Vikan


Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 5

Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 24, 1948 5 — Framhaldssaga:---------------------------— Grunsamlegar persónur -------------------------- Sakamálasaga eftir Dorothy L. Sayers „Ég ekki heldur," sagði Parker. „Við strikum hann þá út. Og auðvitað höfum við gát á hjðlinu á Eustonstöðinni, ef einhver skyldi vera svo vit- laus að vitja um það. Og þér ættuð að senda ein- hvern til að lita á það.því að verið getur, að það sé alls ekki stolna hjólið. Er þá nokkuð meira? Eigum við þá ekki að fá okkur eitthvað að drekka eftir allt þetta ? Vel á minnst, getið þér sagt mér, í hvaða skóla Gowans var? Ekki? Jæja, það gerir ekkert til. Hans er sjálfsagt getið í „Hver er mað- urinn ?“ “ Macpherson virtist enn ekki ánægður. „Hvað liggur yður á hjarta?“ spurði Parker. „Þér haíið ekki —“ byrjaði hann. Og svo bætti hann við í flýti, „ef við komumst ekki að einhverri niðurstöðu fljótlega, þá hugsa ég, að þér munuð heyra opinberlega frá lögreglustjóranum.‘‘ ,„Nú.“ sagði Parker. „En ég sé enga þörf á því. Þið hafið ekki tapað neinum tíma, og mér sýnist þið fara að öllu leyti skynsamlega að. Við verð- um að hjálpa ykkur með þetta atriði — alveg eins og þið mynduð hjálpa mér, ef einhver heimalning- urinn minn slyppi til Skotlands — en ég sé enga ástæðu til að við tökum að okkur rannsóknina í heild. Þeir, sem eru kunnugir staðháttum, hafa betri aðstöðu." „Já,“ sagði Macpherson, „en þetta er skrambi flókið." Hann stundi þimgan. Pétur Wimsey lávarður „STRACHAN." sagði Pétur Wimsey lávarður Strachan tók svo ákaft viðbragð, að nærri lá að hann steyptist með málverkið ofan í hyl. Hann stóð fremst á granítnöf og var önnum kafinn að mála Fleeteyjuna. Það var hvasst og mikið skýja- far á loftinu og sjórinn var ðfinn. „Ó, halló, Wimsey." sagði hann. „Hvernig í ósköpunum datt þér í hug að koma hingað ?“ „Ég ók hingað," sagði Wimsey. „Mig langaði til að fá mér frískt loft.“ Hann settist á þægilega steinnibbu, þrýsti hattinum þéttar á höfuðið og dró upp pípu með tilburðum manns, sem loksins hefir komið sér vel fyrir. Strachan hleypti brúnum. Honum var lítið gefið um áhorfendur, þegar hann var að mála, en Wimsey fitlaði letilega við tóbakspunginn sinn og virtist ekkert láta á sig fá. „Það er ansi hvasst," sagði Strachan, þegar báðir höfðu þagað stundarkom. „Já, skratti hvasst.“ „En hann rignir ekki,“ hélt Strachan áfram. „Ekki enn,“ sagði Wimsey. „Það er betra veður en í gær,“ sagði Strachan og fann strax, að hann hafði talað heimskulega. Wimsey leit upp og sagði glaðlega: „Margfalt betra. Mér er nær að halda, að það hafi verið tóm illgirni i minn garð, að veðrið skyldi vera svona vont í gær, að ekkert gat orðið úr ferðinni upp að Minnoch.“ „Nú, já,“ sagði Strachan. „Það var kannske bjánalegt uppátæki,“ sagði Wimsey, „en mér fannst það samt ekki svo vit- laust. Þetta er ljómandi snoturt," bætti hann við, „Hvað ertu búinn að vera lengi með það?“ „Klukkutíma eða svo,“ sagði Strachan. „Þú notar stóra pensla. Breiða, stóra drætti og allt svoleiðis. Campbell notaði mikið sköfuna, var það ekki?“ „Jú.“ „Er fljótlegt að mála með sköfu?“ ,.Já, yfirleitt er það fljótlegt.“ „Ert þú eins fljótur og Campbell?" „Ég er ekki eins fljótur með sköfunni og hann, ef það er það, sem þú átt við, því að ég er ekki vanur henni. En með minni eigin aðferð mimdi ég sennilega geta lokið við mynd á jafnlöngum tíma og hann.“ „Einmitt. Hvað telur þú hæfilegan tíma til að ljúka við skissu?“ „Það er eftir því hvað þún er stór.“ „Álíka stór og sú, sem þú ert með núna.“ „Ég verð búinn með það, sem ég ætla mér að gera við hana eftir hálftíma — eða kannske svo- lítið meira. Ef allt fýkur ekki frá mér,“ bætti hann við um leið og hvöss vindhviða kom utan af sjónum og skók til trönuna, þó að hún væri vand- lega skorðuð milli tveggja stórra steina. „Þetta er svo vel skorðað hjá þér. En af hverju notarðu ekki rissbók í svona veðri?“ „Ég veit svo sem ekki, nema ef vera skyldi af því, að ég hefi aldrei vanið mig á það. Maður er svo vanafastur.“ „Já, það er víst.“ „Ég er vanafastur og reglusamur,“ sagði Strachan. „Ég gæti notað tækin mín í myrkri. Ég tek allt til áður en ég byrja, raða litatúpunum á brettið alltaf í sömu röð og hengi penslana þama — jafnvel litunum á spjaldið raða ég aUtaf eins, að vísu ekki alltaf sömu litunum, en þó nokkurn veginn eftir regnboganum.“ „Einmitt," sagði Wimsey. Ég er ekki reglusam- ur sjálfur en ég dáist að reglusemi. Þjónninn minn, Bimter, er einstakur reglumaður. Það er hreinasta kvöl fyrir hann að sjá vasa mína út- troðna af alls konar dóti, eða allt á tjá og tundri í kommóðuskúffunum mínum." „Ég er heldur ekki reglusamur með kommóðu- skúffurnar minar," sagði Strachan. „Reglusemi mín byrjar og endar með málaratækji^num. Það er bara vani, eins og ég sagði áðan. Ég er ekki reglusamur í verunni." „Er það ekki?“ Ertu ekki minnugur á tölur, áætlanir og allt svoleiðis ?“ „Nei, það er nú eitthvað annað. Ég hefi ekki einu sinni gott sjónarminni. Sumir geta komið frá einhverjum stað og gert mynd af honum án þess að gleyma nokkru húsi eða tré, en ég verð að hafa fyrir augunum það sem ég teikna. Það er galli að sumu leyti." „Það gæti ég,“ sagði Wimsey. „Ef ég kynni að teikna.. Til dæmis — tökum til dæmis veginn milli Gatehouse og Kirkcudbright. Ég gæti gert skissu af honum hér á samri stundu með öllum beygjum, húsum og nærri öllum trjám og hliðum. Eða ef þú ækir mér eftir honum með bundið fyrir augun, gæti ég sagt þér framhjá hverju við ækjum í það og það skiptið." „Það gæti ég ekki,“ sagði Strachan. „Auðvitað hefi ég farið þennan veg mörg hundruð sinnum, en alltaf er ég að sjá eitthvað, sem ég hefi ekki tekið eftir fyrr. En með þessu móti fæ ég ánægj- una af að sjá alltaf eitthvað nýtt.“ „Já; það er ekki hætta á, að þér leiðist. En stundum getur verið gott að vera eftirtektarsam- ur. Til dæmis ef maður þarf að ljúga sig út úr einhverri klipu.“ „Ó, já,“ sagði Strachan. „Já, ég býst við, að það gæti verið gott, ef svo stæði á.“ „Til dæmis sagan þín um golfkúluna, sem rot- aði þig á golfvellinum," sagði Wismey. „Skyldi hún ekki hafa verið betri,. ef hún hefði verið studd sennilegum, nákvæmum lýsingum á smáatriðum? Hún var auðvitað ekki vel til fundin í upphafi, tU þess var tíminn, sem þú gerðir enga grein fyrir, of langur. En úr því að þú varst einu sinni búinn að segja hana, þá hefðirðu átt að gera þér meiri mat úr henni.“ „Ég veit ekki við hvað þú átt,“ sagði Strachan kuldalega. „Ef þú ert að véfengja orð mín — “ „Auðvitað véfengi ég þau. Ég trúi ekki orði af sögunni. Og það mundi enginn gera. I fyrsta lagi sagðirðu konunni þinni ekki sömu sögima og mér. Það var ógætilegt. Ef maður ætlar að ljúga, þá verður maður að halda sér við sömu lýgina. Svo láðist þér að geta, í hvaða holu þú hefðir verið, þegar það skeði. Enginn, sem segir golfsögu gleymir slíku. Það var ógætilegt af þér. I þriðja lag*i sagðistu hafa verið á golfvellinum allan morguninn, án þess að hugsa út í, að margir kynnu að geta borið vitni um, að þú hefðir aldrei komið þar um morguninn, og að þú hafðir beðið Tom Clark að valtra völlinn einmitt þennan morgun. Hann var þar á milli klukkan tíu og ellefu og er reiðubúinn að sverja, að þú hafir ekki komið þangað; og ef þú hefðir verið þar seinna, mundir þú varla hafa kallað það „eftir morgun- verð“. Auk þess — “ „Hejrrðu mig,“ sagði Strachan og hleypti brún- um, „hvern andsk .... meinarðu með því að tala svona við mig?“ „Ég er bara að velta því fyrir mér, hvort þú kærir þig um að gefa einhverja aðra skýringu á glóðarauganu," sagði Wimsey. „Ég meina, ef þú vilt gefa mér hana núna, og hún reyndist vera — segjum til dæmis heimilisrifrildi í einhverri mynd — þá þyrfti ég kannske ekki afHáta hana fara lengra. Skilurðu við hvað ég á?“ ',Nei,“ sagði Strachan. „Mér finnst þetta vægast sagt ósvífni.“ „Segðu það ekki,“ bað Wimsey. „Sjáðu til, kunningi, næturslark þitt kemur mér ekkert við. Ef þú varst úti að skemmta þér, eða eitthvað — “ „Ef þú hættir ekki að tala svona til mín, háls- brýt ég þig.“ „í guðanna bænum.“ sagði Wimsey, farðu ekki að hafa i hótunum aftur.“ Strachan leit á hann og stokkroðnaði. „Ertu að brigzla mér um að hafa átt einhvern þátt i morði Campbells ?“ spurði hann loðmæltur. „Ég er ekki að brigzla neinum," sagði Wimsey léttum rómi, „um hlutdeild í morðinu — ekki enn.“ Hann reis skyndilega á fætur og stóð keikur á klettasnösinni og horfði burt frá Strachan og út á sjóinn. Skýin voru runnin saman í dökka, ógnandi heild og öldurnar földuðu hvítu. En ég brigzla þér um,“ sagði hann og snéri sér allt í einu við og hallaði sér upp í vindinn til að halda jafnvæginu, „ég brigzla þér um að vita drjúgum meira um það en þú hefir sagt lögreglunni. Biddu. Ekkert ofbeldi. Kjáninn þinn. Þaö er hœttulegt að sýna ofbeldi.“ Hann greip um úlnlið Strachans um leið og höggið þaut framhjá eyra hans. „Hlustaðu nú á, Strachan, hlustaðu á, maður. Ég veit, að það er freistandi, þegar ég stend svona. En til þess var leikurinn einmitt gerður. Ég er minni en þú, en ég gæti skutlað þér inn í eilífðina með því að snúa snöggt uppá úlnliðinn á þér. Stattu kyrr. Þetta er betra. Hugsarðu aldrei tvær mínútur fram í tímann ? Heldurðu virkilega, að þú getir útkljáð allt með ofbeldi á svona klaufalegan hátt? Segjum að þú hefðir slegið mig niður. Segjum, að ég hefði brotið á mér hauskúp-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.