Vikan


Vikan - 06.12.1945, Page 4

Vikan - 06.12.1945, Page 4
4 VIKAN, nr. 49, 1945 Lávdrðshjónin. Otóra, glæsilega „Daimler" bifreiðin ^ hægði ferðina og nam svo staðar í vagnaröðinni fyrir framan höllina. Öku- maðurinn stöðvaði vélina, krosslagði hend- urnar varfærnislega og hagræddi sér í sætinu fyrir hina löngu bið. 1 bifreiðinni sátu lávarðurinn af Marl- ington ásamt frú sinni og átján ára dótt- ur, Diönu Clive Marlington. Glugginn í stóru „Daimler“ bifreiðinni var opinn og hið sama var að segja um gluggann í „Lanchaster" bifreiðinni, sem stóð samsíða henni. Fólkið í þeim báðum gægðist í laumi á hvort annað. Frú Crossway-Percival dáðist að heið- ursmerkjaröð Marlingtons lávarðar, því að hún var hershöfðingjafrú og bar skyn á slíka hluti. En breiða, bláa bandið á brjósti hans hafði mikil áhrif á báðar dæt- ur hennar. Ef lávarðurinn af Marlington hefði verið yngri maður, þá hefðu þær vafalaust haft meiri áhuga á heiðurs- merkjum hans. Þær horfðu með aðdáun á lávarðar- frúna. „Mamma, sérðu demantana hennar?“ ,,Þei“, hvíslaði frú Crossway-Percival, „þau geta heyrt hvert orð, sem þið segið.“ Ungu stúlkumar þögðu um stund, tóku að lagfæra leggingarnar á kjólunum sín- um og toga í hvítu, háu hanzkana. Þær hvísluðust á um taugaóstyrk sinn og kvíða. „Þetta er að verða þreytandi," sagði Marlington lávarður við konu sína. „Við komumst tæplega inn fyrr en klukkan hálf átta. Ef ég hefði nú haft með mér prjónana mína,“ svaraði frú Marling- ton og andvarpaði. „Lokuð inni hjá eiginmanninum í heilan klukkutíma!" sagði Marlington lávarður og hló lágt og ertnislega, „þú verður að sætta þig við það — en það er bót í máli, að það kemur ekki oft fyrir.“ „En elsku Almeric!" Hún lagði hanzkaklædda hönd sína á handlegg hans og brosti ásakandi. Síðan leit hún á Diönu, sem sat gegnt þeim og fitlaði við rauðan rósavönd sinn og líktist hún emna helzt nýútsprunginni rós. „Pabbi þvaðrar oft svo mikinn þvætt- ing, mamma.“ Marlington lávarður rak upp dynjandi hlátur, svo að frú Crossway-Percival leit undrandi við. „Hvað segir þú, barn? Þvaðrar faðir þinn?“ Fore'dramír skutu oft þannig máli sínu undir dóm dóttur sinnar, eins og hún væri eina bandið, sem tengdi þau saman og Diana hafði, annarshuvar, gert út um þetta málefni. Hún hafði verið að velta fyrir sér. hvers vegna ungu stúlkurnar í næstu bifreið horfðu svona áfergjulega á hana. „Þið eruð bæði yndæl og ánægjulegt að Smásaga eftir LADY TKOIJBKIDGE. vera hjá ykkur, en ég vildi, að eitthvað æsandi kæmi fyrir.“ „Það á að kynna þig fyrir drottning- unni — er það ekki til að vekja hjá þér eftirvæntingu?" sagði móðir hennar. „Það er mjög skemmtilegt, en þó lam- andi.“ „Vertu hughraust, Diana! Ég er viss um, að engin stúlkan getur jafnast á við þig og móður þína að fegurð.“ Frú Marlington sneri sér við og horfði á eiginmann sinn. Bláu, fögru augun henn- ar voru viðutan og virtist hugur hennar dvelja langt í burtu. Lávarðurinn veitti þessu athygli. Þeirri hugsun skaut upp í huga hans, að hann hefði í raun og veru aldrei skilið konuna sína — en hann var sennilega ekki sá eini, sem það hafði hent, fæstir karlmenn gátu botnað í duttlunga- I V E I S T U —? I = 1. Fallöxin var fundin upp, til aíTförðast | pyndingar þess, sem af lífi var tekinn. | Hver fann hana upp? 1 2. Hver var höfundur þróunarkenningar- í = innar ? : i 3. Hvaða dýr ná hæetum aldri? í 4. Hvað heitir eyjan með bláa hellinum, [ sem liggur undan Neapel? § i 5. Hvað heitir stærsta eyja heimsins, að | Ástraliu undanskilinni ? i 6. Hvenær kom Kristján X. Danakonung- | ur til ríkis? | 1 7, Eftir hvem er óperan „Madame Butt- i : erfly?“ 1 i 8. Með hvaða eitri er blaðlúsum eitt? i 9. Hvað þýðir orðið „Symfoni"? [ 10. Hver var Uranus i grisku goðafræð- | : inni ? : Sjá svör á bls. 14. fullum og óvæntum skapbrigðum kven- fólksins. Hann reyndi að verjast þessari hugsun og opnaði kvöldblaðið, sem hann hafði munað að taka með sér og sökkti sér niður í lestur á íþróttafréttum. Ungu stúlkurnar í hinni bifreiðinni störðu aftur á Diönu. Hún heyrði hvíslið í þeim. „Sérðu, Pam, hún hefir snjóhvítan lokk í gylltu hárinu.“ Diana dró gluggarúðuna upp í flýti. Síðan strauk hún ósjálfrátt hárið á sér frá enninu. Sóhn hellti geislum sínum yfir gljáfægð- ar bifreiðarnar. Frú Marlington fitlaði óþolinmóð við blævæng sinn, sem var gerð- ur úr strútsfjöðrum. „Það er óþolandi heitt héma. Dragðu gluggarúðuna niður, Diana.“ Hún leit á klukkuna í bifreiðinni. Þau gátu ekki vonast eftir að komast að, fyrr en að hálftíma liðnum. „Eru nokkur markverð tíðindi í blöðim- um, Almeric?" spurði hún, „ég gaf mér eigi tíma til að lesa þau, áður en við fórum.“ „Já“, svaraði hann seinlega og horfði á fyrirsögn, sem var prentuð feitu letri. „Það hefir viljað til hræðilegt flugslys. Þekktur maður fórst í því, Hugh Arden. Manstu eftir honum, Juliet? Hann heim- sótti okkur einu sinni í Bombay og ferð- aðist heim með sama skipi og þú. Þú manst ef til vill ekki eftir honum :— núna eru nítján ár síðan.“ „Segir þú, að hann hafi farizt?“ „Já, veslings maðurinn er dáinn. Taktu ekki blaðið, ég skal heldur lesa það fyrir þig, mig langar til að líta betur á gengis- málin.“ Hönd frú Marlington, sem hún hafði teygt fram eftir blaðinu, féll máttvana í keltu hennar og þreif með krampakenndu taki um blævænginn. Frú Crossway-Perci- val, sem gaf henni gætur í laumi, sá, að hún lokaði augunum. Það var undarlegt að vera syf juð á slíkri stundu, sem þessari! I fyrstu hafði hún dáðst að fíngerðri feg- urð lávarðarfrúarinnar, en nú fannst henni hún skyndilega verða ellileg — djúpar þreytu-hrukkur komu í ljós við munninn. „Hann hafði tekið sér flugfar frá Genf til Parísar, en skammt frá borginni hafði flugvélin hrapað til jarðar. Frakkar tala með mikilli hluttekningu um atburðinn — sjónarvottur skýrir frá — þetta var ókvongaður maður —.“ Lávarðurinn andvarpaði og fletti blað- inu og tók að lesa um gengismálin. „Mamma, þú hefir brotið blævænginn þinn,“ sagði Diana forviða. „Já, það hefi ég gert,“ sagði frú Marl- ington veikum rómi, „ég skil ekki, hvernig það hefir hent.“ Með stimuðu brosi rétti hún úr krepptri greipinni. „Þú hefir tekið svona harkalega á hon- um,“ sagði Diana. „Sjáðu, breiðu skiald- bökuspengumar hafa hrokkið í sundur í Framh. á, bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.