Vikan


Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 13

Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 24, 1948 13 Þóra, Ragnar loðbrók og lindiormurinn Barnasaga Fyrir löngu, fyrir meira en þúsund árum, bjó höfðingi nokkur í Svíþjóð. Það var Herrauður jari. Kona hans var dáin, en hann átti litla dóttur, sem hét Þóra. Hún var fegursta og bezta telpa í heimi, að dómi föður- ins. En þetta var líka almannaróm- ur, því hún var bæði fögur og góð. Dag einn, er jarlinn reið heimleið- is, mundi hann eftir því, að litla dótt- ir hans átti afmæli þennan dag. Hon- um féll það illa að hafa enga af- mælisgjöf hana Þóru. En þá voru ekki sölubúðir hvarvetna, eins og nú, og ekki hægt að kaupa ’hvað, sem hugurinn girntist'. , Þá kom smávaxinn maður til jarls- ins. Hann var neðanjarðarbúi, eða öðru nafni dvergur. Hann mælti: ,,Ég hefi gjöf handa Þóru, ef jarlinum þóknast að veita henni viðtöku.“ „Láttu mig sjá gjöfina,“ svaraði jarlinn. Dvergurinn rétti honum litla, fagra öskju. „Hið bezta er innan í,“ sagði dverg- urinn. En enginn annar en Þóra get- ur opnað öskjuna." Jarlinn varð glaður og reið heim. Þóra varð forvitin, er hún fékk öskjuna. Hún opnaði hana. Og hvað haldið þið að hafi verið í öskjunni ? Það var lítil, falleg slanga. Hún lá á silkikodda. Slangan var álika löng og fingur manns og grannvaxin. Hún var litfögur. Þóra varð glöð og hafði gaman af slöngunni. Og jarlinn var ánægð- ur yfir þessari heppni að fá afmælis- gjöf handa dóttur sinni. í fyrstu át slangan einungis fáeina brauðmola og drakk nokkra dropa af mjólk. En er hún óx, lét Þóra hana i körfu, eins og hún væri hundur. Slangan hlykkjaðist á eftir Þóru um húsið, og telpunni þótti vænt um hana. Svo fór slangan að éta meira. Hún át stór kjötstykki og drakk úr stórri mjólkurskál. Hún óx svo hraðfara, að fólk, sem kom til jarlsins, óttaðist hana. Jarlinn kom þá að máli við Þóru. Hann sagði: „Slangan þín er nú orðin svo stór, að af henni staf- ar hætta. 1 gær drap hún hund, og fólk er hrætt við hana. Við verðum að einangra hana eða drepa. Það er líklega heppilegast." Þóra skildi, að slangan var hættu- leg. Hún gaf samþykki sitt til þess að slangan skildi þegar daginn eftir lokuð inni, svo að hún hvorki dræpi eða hræddi dýr né menn. Morguninn eftir, er Þóra vaknaði, kom hún ekki auga á slönguna sína. Þóra klæddi sig og bjóst til að ganga út. Og þá sá hún slönguna. Hún var orðin afarstór; orðin að svonefndum lindiormi, og náði um- hverfis hús það, er Þóra bjó í með þernum sínum. Er menn komu í nánd við slöng- una, hvæsti hún og ógnaði þeim. Flýðu menn hana sem fætur toguðu. Slangan leyfði engum öðrum en Her- rauði að fara inn í meyjaskemmuna. Og lindiormurinn át nú þrjá uxa á dag og stækkaði án afláts. Herrauði jarli leizt ekki á blikuna. Hann hafði mikla ánægju af gest- komum, en nú var svo komið, að enginn dirfðist að koma í nánd við höll hans. Hann þráði það, að losna við lindiorminn. En hann hafði ekki í hyggju að flytja. Herrauður jarl lét þá það boð út ganga, að hver sá, er dregið gæti lindiorminn, skyldi fá Þórur fyrir eiginkonu. Margir hraustir menn og hugrakk- ir komu frá Svíþjóð og Danmörku í þessum erindagjörðum. En lindi- ormurinn spjó eitri á þá, svo þeir létu lifið. Þetta frétti Danakóngur. Hann hét Ragnar. Var hann kappi mikill og vitur. „Ég ætla að losa Þóru við lindiorminn," sagði hann við sjálf- an sig. Á þeim tímum, sem Ragnar loð- brók var uppi, töluðu menn allmik- ið á annan veg en nú gerist. Flík sú, sem nú nefnist buxur, var þá kölluð brók. Orðið loðbrók merkir loðnar buxur. Ragnar konungur skildi það, að hið hættulegasta við lindiorminn var eitrið, er hann spjó á hvem þann, er réðist á hann. Og hann hugsaði: Ég verð að fá mér klæðnað, sem eitrið kemst ekki i gegnum. En hvernig á sá búningur að vera ? Og hann fann ráðið. Hann lét sauma sér alfatnað úr skinni. Svo lét hann menn sína hella vatni á sig. Þetta var um hávetur. Vatnið fraus því og myndaði ísskorpu utan um kónginn. Ragnar kóngur hélt svo til Sví- þjóðar. Hann gekk með spjót í hönd upp að meyjarskemmu Þóru. Hún gægðist út og sá einkehnilega klædd- an mann. Föt ■.hans virtust standa eins og stokkur, og hann var kol- svartur í andliti. Þóra óskaði, að þessi maður gæti ekki drepið orminn mikla og heimt- að hana að launum. Svo Ijótur virt- ist henni hann. Ormurinn spjó eitrinu á Ragnar. En hann stóð í sömu sporum og beið færis að reka spjótið í auga ófreskjunnar og drepa hana á þann hátt. Þegar Ragnar lagði spjótinu í auga ormsins, brotnaði oddur þess og sat fastur. En ormurinn stein- drapst. Ragnar konungur hafði veitt þvi athygli, hve óttaslegin Þóra varð, er hún sá hann. Og hann ákvað, að gera ekki kröfur til þess að fá hana fyrir konu. Hann veifaði því í kveðju- skyni og fór leiðar sinnar. En Þóra stóð undrandi og horfði á eftir hon- um. Að skömmum tíma liðnum komu orð frá Ragnari Danakóngi til Her- rauðar jarls, þess efnis, að kóngur- inn hefði ákveðið að heimsækja jarl- inn. Og það var því búizt til veizlu á jarlssetrinu. Þóra, sem var fegursta ungmeyja Svíaríkis, bjóst sínum bezta búningi. Og er hún sá og tók kveðju þessa fagra, tígulega og unga konungs, varð hún strax hrifin af honum. En Herrauði jarli var ekki rótt innanbrjósts. Hann sá, að dóttir sín og kóngurinn felldu hugi saman. Vafalaust myndu þau vilja giftast. Og þau áttu vel saman. Bæði svo falleg og glæsileg. En jarlinn hafði lofað að gifta þeim manni dóttur sina, er drepið gæti orminn. Og að ganga á bak orða sinna, áleit jarl- inn óhæft. 1. mynd. Það bar til einn dag, að' Elísa gekk yfir til Súnem; þar var auðug kona, og lagði hún að honum að þiggja mat hjá sér; og í hvert sinn, sem hann fór þar um, gekk hann þar inn til að matast. 2. mynd. Og hún sagði við mann sinn: Heyrðu, ég sé að það er heil- agur guðsmaður, sem stöðuglega fer um hjá okkur. Við skulum gjöra lítið loftherbergi með múrveggjum og setja þangað rúm og borð og stól og ljósastiku, svo að hann geti farið þangað, þegar hann kemur til okkar. Þegar Ragnar konungur bar svo upp bónorð sitt og vildi giftast Þóru, skýrði jarlinn honum frá meinbug þeim, sem á þessu væri. Hann mælti: „Þú skilur það, Ragn- ar kóngur, að Þóra getur ekki gengið að eiga annan mann en þann, sem drap lindiorminn. Sá, sem hefir með höndum spjót það, er fellur við odd þann, sem er í auga ormsins, hefir drepið hann og er hið rétta manns- efni Þóru.“ „Hvað er að segja um spjót þetta?“ mælti Ragnar konungur og rétti fram . hið brotna spjót sitt. „Varst það þú, sem drapst orm- inn?“ spurði Þóra undrandi og glöð. „Hví komstu ekki þegar og baðst mín ?“ Kóngur svaraði: „Mér virtist þú hrædd við mig. Og ég vildi ekki kúga þig.“ Hann brosti. Nú var öllum hindrunum úr vegi rutt. Það þurfti ekki að neyða Þóru til þess að giftast þessum glæsilega konungi. Hún var mjög ástfangin af honum. Hún var svo gefin Ragn- ari. Giftust þau, og urðu mjög farsæl. En þessi Ragnar Danakonungur er kunnur um öll Norðurölnd undir heit- inu Ragnar loðbrók. Og verður meira sagt frá honum síðar. 3. mynd. . . . Tignp, Drottinn með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar, þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum. 4. mynd. Sjá, laun verkamann- anna, sem hafa slegið lönd yðar, þau er þér hafið haft af þeim, hrópa, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyma Drottins hersveitanna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.