Vikan


Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 6

Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 6
6 VHÍAN, nr. 24, 1948 una eins og Campbell. Hvað hefðirðu þá gert? Hefðirðu verið betur eða ver settur? Hvað hefð- irðu gert við líkið, Strachan ?“ Strachan leit á hann og greip örvæntingarfullur um enni sér. „Guð minn góður, Wimsey.“ sagði hann, „djöf- ullinn þinn.“ Hann gekk aftur á bak og lét fallast niður í stólinn titrandi. „Ég ætlaði að drepa þig. Ég ræð ekkert við skapið í mér. Af hverju gerð- irðu þetta?“ „Ég vildi vita, hvernig skap þitt væri,“ sagði Wimsey kuldalega. „Og þú veizt,“ sagði hann, „að ef þú hefðir drepið mig, hefðirðu átt lítið á hættu þú þurftir ekki annað en forða þér í burtu og skilja mig eftir, er það ekki? Bíllinn minn hefði verið héma. Allir hefðu haldið, að ég hefði fokið um kóll og rotað mig — eins og Campbell. Hvaða sannanir hefðu verið gegn þér ?“ „Engar býst ég við," sagði Strachan. „Þú heldur það?“ sagði Wimsey. „Veiztu það, Strachan, að ég vildi næstum óska, að ég hefði látið þig slá mig — bara til að vita, hvað þú hefðir gert. En það er nú sama héðan af. Hann er farinn að rigna. Ég held við ættum að pakka saman og koma heim.“ „Já,“ sagði Strachan. Hann var enn náfölur, en hann fór auðmjúkur g.ð taka saman málaratæki sin. Wimsey_tók eftir, að þrátt fyrir hugaræsing- una voru handtök hans örugg og hröð. Hann setti blautt léreftið í þar til gerða tösku og spennti ólarnar fast, setti penslana í tinkassa og lita- spjaldið í öskju og safnaði síðan litatúpunum saman. „Ha?“ sagði hann allt í einu. „Hvað er að?“ spurði Wimseý. „Blái liturinn er ekki hérna,“ sagði Strachan sljórri röddu,“ hann hlýtur að hafa dottið." Wimsey beygði sig niður. „Héma er hann,“ sagði hann og gróf litatúbu upp úr lynginu. „Er þá allt komið?“ „Já, allt,“ sagði Strachan. Hann lét túburnar í öskju, lagði saman trönuna og stóð kyrr eins og hann biði eftir skipun. „Þá er bezt að leggja af stað,“ sagði Wimsey og bretti upp frakkakraganum, því að það var komin hellirigaing. „Heyrðu," sagði Strachan, og stóð kyrr í rign- ingunni, „hvað ætlarðu að gera?“ „Para heim,“ sagði Wimsey. „Nema“ — hann horfði hvasst á Strachan — „nema þú viljir segja mér eitthvað."' „Ég skal segja þér eitt,“ sagði Strachan. „Ein- hvem tíma munt þú ganga of langt, og þá verð- urðu myrtur." „Það kæmi mér alls ekki á óvart,“ sagði Wimsey glaðlega. 18. Frú Smith-Lemesurier. Á meðan þessu fór fram, var einn maður, sem fannst hann vera útundan, það var ungi lögreglu- þjónninn, sem mistekizt hafði svo hrapalega við yfirheyrslu Jocks Graham. Þessi imgi maður, sem hét Duncan, var metorðagjarn, og hann fann sárt til þess, að hann var hafður útundan. Graham hafði hlegið að honum; Dalziel, sem var á sífelld- um þönum eftir reiðhjólum og járnbrautarfarmið- um, hafði látið tilgátur hans sem vind um eyru þjóta, og látið honum eftir að eiga við drukkna menn og ökuníðinga. Enginn trúði P. C. Dunean fyrir neinu. En það gerði ekkert til. P. C. Duncan, viss jafnlangt nefi sinu. Ef til vill myndu þeir sjá eftir framkomu sinni, þegar hann hafði sýnt þeim hvað hann gat. t Duncan var ekki í minnsta vafa um, að ferðir Grahams krefðust nánari athugunar. Orðrómur var á kreiki. Fiskimenn höfðu sézt hnippa hver i annan og þagna, þegar nafn Grahams var nefnt. Því miður var það illmögulegt fyrir lögregluþjón í litlu sveitaplássi að snuðra um og veiða upplýs- ingar upp úr fólki á sama hátt og Sherlock Holmes. Allir þekkja hann og vöruðu sig á honum. Duncan gældi við þá hugmynd að dulbúa sig (á frívaktinni) sem aldraður klerkur, en þegar hann leit í spegil og sá þreklegt vaxtarlag sitt og búlduleitar, rauðar kinnamar, þá missti hann sjálfstraustið. Hann öfundaði leynilögreglumenn- ina í Scotland Yard, sem geta ferðast um dulbún- ir hvar sem þeir vilja, hvort heldur í fátækra- hverfunum í leit að smáþjófum eða á nætur- klúbbum og samkvæmissölum auðmannanna í leit að stórglæpamönnum. En í Creetown og Newton- Stewart gengdi öðru máli; hann (Duncan) þurfti ekki annað en að reka nefið inn um gætt til að þekkjast. Hann spurði fólk í þaula, smjaðraði fyrir og jafnvel hafði í hótunum við eina eða tvær mann- eskjur, sem virtust vita meira en þær áttu að vita. En til allrar óhamingju á skozkt bændafólk til að vera þögult, ef þvi sýnist svo, og því miður var Jock Graham vinsæll. Eftir nokkra daga basl tókst Duncan samt að grafa upp eitt athyglis- vert atriði. Bóndi, sem var á leiðinni í vagni til Bargrennan klukkan 11.30 á þriðjudagsmorgun, hafði séð mann á gangi hinum megin við Creeána, eins og harm hefði verið að koma frá morðstað- num. Maðurinn hafði strax fleygt sér niður eins og hann ætlaði að fela sig, en þó ekki fyrr en bónd- inn hafði þekkt, að það var Graham. En um fram þetta tókst Duncan aðeins að heyra og koma af stað kviksögum. Elaðamaður við „Glasgow Clarion", sem hann hafði í fljótræði sagt meira en hann hefði átt að segja, birti óheppilega grein, og P. C. Duncan fékk harðar ákúrur frá yfirboð- urum sinum. „Og ef Graham er sekur,“ sagði Dalziel reiði- lega — þetta var sama daginn og burðarkarlinn fékk botnlangabólgima, og Dalziel var reiðubúinn að skeyta skapi sínu á hverjum sem var — hvaða vit er þá að vera að segja honum, að hann sé grunaður, og gefa honum tækifæri til að búa sér til fjarvistarsönnun ? Og sjáðu svo þetta.“ Hann rak eintak af „Clarion" upp að nefinu á Duncan. „Ástæða til að ætla, að morðið hafi verið framið af málara". Er þetta ekki einmitt það, sem við lögðum allt kapp á að leyna hina grunuðu ? „Við- tal við kunnan málara". Hver segir þér að senda blaðasnáp til að snuðra kringum hús Grahams?. Ef þú getur ekki lært að þegja, Carlie Duncan, þá væri betra fyrir þig að leita þér að annari at- vinnu." Þessi lausmælgi Duncan hafði þó sínar afleið- ingar. Laugardagsmorguninn sat Dalziel í skrif- stofu sinni, þegar inn til hans var vísað konu, svartklæddri með hatt, sem féll þétt að höfðinu. Hún brosti órólega til Dalziels og muldraði* eitt- hvað á þá leið að hún ætlaði að gefa upplýsingar í sambandi við morð Campbells. Dalziel þekkti konuna. Það var frú Smit-Leme- surier, sem flutt hafði til Newton-Stewart fyrir þrem árum, og sagðist vera ekkja eftir afrík- anskan embættismann. Hún lifði sparsömu og ein- földu lífi í litlu húsi ásamt franskri þjónustu- stúlku. Framkoma hennar var blátt áfram og laus við listamannsbrag, og hún var aðlaðandi og ungleg eftir aldri. Hversvegna hún hafði setzt að Blessað barniðl Teikning eftir George McManus. Mamman: Mér finnst húsbóndinn þinn harðbrjósta að vilja ekki lofa þér að Pabbinn: Ég hefi mesta löngun til að koma með Lilla á skrifstofuna! segja upp, það er ónáttúrlegt að þola ekki Pabbinn: Já, og guð veit ég sakna að sjá ekki Lilla allan daginn! böm, einkum jafnindælt bam og Lilla! Pabbinn: Nei! geri! Ég get að rödd elsku litla Nú veit ég hvað ég minnsta kosti heyrt drengsins míns! Pabbinn: Þetta er platan af því, þegar hann sagði ba-ba i fyrsta skipti, og þessi þegar hann sagði gú-gú í fyrsta skipti!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.