Vikan - 09.11.1944, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 40, 1944
Kvennaskólinn
Framhald af
Forsaga Kvennaskólans byrjar í raun-
inni um miðja síðustu öld, því að
Thóra Melsteð og Ágústa systir
hennar starfræktu lítinn stúlknaskóla í
Reykjavík á árunum 1851—1858. Hann
var í húsinu númer 3 við Suðurgötu. Thóra
mun þegar á þessum árum hafa haft
áhuga á, að komið væri hér upp mennta-
stofnun fyrir íslenzkar konur, þar sem
Árið 1909 flutti Kvennaskólinn i húsið við Frí-
kirkjuveg 9 og var þá tekin upp sérstök deild í
húsmœðrafræðslu, en hún var lögð niður 1941.
Við húsmæðradeildina kenndu lengst Guðlaug
Sigurðardóttir frá Kaldaðarnesi og Elísabet
Jónasdóttir frá Hnífsdal. Myndin hér að ofan var
tekin í tið Guðlaugar.
aðallega færi fram verklegt nám. Þetta
var rætt við ýmsar málsmetandi konur í
Reykjavík, en úr framkvæmdum varð þó
ekki, því að þær systur fóru til Kaup-
mannahafnar 1853. Þar var móðir þeirra
búsett.
Þegar Thóra giftist 1859 Páli sagnfræð-
ingi Melsteð, þá bættist þessari hugsjón
hennar góður liðsmaður. Þau hjónin voru
sérlega samhent, báru mikla virðingu
hvort fyrir öðru; áhugamál annars varð
áhugamál hins. Páll var kennari við
Latínuskólann og er honum svo lýst af
kunnugum, að hann hafi verið vitur mað-
ur, mikill kennari og vinsæll af nemendum
sínum. Thóra er talin hafa fengið mjög
góða menntun, fyrst á ágætu heimili og
síðan við nám í Kaupmannahöfn, bæði í
bóklegum greinum og hannyrðum. Náms-
gáfur hennár voru ágætar, viljaþrekið
mikið og skapgerðin staðföst. Þessir kost-
ir stuðluðu mjög að því, að kvennaskóla-
hugsjón hennar komst í framkvæmd.
Undirbúningur skólastofnunarinnar skal
ekki rakinn hér, því að það hefir áður
verið gert í þessu blaði (Vikan nr. 6, 11.
febr. 1943), en eftir mikið starf þeirra
Melsteðshjóiia og ýmsra annara, söfnun
fjár utan lands og innan, setti frú Thóra
skólann 1. okt. 1874, í litlu fornlegu húsi,
sem þau hjónin áttu og bjuggu í, við norð-
vesturhom Austurvallar. Markmiðið var
að manna og mennta stúlkurnar, kenna
i
3
sjötíu ára.
forsíðu.
þeim kvenlegar hannyrðir og skrift, ís-
lenzku, reikning og dönsku.
Húsnæði skólans var auðvitað ákaflega
lítið, enda voru námsmeyjar fyrsta vetur-
inn ekki nema níu, og því augljóst, að
skólinn átti ekki mikinn þroska fyrir
höndum, ef ekkert væri aðgert í húsnæðis-
málinu. En þá skeður það, sem er stór-
merkilegt í sögu Kvennaskólans og til svo
mikillar fyrirmyndar, að vert er að halda
því sérstaklega á lofti. Árið 1878 er Páll
Melsteð orðinn hálf-sjötugur, en kona hans
nærri hálf-sextug. Þá afræður hann fyrir
áeggjan konu sinnar að láta rífa litla hús-
ið. sem skólinn hafði verið stofnaður og
starfræktur í, og byggja í staðinn stórt
hús, sem nægja mætti skólanum til fram-
búðar. Hjónin voru efnalítil, urðu að
hleypa sér í stórskuldir eða sem svaraði
þrem fimmtuhlutum af verði nýja húss-
ins. Páll hafði litlar tekjur og óvissar, af
ritstörfum, málfærslu og stundakennslu
við Latínuskólann. Skólastyrkurinn var
svo naumur, að engar líkur voru til þess,
að með honum væri hægt að greiða þá
húsaleigu, sem þurfti til að standast vexti
og afborganir af húsinu. En þau hjónin
áttu kjarkinn og bjartsýnina, sem nauð-
synleg var til þess að hrinda slíku stór-
máli í framkvæmd. Það er fagurt fordæmi
ungum og gömlum. Fyrsta árið gegndi
Thóra Melsteð skólastjórn kauplaust og
maður hennar kenndi íslenzku, sö^u og
Itagnheiður Jónsdóttir hefir verið kennari við
Kvennaskólann yfir 30 ár og skólastjóri síðan
haustið 1941.
landafræði fjóra fyrstu veturna algerlega
endurgjaldslaust.
Þegar nýja húsið hafði verið reist, var
hægt að f jölga námsmeyjum úr 11 í 34 og
í stað eins bekkjar urðu þeir nú tveir og
1888 er þriðja bekknum bætt við og tíu
árum síðar þeim f jórða. Sérstök vefnaðar-
deild var starfrækt í skólanum á árunum
1902—1909.
Thóra Melsteð lagði niður skólastjórn
árið 1906, er hún hafði gengt starfinu í
32 ár, þá komin yfir áttrætt. Heilsa henn-
ar var góð og sálarþrekið óbilað, þrátt
fyrir þennan háa aldur. Friðrik konungur
áttundi sæmdi hana verðleikamerki úr
Framhald á bls. 7.
Mynd þessi var tekin árið 1933 og er af námsmeyjum, sem luku prófi í Kvennaskólanum 10 ár-
um áður. — Fremri röð (talið frá vinstri): Jóna Erlendsdóttir, Elin Hafstein, Kristin Finnsdóttir,
Ingibjörg H. Bjamason, þáverandi forstöðukona, Ragnheiður Jónsdóttir, kennari, núverandi for-
stöðukona, Helga Helgadóttir, Ólöf Sveinbjörnsson, Margrét Halldórsdóttir, Ásta Pétursdóttir. —
Aftari röð (frá vinstri): Kristín Högnadóttir, Soffía Sigurðardóttir, Dórothea Breiðfjörð, Dagmar
Lúðvíksdóttir, Unnur Kristjánsdóttir, Margrét Schram, Valgerður Guðmundsdóttir, Sigrún Bjarna-
dóttir, Katrin Brynjólfsdóttir, Soffia Straumfjörð, Laura Proppé, Sigrún Stefánsdóttir.