmikla norska dalafólki, baráttu þess, gleði og sorg- um. Bjarnardalssögumar hafa vakið óhemju athygli hér á landi, enda eru þær taldar eitthvert stórbrotnasta listaverk, er þýtt hefir verið á islenzku. Edward V. Richenbacker: Sjö sneru aftur. Höfundur bókarinnar er frægasti flugmaður Bandaríkjanna. Segir hann hér frá harmleiknum mikla á Kyrrahafinu haustið 1942, er hann við 8. mann varð að nauðlenda fljúgandi virki úti á miðju Kyrrahafi og æfintýi alegri björgun 7 þeirra eftir 21 sólarhrings hrakninga i litlum gúmmibátum á úthafinu ntikla. Alexandre Dumas: Greifinn af Monte Cristo. Þessi heimsfræga skemmtisaga hefir verið lesin og dáð I heila öld í' flestum löndunt heims meir en nokkur önnur skáldsaga. Islenzka út- gáfan er mjög vönduð og prýdd myndum af helztu atburðum sögunnar. Clarie Blank: Beverly Gray, I. Nýliði. Saga þessi segir frá skólalífi ungra stúlkna við heimavistarháskóla í Bandarikjunum. Söguhetjan Beverly Gray, hin tápmikla dugnaðar- stúlka, er 19 ára. er sagan hefzt. Kemst hún ásamt stallsystrum sinum í mörg undursamleg æfintýri. Þessa bók þurfa allar ungar stúlkur að eignast. Christoph v. Sclimid: Blómakarfan. Fallegasta og áhrifaríkasta saga fyrir böm og unglinga, er út he/ir verið gefin á Islandi. Ekkert bam ætti að fara á mis við það að eignast þessa góðu bók. j Tryggið yður þessar bæltur sem fyrst hjá næsta bóksaja, því að sumar þeirra eru að verða uppseldar. Fylgist ávallt vel með, er Norðrabækurnar koma. BÓKAÚTGAFAN NORDRI H F. Aðalútsala: Fralíkastíg 7, Reykjavík. Sími 3987. MMMMI>«''i><4NMMMMMI>$'<4><$><íl><><jMÞií>4MI><#><í>|®''4>4M^'í><(MWM6><#>^4>4MI>4Mi>i!NMMNW!>'jMMHI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.