Vikan - 14.08.1947, Page 3
VIKAN, nr. 33, 1947
3
Þessi mynd er úr „búðinni." Búðin er miðstöð viðskiptalífsins í þorpinu;
þar fá þorpsbúar allar nauðsynjar sínar til fæðis og klæðis og annarra
þarfa.
Þessi mynd er frá „kránni" í Lacock. Kráin er samkomustaður karlmann-
anna í þorpinu. Þar koma þeir saman að loknu dagsverki og skemmta
sér við samræður, spil og bjórdrykkju.
Lífiö í enskum sveitaþorpum
(Sjá mynd á bls. 2).
Sveitaþorpin voru um langan aldur hyrning-
arsteinninn í ensku þjóðlífi, og enn er það svo
að „flestir Englendingar eru sveitamenn í hjarta
sínu.“ Kirkjan, kráin og „búðin“ eru þrír megin-
þættirnir í lífi þorpsbúa. Englendingar eru
kirkjuræknir, og þó að presturinn sé ekki eins
valdamikill og hann var, snertir starf hans lif allra
þorpsbúa; hann skírir þá, giftir þá og jarðar þá
og hefir oft á tíðum forustu í félagslífi þeirra.'
En kráin er þó enn stærri þáttur í daglegu lífi
þorpsbúa — það er að segja karlmannanna, því
að enn er það svo, að ekki er talið viðeigandi að
konur venji þangað komur sínar. Á lcvöldin að
loknu dagsverki leita karlmennirnir í þorpinu
þangað og skeggræða um landsins gagn og nauð-
synjar, hver með sína bjórkollu. „Búðin“ er við-
skiptamiðstöðin í þorpinu. Þar fá þorpsbúar
keyptar allar daglegar nauðsynjar til fæðis og
klæðis. Búðin hefir oft verið í eigu sömu fjöl-
skyldu kynslóð fram af kynslóð, og lætur hún sér
jafnan annt um að sjá fyrir þörfum allra, sem til
hennar leita.
Kóngur kúrekanna
Roy bjargar tveim mannslífum.
Kvikmyndaleikarinn Roy Rogers
1. „Ótætis þorparinn þinn!“ hrópar Ted Wallis. „Ég
kæri mig ekki um að hafa lúmska þjófa í vinnu hjá
mér. Hypjaðu þig burtu áður en Roý vinúr minn fer á
stúfana!" Rödd húsbóndans titrar af reiði um leið og
hann snýr sér að Hank Samúels, kúreka, sem staðinn
hafði verið að því að stela úr skemmunni.
2. Samúels gýtur illilega til hans augunum. „Ég skal
ná mér niðri á þér!“ tautar hann um leið og hann læðist
burt. Reiðin svall honum í brjósti og um leið og hann geng-
ur framhjá nautagirðingunni, nemur hann skyndilega stað-
ar; honum hafði dottið í hug ráð til að hefna sín. „Hann
hefir gott af því,“ tautar hann um leið og hann opnar
hliðið á nautagirðingunni.
3. Á næstu sekúndu ryðjast nautin út úr girð-
• ingunni og taka á rás eftir uppþornuðum árfar-
vegi. Roy Rogers sér þetta og tekur til fótanna.
„Nautin hafa brotizt út!“ hrópar hann, en allt í
einu fer svo kaldur skelfingarhrollur um hann.
Niðri í árfarveginum kemur hann auga á son
húsbóndans!
4. Roy er jafnan viðbragðsfljótur. „Vertu ekki
hræddur!" kallar hann. „Stattu kyrr!“ hrópar
hann um leið og hann tekur til fótanna í áttina
til drengsins. Það er aðeins eitt ráð til bjargar.
Nautin nálgast óðfluga og jörðin skelfur undan
fótataki þeirra, en Roy tekur undir sig stökk
og vegur sig upp i stórt tré.
5. Hann sveiflar sér út á grein, sem slútir yfir
árfarveginn, krækir hnésbótunum um greinina og
lætur sig hanga með höfuðið niður. Hann sveiflar
sér áfram, teygir sig í áttina til drengsins og nær
í handleggina á honum. Það brakar i vöðvum
hans um leið og hann vegur drenginn upp til sín.
(Niðurlag sögunnar kemur í næsta blaðl).