Vikan


Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 15

Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 24, 1948 15 „Grámann“ Framhald af bls. 7. um Jóns Ámasonar og hefst á þess- um alkunnu orðum: Einu sinni var kóngur og drottning í riki sinu, og karl og kerling í koti sinu . . . , og og leikurinn er um þau og kóngs- dóttur og kóngsson — að ógleymd- um hestinum, sem leikur ákaflega skemmtilegt hlutverk. Það er hrein furða, hve leikstjór- anum, Ævari Kvaran, hefir tekizt að ná fram góðum leik hjá börnunum, sem eru öll undir fjórtán ára aldri og viðvaningar. Leikur sumra barn- anna var sérlega góður og heildar- svipurinn ágætur, þótt skilyrði séu þama ekki eins góð og þörf væri á. Leikendur eru þessir: Anna Stína Þórarins (leikur kerlingu), Valur Gústafsson (karl), Steinunn Mart- einsdóttir (Grámann), Friðrika Geirs- dóttir (sauðamann), Sif Þórz (tungl), Ingibjörg Stephensen (kóng), Klara Óskarsdóttir (drottningu), Ölafur Björgúlfsson (kóngsmann), Lúðvík Hjaltason og Haraldur Helgason (Faxa furðuklár), og Ása Jónsdótt- ir (kóngsdóttur). Tónlistina annast Jórunn Viðar, dansaiia Sif Þórz, leiktjaldamálun Sigfús Halldórsson, leiktjaldasmíði Kristinn Friðfinnsson, leiksviðsstjóm Finnur Kristinsson, búninga Jónina Hannesdóttir, smínk- un Haraldur Adolfsson, hárgreiðslu Magnþóra Magnúsdóttir og ljósa- búnað Hallgrimur Bachmann. Ein- leik á flautu leikur Ferdínandsson. Elin Ingvarsdóttir talar til barn- anna í upphafi sýningarinnar. Úr ýmsum áttum — Til þess að geyma dagblöðin fyrir síðari kynslóðir hefir verið tekið það ráð að ljósmynda þau. Mynda- ræman, sem notuð er er ekki breið- ari en litarbandið á ritvél og á 75 metra ræmu má koma þannig fyrir 1600 dagblaðasíðum. ! ! ! Von Wendt prófessor í Helsing- fors heldur þvi fram að mjólk eigi að geyma í svörtum 'flöskum, því að hún muni innihalda langtum meira C-bætiefni, ef sól nái ekki að skina á hana. ; i. i Býfluga hefir mjög takmarkaða likamskrafta. Til þess að geta gef- ið af sér % kilo af hunangi verður ein býfluga að vinna dag og nótt i 25 ár. Á fæðingarstofnuninni: Stúlkan: Hann er svo hamingjusam- ur yfir því að hafa eignast fjórbura!" \ — 3 merkar bækur Jane Eyre eftir Charlotte Bronte Þetta er ógleymanleg bók, enda hefir hún farið sigurför um allan hinn siðmenntaða heim. — Jane Eyre, umkomulausa, ófríða stúlkan, sem flyzt á heimili auðugs manns, verður örlagavaldur hans. Margar torfærur verða á vegi hennar, sorgir og vonbrigði setja mark sitt á andlitið og móta hana í deiglu reynslunnar. En ástin sigrar að lokum þeg- ar öll sund virðast lokuð. Jane Eyre er talin eitt af mestu snilldarverkum, sem samin hafa verið á enska tungu. Landnám í nýjum heimi eftir Steingrím Arason kennara. i Þetta er merk bók, sem á að fræða þjóðina um hin 1 nýju alþjóðasamtök til vamar gegn ofbeldi og kúgun. Landnám í nýjum heimi er bók, sem hver hugsandi maður þarf að kynnast. Björgun og lífgun Ný bók eftir þá Jón Oddgeir Jónsson og Vigni Andrésson. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi segir m. a. i formála: „I bókinni Björgun og lífgun eru dregin saman öll þau atriði, sem almenningur þarf að vita og kunna, til þess að geta bjargað sjálfum sér og öðrum úr vatni, jafnt auðu sem ísilögðu.“ — 1 bók- inni eru margar nýjungar, sem ekki hafa áður birzt á íslenzku og mikill fjöldi ágætra mynda, efninu til skýringar. Bókaverzlun ísafoldar. _______

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.