Vikan


Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 7

Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 24, 1948 7 IMyndir barna 66 Framhald. af bls. 3. námið og sjálfsvitundin, en markmið menntunar á að vera, að sjálfsvilji og hæfileiki til að njóta, fái að lifa áfram og þrosk- ast á þessu skeiði mótunar. Síðan á endurreisnartímabil- inu hefur evrópsk list verið á stigi ungæðislegrar ástríðu á þekkingu, vísindum og siðgæði. Ef til vill er hún nú reiðubúin af hef jast á nýtt stig frumrænn- ar sameiningar, sem er ofar öll- um hugmyndum um gott og illt — stig, sem sameinar töfraheim barnsins og þroskaða vitund hins fullorðna manns — í ætt við þá list, sem skapaði pýra- mídana. Nútímalistamenn hafa oft við tilraun sína til að finna aftur rætur listar sinnar leitað til barnanna, sem tjá sig heil og óskipt, en ekki til hálfs, með heilanum eingöngu. Það, sem stóð listinni fyrir þrifum á öld- inni sem leið, var ekki svo mjög skortur eða misnotkun á sköp- unarmættinum, heldur miklu fremur ofnotkun á hugsun (kryddaðri siðferðisprédikun- um), á kostnað tilfinninga og þekkingar. Bamið notar algild, frumstæð tákn einmitt af því, að þekking þess er lítil og hug- ur þess ómótaður. Það er eins og öll verund þess sé samþjöpp- uð í hinni einföldu, myndrænu tjáningu þess — persónu, húsi, borg; það brestur ekki kjark til að sýna alheiminn með ein- földu tákni. Böm hafa næma skynjun og tjá hana á einfaldan hátt, því að þau vita raunverulega mjög lítið. Fullorðinn maður veit svo mikið, að þekkingin raskar skynjun hans á hlutunum sem heild; þekking hans myndar einskonar brynju utan um skynjun hans, og til þess að tjá sýn sína, verður hann að rjúfa þessa brynju og finna sýninni einfaldara form. Þegar ég var barn, spurði ég eitt sinn gamian sjómann, hvernig hann gæti alltaf vitað, hvernig veðrið yrði. Hann sagði: ..Ég veit ekki mikið, en það, sem ég veit, það veit ég.“ Þessi teg- und þekkingar eða hugsýni fæst með því, að samsamast fram- vindu náttúrunnar, án þess að raska henni. Saga um Paul Klee skýrir þetta. Þegar Kleé átti heima í Diisseldorf, hafði hann lítinn garð, sem hann ræktaði í sveppi. Nágranni hans sá, að hann tíndi aldrei sveppina og ályktaði af því, að hann kærði sig ekki um þá, og dag nokkurn tók hann nokkra sveppi í matinn handa sér. Daginn eftir var kominn miði við hvern svepp og stóð á þeim: „Góði, láttu mig vera.“ Nágranninn varð vandræðaleg- ur og baðst afsökunar. „Ég hélt þér kærðuð yður ekki um þá,“ sagði hann. „Jú,“ sagði Klee, „ég hef yndi af að sjá þá vaxa og rotna.“ I sérhverri góðri mynd er líf- rænt vaxtarmegn, sem er fólg- ið í verkunum efniviðar og hug- myndar málarans hvort á ann- að. Fullorðnum tekst sjaldan að ná þeim frjálsleik í niðurröðun og ferskleik í litavali, sem ein kennir mynd barnsins. Það eru þessir eiginleikar samfara þroskaðri leikni og heilsteypt- um persónuleika, sem skapa hið bezta í nútímalist. Það eru margir ónotaðir möguleikar í myndum barna. Við skulum athuga nokkra þeirra frá tveimur hliðum — með hlut- lægri rannsókn á eðli barnsins, og huglægri rannsókn á barn- inu í manninum. Þegar við höfum unun af börnum og verkum þeirra, er það ekki lengur út frá því til- finningasjónarmiði, að hér sé um að ræða blessaða sakleys- ingja að leikum. Við vitum nú með vissu, að á bernskuárunum mótast ekki aðeins skapgerð einstaklingsins, heldur einnig framtíð mannkynsins. Af hegð- un barnsins má ráða hina blund- andi möguleika mannkjmsins. Susan Isaacs orðar þetta svo í bók sinni Vitsmunaþroski ung- barna: „Vitsmunaþroski birtist í sálrænu samhengi; en þetta samhengi er gætt fjaðurmagni og hreyfanleik lifandi fram- vindu, ekki rígskorðað í form rökvíss kerfis . . . mismunandi tegundir athafna taka fyrir- hafnarlaust við hvor af annarri, leikur barnsins að ,,látast“ get- ur á hverri stundu breytzt í raunsæja spurningu.“ Öll börn teikna og bera í sér vísi að listamanni og skáldi. Því miður er menntun enn að mestu fólgin í kerfisbundnum boðum Það er gott, þegar framkvæmdir fólks miða að þvi að þjóna mörg- um nytsömum málefnum í einu. Svo 'er um bamaleiksýningar Kvenfélags- ins Hringurinn á leiknum „Grámann“ eftir Drífu Viðar, en þegar þetta er ritað hefir hann verið leikinn þrisvar sinnum við húsfylli í Austurbæjar- bíó í Reykjavik og búist við, að enn verði hann a.m.k. leikinn tvisvar í við- bót og ekki talið ólíklegt, að sýningar á honum verði aftur teknar upp i haust. 1 fyrsta lagi er Kvenfélagið Hring- urinn ákaflega nytsamt félag, sem meðal annars hefir það stórfellda hlutverk á stefnuskrá sinni að koma hér upp barnaspítala, sem afar brýn þörf er á, og rennur ágóði af þessum barnaleiksýningum í barna- spítalasjóðinn. 1 öðm lagi er mjög gott að gefa bömum bæjarins kost á skemmtunum við hæfi þeirra, því að ekki er of mikið gert fyrir all- an þann sæg af bömum, sem eru í þessum bæ. 1 þriðja lagi læra þau að skilja og meta leiksýningar og i f jórða lagi hafa bömin, sem taka þátt i leiksýningunni, undir stjóm kunn- áttumanns á þessu sviði, gagn af því að hafa fengið þetta tækifæri til að þjálfa sig við slika starfsemi. Öllum aðilum þessara sýninga ber því að þakka og styðja þá í starf- seminni. Leikritið er gert eftir æfintýrinu um Grámann, en það er í þjóðsög- Framhald á bls. 15. Karlinn (Valur Gústafsson) og kerl- ingin (Anna Stína Þórarins). Kóngurinn (Ingibjörg Stephensen) og drottningin (Klara Óskarsdóttir). og bönnum, í stað kerfisbund- innar þróunar, og barnið missir sjónar á upprunalegustu eigin- leikum sínum. En veikt bergmál þeirra verður þó eftir, og ef barnið fæst við skáldskap eða málaralist eftir að það er orð- ið fullvaxið, er þetta bergmál dýrmætasta eign þess. Því ein- lægar sem rpaðurinn leitast við að tjá þennan kjarna sjálfs sín, sem þegar bezt lætur getur verið algildur, þeim mun meir mun hann verða knúinn til að ausa úr nægtabrunni endurminning- anna frá bernskurárunum. Einkenni listamannsins er, að hæfileiki hans til að undrast og leika sér vex með auknum þroska. Þegar hann þroskast og öðl- ast skilning á þeim leyndardóm- um, sem rugluðu hann í bernsku, finnur hann æ fleiri leyndar- dóma í þeirra stað. Það eru vissulega ný rannsóknarefni í lífi mannsandans, og nýir þroskamöguleikar; sérhver okk- ar hefur sitt eigið svið til að hagnýta og sérhver okkar verð- ur að finna sína eigin aðferð til rannsóknar og tjáningar. Mikil- vægast af öllum er, að innsæi og sjálfstraust glatast ekki á náms- árunum, og að sífellt sé stuðl- að að samræmdum þroska huga og handar, anda og líkama. List er ekki innsæi eitt sam- an, og ekki heldur tjáning ein saman; hún er rannsókn. Hún er ekki eitthvað, sem beri að notfæra sér, miklu frekar er hún eitthvað, sem lætur veggi alls heimsins leysast upp. Slíkt geta börnin; og því meira sem við málum, því meira mun barnið í okkur láta til sín taka.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.