Vikan


Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 10

Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 24, 1948 * HF-IMILIO • ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Matseðillinn Innbakað kjöt. 500 gr. köld steik eða soðið kjöt, 125 gr. hveiti, 1 egg, 25 gr. smjör, 1 tesk. salt, 1 tesk. sykur, 1 dl. mjólk eða jurtaseyði. Kjötið er skorið í frekar þunnar sneiðar. Sósa er löguð úr hveitinu, saltinu og sykrinum og mjólkinni og egginu hrært saman við. 1 þessa sósu er kjötsneiðunum dyfið. Steikist í sjóðandi feiti eins og kleinur. Pram- reitt með kartöflumauki eða soðnum heitum kartöflum. Grænmetiseggjakaka. 4 egg, 4 matsk. rjómi, % tesk. salt, 2 tesk. sykur, % tesk. sít- rónusafi, 50 gr. smjör. Eggjarauðumar eru hrærðar með sykrinum og saltinu í 20 min. Lítið eitt af sýru er blandað í rjómann, sem er hrærður saman við rétt áður en bakað er, einnig eggjahvíturnar vel þeyttar. Grænmetið er látið í eggjakökuna miðja og bráðnu smjöri hellt yfir. Kakan er síðan lögð utan um grænmetið. Gluggatjaldaþvottur Rykið er hrist úr gluggatjöldun- um. Þunn og gömul gluggatjöld, sem eru orðin stökk má þræða marg- föld saman með hvítum ullarþræði og síðan eru þau skoluð í mörgum vötnum til að ná sem mest rykinu úr þeim. Hvít gluggatjöld eru lögð í bleyti eins og allur hvítur þvottur; mis- lit gluggatjöld eru skoluð í mýktu vatni. Síðan þvegin að minnsta kosti úr tveimur sápuvötnum (20 gr. af sápuspæni í eina fötu af vatni) og skoluð þess á milli og undin. Hvít gluggatjöld eru soðin í 10 minútur og lögð á meðan í hreint koddaver eða poka. Ef gluggatjöldin eru mjög þunn eru þau þvegin með handafli og þá látin renna í greipinni og skoluð fram og aftur í sápulöðrinu. Það verður að hengja gluggatjöld- in þannig til þerris að förin eftir snúrurnar lendi í fellingamar, sem myndast, þegar þau eru hengd upp. Hliðartjöldin eru því sett langsum á snúruna og kappinn þversum. Gluggatjöld, sem eru „fileruð" má festa á hreint lak með títuprjónum og þurrka þau þannig. Gluggatjöld úr plast eru burstuð úr sápuvatni. TÍZKUMYND Er það nokkuð, sem þér lízt vel á, elskan? Hjálplegir eiginmenn Eftir Dr. G. C. Myers. Það eru ekki nema fáir af hverj- um hundrað heimilisfeðrum, sem hjálpa konum sínum við börnin og heimilisstörfin, þegar þeir hafa tíma til og geta gert það með góðu móti. Menn gera það ekki af því að feður þeirra voru ekki vanir að gera það og finnst' það vera algjör óþarfi. Sarpt þekki ég nokkra, þar á meðal eru tveir synir mínir og tengdasonur, sem taka algjöran þátt í uppeldi barnanna og eru á allan hátt hjálp- legir konum sínum. 1 raun og veru er það ekki til vjð heimilishaldið og barnauppeldið, sem karlmenn geta ekki gert, og það með prýði, ef nógur vilji er fyrir hendi. Vísindarmaður einn heimsótti okkur um daginn ásamt konu sinni. Var konan nýstaðin upp úr lungna- bólgu og var á batavegi eftir veik- indin. Sagði hún okkur að maður sinn og tveir synir, annar tólf og hinn fjórtán ára, hefðu gert öll heimilis- störfin, jafnvel þvegið þvottana, g meðan hún lá á spítalanum. Margurj hefði líklega etið úti og ekkert hirt um hreingerningar eða keypt konu til| þeirra í sporum feðganna. Auðvitað er ekki fjárhagslega hlið- in mikilvægust i þessu máli, heldur sá félagsandi eindrægni, sem ríkir í svona fjölskyldum. Hver kona má vera hreykin yfir að eiga slika syni og eiginmann. Hér er ekki átt við að lieimilisfað- irinn eigi alltaf að fara beint heim úr vinnu sinni á kvöldin til þess eins að vinna heimilisstörfin með konu sinni. Auðvitað er hann þá þreyttur eftir dagsverk sitt og hvíldarþurfi, en það getur verið afar þægilegt ef konan getur ekki sinnt störfum sínum sök- um veikinda eða annarra ástæðna, að maðurinn sé ekki með öllu ósjálf- bjarga hvað bömin og heimilið snert- ir. Ef börnin eru mörg og erfiðar heimilisástæður er ekkert eðlilegra en að maðurinn hjálpi konu sinni sem mest. Með því að létta líkamlegu erfiði af konu sinni á þennan hátt sýnir hann um leið að hann vanmetur ekki störf hennar á heimilinu og verður ná- tengdari henni og börnum sínum. Þegar börnin stækka og verða fær um að hjálpa móður sinni, verða þau viljugri við að sjá viðleitni föður síns til að létta undir við heimilisstörfin. HU B RAÐ Eitt snjallasta skáldverk, sem skrifað hefir verið á Norður- löndum; IXIÓATIJN eftir WiUiam Heinesen Nóatún lýsir af frábærri |snilld frumbýlingsbaráttu fá- tæku fiskimannanna í Færeyj- um, sem brjótast í að eignast lítinn friðsælan blett, kálgarð, túnblett til að geta framfleytt einni kú og bát til að fiska á í soðið handa litlu, svöi.gu munn- unum. Annars lifa þeir lífi sínu við illt viðurværi, ónógan klæðn- að og illan aðbúnað á færeysku skútunum, sem fiska við strend- ur íslands. Flestir Islendingar kannast við færeysku skútukarlana, sem stundum hér áður sáust ganga um göturnar. Fæstir munu hafa reynt að setja sig inn í kjör þess- ara bláfátæku fiskimanna og enn færri vita nokkuð um heim- ili þeirra i nágrannalandi okk- ar Færeyjum. Flestir þessara manna eiga hóp barna sem býr við stöðugan ótta um ill örlög, fregnir um að skútan, sem fað- ir þeirra var á, hefði farist eða grjótskriða félli í snarbröttum f jöllunum fyrir ofan bæinn ofan á húsið þeirra. Bók Heinesen lýsir af óvenju- legri snilld lífi og kjörum þessa einkennilega fólks, sem býr við svo ótrúlega erfið kjör en lifir sérstæðara og einkennilegra menningarlífi en nokkur önnur þjóð í heimi. — Bókin er kom- in í allar bókaverzlanir. Til að ná hýði af soðinni rófu þarf ekki annað en að bregða henni ofan i kalt vatn. Þá losnar hýðið og hægur vandi að ná því af með fingrunum. NOATUN kostar í mjög fallegu bandi40kr. HELGAFELL Garðastræti 17 — Laugavegi 100 — Aðalstræti 18 — Njálsgötu 64 — BaJdursgötu 11 — Lauga- vegi 38 — Austurstræti 1. ®Q®E2®Ea®E2®D®0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.