Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 24, 1948
11
Framhaldssaga :
mniiniiiiiiiiiuimiimiiiuiiimimiuniiiiiiiiiMiiiiiniimiiuiiiiuiniiiiiMiiiiiiiiniimininniiiiiMiuimniiiiniinninmimuni^
PARADÍS
9
iimnnMmiiimiiimiiii
ÁSTASAGA EFTIR ANNE DUFFIELD
■uiimiiiiiumiiumuin'i*
F.n Stella, sem hafði þráð þetta svo heitt
vegna Clare og Gay, var alls ekki eins glöð og
vænta mátti. Auðvitað gladdist hún yfir hamingju
þeirra tveggja og yfir því að Harringay neydd-
ist til að láta i minni pokann. Og þó fannst
henni það að sumu leyti leitt hans vegna. Það
var svo fjarstætt að Harringay yrði að bíða ó-
sigur. Það var undarlegt að hún gat ekki gert
sér grein fyrir hinu raunverulega áliti hans á
Clare. Og það sem undarlegra var, þá fann hún
til vonbrigða — já, næstum því til afbrýðisemi.
Nú var búið að veita Clare móttökur á Para-
dís. Stella, sem hafði óskað þessa svo innilega
og sem hafði gagnrýnt Harringay fyrir mót-
þróa hans, vildi nú að hann hefði haldið áfram
að þrjózkast við. Hún óskaði þess nú að Clare
hefði aldrei komið til eyjarinnar.
Hún vildi fá að vera ein hér hjá þeim á Para-
dís — að minnsta kosti dálítið lengur.
5 Kafli.
Stella kom gangandi niður stíginn að klettun-
um. Hún var í baðslopp og með handklæði i
annarri hendinni. Klukkan var sex að morgni.
Hún hafði nú verið á Paradís í viku og daglegt
líf hennar þar komið í fastar skorður. Hún fór
á fætur um klukkan sex — það fór að nokkru
leyti eftir því hvenær húsbóndinn reið burtu —
fór beint niður að sjónum og baðaði sig og klæddi
og borðaði morgunverð í forgarðinum.
Harringay réði lögum og lofum á Paradís og
allir létu fúslega að vilja hans, enda var ekkert
undanfæri. Samt hafði Stella aldrei lifað eins
frjálslegu og góðu lífi og þama á Paradís.
Matmálstímar voru aldrei ákveðnir, einkum
var kvöldverðartíminn breytilegur. Það var borð-
að þegar menn — eða öllu heldur húsbóndinn
— óskaði að borða, klukkan hálf tíu og tíu og
stundum síðar. Það skipti engu máli, veltilbúinn
maturinn var alltaf heitur og fallega framreiddur.
Þjónustufólkið var mjög ólíkt ensku þjónustu-
fólki. Það var furðúlegt, hvað það gat alltaf
verið vingjamlegt og blátt áfram, án þess þó að
sýna nokkum undirlægjuhátt. Það var aldrei for-
vitið, fjarri því, en skoðaði sig auðsjáanlega sem
hluta af fjölskyldunni og bar velferð hennar
mjög fyrir brjósti.
Fjölskyldan virtist ekki heldur reyna að halda
þjónustufólkinu í fjarlægð. Ungfrú Emrys var
auðvitað alltaf vingjamleg og kurteis, þegar hún
talaði við þjónustufólkið, en Gay heimtaði óþolin-
móður af því það, sem hann vildi fá, og gerði
að gamni sínu við Miguel aðra stundina, en bölv-
aði honum hina. Var hann kumpánlegur við hina
fríðu Mercedes, en lét hana stjana við sig á all-
an hátt. Stellu virtist Harringay aftur á móti
meðhöndla þjónana eins og þeir væm hundar.
„Heima á Engiandi myndi jafnvel enginn þjónn
sætta sig við, þá meðferð,“ hugsaði Stella. Þjón-
ustufólkið gat aldrei vitað á hverju það átti von
hjá Harringay. Veslingarnir! En aldrei varð hún
samt vör við neinn gremjusvip á dökkum and-
litum þeirra.
öll innanhússtörf voru leyst af hendi með
prýði, en það þurfti auðsjáanlega heilan hóp af
fólki til þeirra. Aldrei sást blettur né hrukka á
hvítum léreftsjökkum Miguels eða á strigaskón-
um hans, hvenær sem Stella sá hann, en Mer-
cedes og hinar stlúkumar voru alltaf hirðuleysis-
lega kiæddar fram að miðdegisverðartímanum
og ætíð berfættar. En það virtist enginn hafa
neitt við það að athuga.
Og hvað Stellu viðkom, gat hún farið á fætur
í dögun eða jafnvel um hánótt, ef henni hefði
boðið svo við að horfa, og morgunverð sinn
gat hún fengið hvenær sem hún vildi. Hún þurfti
ekki að lifa eftir neinum reglum. Fram að þessu
hafði að minnsta kosti enginn minnzt neitt á
þetta og var hún fegin þvi.
Það var vonlaust að reyna að sofa til klukk-
an átta, þegar Mercedes mundi færa henni morg-
unverðinn. Harringay var alltaf kominn á fæt-
ur um klukkan sex og jafnvel fyrr og eftir að
hann var kominn út og farinn að skipa fyrir
verkum, gat Stella ekki með nokkm móti sofið.
Ungfrú Emrys og Gay sváfu auðsjáanlega
vært þrátt fyrir hávaðann, vom vön þessu í f jölda
ára, en Stella vaknaði óðara og kli^urinn byrj-
aði. Þama kölluðust vinnumennimir og Harr-
ingay á í tæm morgunnloftinu og raddir kvenna
og bama heyrðust og gjamm í hundum. Kyrrð
kom ekki aftur á fyrr en Harringay var riðinn
burt, en þá var orðið of seipt fyrir Stellu að fara
að sofa aftur.
Hún gat ekki legið glaðvakandi kyrr í rúm-
f inu og þess vegna var hún vön að fara á fætur,
baða sig í sjónum og borða morgunnverðinn á
eftir. Síðan vann hún í litla skrifstöfuherberginu
drykklanga stund áður en Gay kom og byrjaði
að blaða og róta til í öllu.
Það hafði verið sami hávaðinn um morguninn
og venjulega, en Stella sá húsbóndann samt ekki
ríða í gegnum hliðið á rauða múrnum eins og hann
var vanur að gera — hann hlaut því að hafa farið
í aðra átt, eða kannske ekkert farið til gróður-
ekranna þennan morgunn, eins og hans hafði
þó verið venja frá því hún kom. Hún hafði lítið
séð hann alla vikuna — á daginn var hann úti og
kom aldrei heim fyrr en undir sólarlag. Þá fór
hann í bað, skipti um föt og settist hjá þeim
með ,,kokteil-glas“. Eftir kvöldverð var hann oft-
ast vanur að vera einn klukkutíma í skrifstofu
sinni, en kom svo út til þeirra í forgarðinn. Hann
var alltaf kurteis við Stellu, en skipti sér ekkert
frekar af henni. Beindi hann tali sínu mest að
bróður sínum. Töluðu þeir um allt á milli him-
inás og jarðar, sem Stella botnaði oft ekkert í,
svo sem um áveitur og veiðar. Freeland-hjónin
og Cavarro-hjónin og þá auðvitað CÍare höfðu
komið aftur til Paradísar — drukkið þar te síð-
ari hluta dags, en Harringay hafði þá ekki ver-
ið heima. Bróðir hans og hann höfðu verið í
kvöldverðarboði hjá Freeland, en ungfrú Emrys
og Stella verið tvær eftir heima.
Stella bar virðingu fyrir Harringay, eins og
hún hlaut að virða mann, sem vann starf sitt svo
samvizkusamiega, en henni var ekki farið að
geðjast neitt betur að honum. Hann var alltof
ráðríkur og öll áhugamál hans einskorðuð við
búgarðinn og rekstur hans. Hann var einnig
heimtufrekur og enda þótt hann sýndi henni
aldrei annað en kurteisi,, var hún sannfærð um
að honum væri lítið gefið um dvöl hennar þarna á
Paradís. Þó hafði það komið fyrir að hann væri
vingjamlegur við hana, eins og til dæmis í
kvöldverðarboðinu, en auðvitað var það bara af
kurteisisskyldu gert gagnvart gesti hans. Henni
var vel ijóst að honum leiddist nærvera hennar.
Stella kom gangandi niður stiginn og niður
klettaþrepin. Nam hún staðar efst í þeim tii
að njóta fegurðar morgnnnsins. Um leið og hún
laut fram yfir lágan steinvegginn sá hún ein-
hvern standa fremst á stökkpallinum. Hún hrökk
við og var í þann veginn að snúa þegar i stað
við, en sá sig svo um hönd. Kettinum leyfðist að
minnsta kosti að horfa á kónginn. Hún stóð því
kyrr og horfði niður hugsandi. Harringay var
stór og sterklega vaxinn og þótt vöxtur hans
væri ekki sérlega fallegur voru vöðvamir þrótt-
miklir og stæltir af iþróttaiðkunum.
Hann stóð kyrr um stund, lyfti svo höndunum
og stakk sér úr, þessari ógurlegu hæð. Smaug
hann ofan í vátnið án þess að gera nokkurt
skvamp.
„Glæsilegt,“ tautaði Stella.
Harringay skaut upp kollinum aftur og synti
eins og selur um allt.
Átti hún að fara niður? Yrði hann þá reiður?
Hvers vegna ætti hann að verða það? Ef hún
færi ekki núna myndi hún aldrei fara aftur af
hræðslu við að rekast á hann. Hún ætlaði að
fara!
Stella hljóp niður þrepin og inn i bátanaustið,
þar sem hún lagði frá sér handklæði sitt og bað-
sloppinn og kom svo út við endann á bryggj-
unni. Vatnið var djúpt þama. Stella stakk sér
með miklum buslugangi, því hún var ekki vön
að stinga sér. Þegar upp úr kom saup hún hvelj-
ur í köldu vatninu og fór að synda. Hún kom
út að timburflotanum og klifraði upp á hann.
Harringay var á leiðinni til hennar.
„Halló!" hallaði hann og virtist undrandi að
sjá hana þama.
Hann lagði hendumar upp á timburflotann og
sveiflaði sér upp á hann við hlið hennar.
„Þér emð snemma á fótum, ungfrú Manner-
ing,“ sagði hann.
„Það er ég alltaf," svaraði hún. „Ég hefi
farið i sjóinn á hverjum morgni á þessum tíma.“
„Þér sem eigið að liggja í mjúka rúminu yðar
og sofa. Menn þurfa að sofa mikið hér í þessu
loftslagi."
„Þér farið ekki sjálfur eftir þeim ráðum, sem-
þér gefið öðmm, herra Harringay," svaraði hún
brosandi. Hún hafði aldrei séð hann svona frjáls-
mannlegan og vingjamlegan.
„Eg verð nú að fara á fætur í dögun, auk
þess sem ég er orðinn gamall og vanur loftslag-
inu.“
„Þér emð ekki orðinn svo gamall,“ sagði
hún. Hún vissi að hann var þrjátiu og sex ára
og leit hann samt út fyrir að vera eldri.
„Ég er kominn það til ára minna, að ég veit
hvað börnum er hollt,“ svaraði hann. Þetta dugar
ekki, ungfrú Mannering. Þer verðið að yera í
rúminu þar til Mercedes kallar á yður klukkan
átta.“
„Eg get ekki legið í rúminu, þegar ég er glað-
vakandi," mótmælti hún.
„En þér megið ekki vakna.“
„Ég geri það nú einmitt. Og þegar svo er
komið langar mig til að fara á fætur og synda.
Það er svo dásamlegt að fara snemma á fætur
á morgnana."
' Hann hmkkaði ennið, en var þó ekkert reiði-
legur.
„Ég hugsa að það sé tímabreytingin. Þér hafið
ekki ennþá vanizt henni og vaknið eftir Green-
wich-thna. En eftir vikutima verður það breytt.“