Vikan


Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 2

Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 24, 1948 PÓSTURINN • Kæra Vika! Þú sem allt veizt; mig langar til að kvabba á þér eftirfarandi: Viltu vera svo góð, að gefa mér upplýsingar um Gene Autry, um heimilisfang hans, hvenær hann var fæddur, og hvort hann er giftur, og þá hverri, hvað mörg böm, og helzt að birta mynd af honum, ef þú get- ur. Með fyrirfram þakklæti. E. R. Svar: Gene Autry er fæddur 29. sept. 1907 í Tioga í Texas. Kvænt- J ur er hann Ina Mae Spivey og eiga þau ekkert bam. Heimilisfangið höf- um við ekki að svo stöddu, en kvik- myndatökufélag hans er: Republic, 4024 Radford Ave., N. Hollywood, Calif. Kæra Vika! Getur þú kæra Vika sagt mér hvemig ég á að útvega mér ein- hvem Vestur-lslending til þess að skrifast á við. Auðvitað á íslenzku. Vonast eftir svari fljótt. Kær kveðja. Ásta. P. S. Hvað lestu úr skriftinni? Svar: Skrifaðu vesturíslenzku blöð- unum, t. d. Heimskringlu. Heimilis- fang hennar er 853 Sargent Ave, Winnipeg. — Lesum ekki úr skrift. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Henný Þórðardóttir (16—19 ára), Lambastöðum, Hraungerðishrepp, Flóa, Ámessýslu. Jóna Júlíusdóttir (20—25 ára, við pilt eða stúlku á ísafirði), Freyju- götu 25, Reykjavík. Valgerður Hraundal (við pilta 16— 18 ára), Stokkseyri. Guðleifur Sigurjónsson (15—17 ára), Vesturgötu 10, Keflavík. Lára Lámsdóttir, Aðalgötu 1, Sauð- árkróki. Soffía Lámsdóttir Eyrargötu 2, Sauðárkróki. Gústaf Leifsson (við stúlku 14—16 ára, æskilegt að mynd fylgi), Eskifirði. Elís S. Andrésson (við stúlku 14—16 ára, æskilegt að mynd fylgi), Eskifirði. Jón P. Andrésson (við stúlku 16—18 ára, æskilegt að mynd fylgi), Eskifirði. Sundkeppní Norömanna og íslendinga (Sjá forsíðu). Dagana 9. og 11. maí var háð í Sundhöll Reykjavíkur keppni i sundi milli Norðmanna og Islendinga. For- seti l.S.l., Ben. G. Waage, setti mótið með ræðu og bauð hina norsku gesti velkomna, en fararstjóri Norðmanna, Rolf Johannsen, þakkaði með stuttu ávarpi. Eftir að þjóðsöngvar beggja landa höfðu verið leiknir, hófst keppn- in. Var áhugi áhorfenda mjög mikill þegar frá byrjun, því mjög var óvíst um úrslit í þessu móti, en það fór svo, að fyrsti dagurinn endaði með sigri Islendinga. Alls fékk Island 24 stig, en Noregur 20 st. Þar að auki vom sett 3 ný ísl. met: í 200 m. bringusundi karla, Sig. Jónsson, HSÞ., 2:45,1 mín., 100 m/skriðsund karla, Ari Guðmundsson, 60,5 sek., og 3x100 m. boðsund kvenna, sveit Ár- manns. 4:20,4 mín. Þrátt fyrir glæsi- lega frammistöðu okkar manna fyrsta daginn, var þó allt i óvissu með end- anleg&n sigur Islendinga, þegar keppnin byrjaði seinni daginn, sér- staklega vegna yfirburða norsku sundstúlknanna. En ótti okkar Is- lendinga var ástæðulaus, sérstaklega eftir hinn óvænta og glæsilega tvö- falda sigur í 100 m. baksundi karla, þar sem Ólafur Guðmundsson sigr- aði, með Guðm. Ingólfsson nr. 2. Þessi úrslit komu mjög á óvart, og náðu fagnaðarlæti áhorfenda hámarki sínu við þennan sigur. Það má segja, að ísl. metin hafi hmnið ört á þessu móti. Seinni daginn vom sett 4 ný ísl. met: í 400 m. skriðsundi karla, Ari Guðmundsson 5:09,6 mín., í 100 m. skriðsundi kvenna urðu norsku stúlkumar nr. 1—2, en Kolbrún Ólafs- dóttir nr. 3 á ísl. meti, 1:15,3 mín., í 100 m. baksundi kvenna sigraði Bea Ballintijn, en Kolbrún varð önn- ur á ísl. meti, 1:26,7 mín., og i 3x100 m. boðsundi karla sigraði sveit Isl. á 3:37,7 mín., ísl. meti. Úrslit 1. rtiillilandakeppni Islend- inga og Norðmanna i sundi urðu því, að Island sigraði með 52% stigi, en Noregur fékk 46% st. Mótið fór í alla staði mjög vel fram, var spenn- andi frá upphafi til enda og drengi- lega sigrað og tapað hjá báðum að- ilum. Erlingur Pálsson sleit mótinu með stuttri ræðu og bað mannfjöld- ann að hrópa ferfallt húrra fyrir simd- mönnunum. Húsfyllir var í sundhöil- inni báða dagana. Sex nýjar bækur frá NORÐRA Sameinuðu Þjóðirnar, r«-.- eftir prófessor Olaf Jóhannesson. Gagnmerk bók, sem hver einasti maður verður að eign- ast, sem fylgjast vill með starfsemi þeirrar stofnunar, sem mestu ræður um örlög heimsins. Ný bók eftir höfimd Glitra daggir, grær fold: Katrín Karlotta Sænska skáldkonan, Margit Söderholm, er áður kunn hér á landi af hinni miklu og vinsælu skáldsögu sinni Glitra daggir, grær fold. Katrín Karlotta er ung og glæsileg stúlka. Sextán ára gömul giftist hún greifanum af Tyrsta, sem er lífsreynd- ur herramaður. — Sagan lýsir m. a. ástlausu hjóna- bandi og ægilegri reynslu hinnar bamungu greifafrúar. Katrín Karlotta er þróttmikil og stórbrotin skemmti- saga, og þar er ekki farið í felur með neitt. Mannlýsing- ar allar litríkar og lifandi. Katrín Karlotta er bókin, sem menn lesa sér til hvíldar í vorönnunum og til ánægjuauka í suniarleyiummi. Grænir hagar. Þetta er þriðja bókin, sem birtist á íslenzku eftir skáld- konuna Mary O’Hara. Hinar tvær em: Trygg ertu Toppa og Sörli sonur Toppu. — Skemmtileg og áhrifarík saga. Beverly Gray á ferðalagi. Beverly Gray-bækumar eru nú orðnar sex að tölu, og njóta sívaxandi hylli meðal ungra stúlkna. Benni í Suðurhöfum. Allir drengir hafa tekið ástfóstri við Benna-bækurnar, enda hafa þær flest það til bmnns að bera sem hraust- um og athafnamiklum drengjum fellur best í geð. Áður er útkomnar: Benni í leyniþjónustunni, Benni í frum- skógmn Ameríku, Benni á perluveiðum. Loftur Guðmxmdsson: Þrír drengir í vegavinnu 4. Óskabókin: nefnist fyrsta sagan eftir íslenskan höfund, sem val- in hefir verið í hinn vinsæla Óskabóka-flokk. — Saga þessi er bráðskemmtileg og segir frá ökudrengjum í vegavinnu, ævintýmm þeirra og daglegu starfi. — Og í tjöldum vegavinnumanna iðar allt af fjöri og lífsgleði í faðmi islenskrar náttúru. Áður útkomnar Óskabækur: 1. óskabókin: Hilda á Hóli. 2. — — Börnin á Svörtutjörnum. 3. — — Kata bjamarbani. Gefið börnunum yðar Óskabækurnar, úrval þess bezta sem skráð er fyrir börn 7 til 14 ára og eldri. Otgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.