Vikan


Vikan - 11.09.1947, Side 7

Vikan - 11.09.1947, Side 7
VIKAN, nr. 37, 1947 7 Vlada og sonur Kennar (Ótrúleg, en sönn saga úr síðasta stríði) I júgóslaviskum blöðum stóð þessi frá- sögn fyrir skömmu. Vorið 1943 yfir- gaf Vlada Propovich borgina Belgrad með litla drenginn sinn, sem var átta ára. Vlada var ung kona. Hún leitaði uppi skæruliða- flokk. Fyrir fáum dögum hafði hún mót- tekið öskukrukku. Það var askan af manni hennar. Hann hafði verið skotinn í þýzk- um fangabúðum. Sorg Vlödu var svo mikil að hún gat ekki grátið. Hefndin logaði í sál hennar. Hún ákvað að hefna manns síns með öllum mætti sínum. Vlada leiddi drenginn sinn uppí bosnisku fjöllin. Þar fann hún lítinn hóp skæruliða. Aðseturs- staður hans var vel falinn. Þarna fékk Vlada að vera með drenginn sinn. Hún hafði mikið að gera við matreiðslu, og hjúkrun sjúkra. Ekki var tími til þess að kenna litla Pavel. Þó kenndi Vlada honum bókstafina. Hún ritaði þá á flag með priki, eða gerði mynd af þeim með smáspýtum. Sumarið leið. Er veturinn kom varð þröngt í búi. Bændurnir í nágrenninu voru ekki lengur aflögufærir. Eða réttara sagt gátu ekki látið nóg af mörkum. Skæruliðunum leið illa af sulti og kulda. Hríðardag nokkurn fóru tveir skæruliðar til næsta þorps. Þetta var mikil hættuför. Þeir komust aftur til aðseturs- staðarins. En Þjóðverjar höfðu orðið þeirra varir, og eltu þá. Það kom til bardaga. Hann var harður. Júgóslavnesku ættjarð- arvinirnir börðust eins og ljón og feldu marga Þjóðverja. En þeir biðu að lokum ósigur. Allar konur, einnig Vlada og dreng- urinn, voru teknar til fanga. Þeim var mis- þyrmt og fanganúmer rispað á þær. Að því loknu voru allir fangarnir, menn og konur, rekin uppí járnbrautarvagnana, og átti að flytja fólk þetta til Póllands. Þessi lest, hlaðinn óhamingjusömu fólki, hélt svo leiðar sinnar. Það var ekið dag og nótt án þess fólkið fengi vott né þurt og kuldinn kvaldi það. Við og við voru dyrn- ar opnaðai' og þeim dauðu fleygt út. Á þriðja degi gátu fangarnir gert dálitla rifu á hurðina. En rifan var ekki nógu stór til þess að fullorðinn maður gæti komist út. En Vlada áleit að drengurinn kæmist út um hana. Þetta var þó veik von. Hún bjóst við að böðlarnir yrðu drengsins varir, og skytu hann, þó að hún gæti ýtt honum út. Vlada trúði því að einhver góðhjartaður maður fyndi drenginn og bjargaði honum. Eitt sinn er lestin hægði ferðina, vegna þess að hún fór upp bratta brekku, ýtti Vlada litla drengnum sínum út um rifuna. Hún hlustaði með öndina í hálsinum hvort hún heyrði skot. En svo var ekki. Og hægði henni þá. Hún vonaði að drengurinn kæmist lífs af. Vlada var ekki flutt til gasklefanna í Oswieczim. Hún var svo ung og hraust að hún var sett í vinnu í fangabúðunum. Þar Framhald á bls. 15. FELUMYND. Hvar er kærasti stúlkunnar? Kóngur kúrekanna Roy Rogers í þjófaleít. Kvikmyndaleikarinn Roy Rogers 1. Roy er að leita að fiæknigsnautum á sólbakaðri slétt- unni og nemur staðar við ársprænu til að brynna Þjósta, gæðingnum sínum. Allt í einu heyrir Roy hófaskelli að baki sér. Hann vindur sér við í hnakknum og sér fjóra hesta, sem hafa fælst, með vagn í eftirdragi. 2. Ekillinn situr ráðalaus í ekilsætinu og er búinn að missa taumana. Roy snýr Þjósta við og þeysir á eftir vagninum. Um leið og hann kemur á hlið við forustu- hestinn, vegur hann sig á loft í hnakknum og sveiflar sér af heljarafli á bak honum. 3. Andartak virðist svo sem Roy ætli að missa jafnvægið og detta af baki fyrir fætur hinna trylltu hesta, en svo tekst honum að ná í taum- ana. Hann réttir sig við í hnakknum og togar af öllum mætti í taumana. Hestamir stillast og von bráðar nema þeir staðar. 4. Ekillinn segir sínar farir ekki sléttar. „Litill strákpatti miðaði á mig skammbyssu og skipaði mér að láta sig hafa peningana mína. Eg varð að láta hann hafa 400 dollara og svo fældi hann fyrir mér hestana!” Roy þeysti af stað til að leita að ræningjanum. 5. Roy veitist auðvelt að rekja slóð ræningj- ans, því á slóðinni mátti sjá, að hesturinn hans var með brotna skeifu á einum fæti. Brátt kemur hann að hrörlegum bjálkakofa. Hann fer af baki, dregur upp skammbyssuna og læðist með spenntá byssuna að kofadyrunum. (Niðurlag sögunnar kemur í næsta blaöi).

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.