Vikan


Vikan - 03.06.1948, Qupperneq 10

Vikan - 03.06.1948, Qupperneq 10
10 VIKAN, nr. 23, 1948 Varast skal að skella hurðinni á bakaraofninum í rafmagnseldavélinni eða láta eitthvað þungt á hana, þeg- ar hún er opin, þvi að hún getur hæglega undizt svo, að hún falli ekki vel aftur, og þá heldur ofninn illa hitanum. Yfirleitt er nauðsynlegt að fara mjög varlega með hurðina. " Sópar endast betur og eru betri i notkun, ef þeim er dýft í vatn einu sinni í viku og síðan hengdir upp til þerris. Aldrei skyldi maður Iáta sópa hvíla á hárinu, heldur eiga þeir að hanga eða standa á skaftinu. Gluggaþvottur Áhöld: Klútur til að leggja í gluggakistuna, svo að hún skemm- ist ekki, hreingerningarefnið í íláti, klútar eða dagblöð og þvottaskinn. Það á ekki að hreinsa rúðumar, þegar sólin skín á þær, þvi að þá gufar hreingemingarefnið svo fljótt upp, að hætt er við að þær verði rákóttar. Auk þess er erfitt að sjá fyrir sólargeislunum hvort rúðurnar verða gljáandi. Ef standa þarf í gluggakistunni, á að hafa klút eða pappa undir, en ekki dagblöð, því að prentsvertan lit- ar frá sér. Ef stúlkan þarf einnig að stíga á múrbrúnina fyrir utan, er ráðlegra að hún bindi taug utan um sig í gluggarimilinn. Þótt ömggara sé að- hafa taugina, verður þó að fara varlega, því að gluggarimillinn getur reynzt ótraustur. -- Hreingemingarefnið þarf að vera í litlum ílátum, svo sem litlu „emiler- uðum“ skálum. I staðinn fyrir dulu má nota samanvöðlað og elt dag- blað. Gætið þess, að prentsvertan liti ekki frá sér á gluggarimlana. Séu rúðumar aðeins rykugar, næg- ir stundum að þurrka aðeins yfir þær með dagblaðinu. Nýlegum málningarslettum er náð af rúðunum með terpentínu, en séu sletturnar orðnar gamlar og harð- ar, eru þær ,,skornar“ af með rak- blaði. Efri rúðurnar eru hreinsaðar fyrst. þvo þá með því að sprauta á þá að utan og fara yfir þá með kúst á löngu skafti. Nuddað er upp og niður rúð- una og síðan til hliðar og farið vel út í homin. Ef miklu vatni er hellt eða spraut- að yfir rúðuna, er óþarfi að núa hana á eftir, annars er það gert með þurru þvottaskinni eða dulu. Þvottur úr ediksvatni. Ediki er blandað saman við vatn í hlutföllunum 1 á móti 5. Elt dag- blað er undið upp úr ediksblöndunni og rúðan þvegin með þvi. Á eftir er þurrkað yfir með þurru dagblaði og þvottaskinni. Þvottur úr krítarblöndu. Hreinni krít er blandað saman við vatn (eða spritt) svo að úr því verð- ur grautur. Þunnu lagi af þessu er svo nuddað á rúðuna og síðan þurrk- að af. Sé of mikil krít í blöndunni, er það óþægilegt. Betra er að blanda vatnið spritti eða hafa eingöngu spritt á móti krítinni. Þetta gluggahreins- unarefni jafnast á við löginn, sem seldur er í verzlunum. Þegar rúðurnar em orðnar gljá- andi, eru gluggarimlamir og kistan þurrkuð. Varizt að hengja blautar regnkáp- ur nálægt miðstöðvarofni. Strjúkið úr fellingum, svo að ekki myndist sprungur. Kvikmyndaleikkonan Barbara Logan í Hollywood sést hér á myndinni með sjö vikna gamlan Ijónsunga í bandi. Barbara segir, að sig hafi alltaf langað til að eignast konung fmmskóganna sem kjöltudýr, og að samkomulagið milli tveggja hunda, kettlings og ljónsungans, sem öll em á heimili hennar, sé ágætt. Ef þér viljið ná smurningsolíu úr fötum, sem þola þvott, þá skuluð þér fyrst skafa með bitlausum hníf það, .sem laust liggur af olíunni. Því næst skuluð þér nudda blettinn með tólg þangað til hann tekur ekki við meiru. Skafið síðan af tólgina og þvoið flík- ina. Ef flíkin þolir ekki þvott, þá skuluð þér strjúka blettinn með dulu vættri í koltetracloríd blettavatni. Rauðsprettugeirar með tómatbrauði. 2 feitar rauðsprettur (ca. 1 kg.), 4 sneiðar franskbrauð, 4 tómat- ar, salt, smjör, hveiti, eggjahvíta, rasp, feiti, 2 sítrónur. Rauðsprettan er flökuð og roðið tekið af. Velt upp úr salti, hveiti, eggjahvítu og raspi og steikt í feiti eða eintómu smjöri. Franskbrauð- sneiðamar skomar í tvennt á ská og smurðar með smjöri. Áhverja sneið em lagðar nokkrar tómatsneiðar og salti stráð yfir. Þetta er nú glóðað í heitum ofni. Rétturinn er fram bor- inn þannig, að á mitt fatið er sett skál með ,,remoulade“-sósu og í kring raðað brauðinu og rauðsprettugeir- unum, skreytt með pétursselju og salatblöðum. Grænmetissúpa. 2 1. vatn, 300 gr. hvítkál, 125 gr. persille, 200 gr. púrrur, 250 gr. kartöflur, 250 gr. gulrætur, 50 gr. smjörlíki, salt. Grænmetið er þvegið og kartöfl- urnar afhýddar. Allt síðan skorið í aflangar ræmur. Smjörið sett í pott ■ og grænmetið látið þar út í. Síðan er saltinu stráð yfir og að lokum sjóð- andi vatninu. Látið sjóða í 1 klst. Gott er að bragðbæta svona súpu með soðkrafti. Hlýlegur jakki og hentugur í ferða- lögum. HÚ 5 RÁÐ Nauðsynlegt er að hreinsa hár og þræði úr hverfiburstanum í ryksug- unni. Þvottur úr hreinu vatni. Rúðurnar em þvegnar með svampi eða mjúkri dulu upp úr hreinu vatni. Ef gluggarnir em ekki hátt uppi, má Þvottur úr vatni og spritti. Hlutföllin em 1 á móti 2. Áðferð- in er sú sama og við ediksþvottinn. Spritt er einkum notað þegar frost er, en það er dýrt og notar fólk það þess vegna minna. Rúðurnar fá líka bláleitan blæ eftir nokkra daga, ef spritt hefir verið borið á þær. HEIMILIÐ IUalseðillinn TIZKUMYND

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.