Vikan


Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 14

Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 14
14 VTKAN, nr. 24, 1948 Hljómlistarmaðurinn Framhald af bls. 4. steinsofandi, og mundi hann ekki vakna fyrr en á morgun. ,,En faðir ykkar kemur áreiðanlega heim á morgun,“ sagði maðurinn, ,,því að hann hefir, í félagi við nokkra aðra menn tekið í ákvæðisvinnu að losa nokkra koladalla. Þetta á að gerast á morgun inn við kaup- staðinn.“ Þetta voru góðar fréttir. Nú var hrein- gerningunni lokið, og börnin fóru að hátta. Tvær elztu systumar fundu kjóla og svuntur af móður sinni og hvítar ermar. Þær voru berfættar. Það gerði ekki strik í reikninginn. Þær þvoðu fætur sína úr heitu vatni og urðu þrifalegar eins og gólf- ið. Þær háttuðu og fór snemma á fætur. Nú gat verið von á föður þeirra á hverju augnabliki. Þær vissu, að hann mundi koma heim með hangandi höfuð og slyttulegar hreyf- ingar, óhreinn og óyndislegur, eins og líf hans var. Litlu börnin voru þvegin umhyggjusam- lega og klædd í hrein, bætt föt. Elzta systirin bannaði þeim að óhreinka sig e'ða hreyfa við blómunum. Gluggatjöldin vom orðin þurr, og voru hengd upp. Elztu syst- urnar voru í kjólum af móður sinni. Hann kom másandi og blásandi. Syst- kinin höfðu setzt umhverfis hið blóm- skrýdda eldstæði. Þau héldust í hendur. Sól- in skein inn um gluggann og á nýkalkaðan arininn, blómin og börnin. Þarna sátu þau steinþegjandi. Er faðir þerira kom inn, valtur í spori, varð hann undrandi og hrifinn. Elzta systirin bað til guðs í hljóði. Hún las Faðirvor og fleiri bænir. Bæn hennar var heyrð. Frá þessum degi breyttist faðir þeirra og var sem fyrr. Þau treystu honum þó ekki fyrst um sinn. Nú fór hann aftur að spila. Hann lék á kirkjuorgelið sem áður. Þau þóttust viss um að móðir þeirra, sem var hjá Guði, hefði séð eymd þeirra og volæði og beðið Guð að hjálpa þeim. Með organleikarastöðunni hafði faðir þeirra, í augum almennings, fengið viður- kenningu fyrir að vera maður, sem treysta mætti á. Og hann bragðaði ekki vín fram- ar. Hamingjan hélt innreið sína í litla hús- ið við skógarjaðarinn. Sultinum var bægt frá dyrum þess. Hljómlistarmaðurinn var orðinn nýr og betri maður og börnin voru glöð og kát. SKRÍTLUR Bóndinn: Allar klukkurnar á heimilinu hafa stöðvast, Pétur. Þú verður að skreppa i bæinn og fá að vita hvað rétt klukka er. Vinnumaðurinn: Lánaðu mér úrið þitt, ég hefi ekkert úr. Bóndinn: hvað á það að þýða að fara að drasla því í bæinn ? Þú getur hara skrifað það hjá þér, hvað klukkan er. 428. krossgáta Vikunnar Lárétt skýríng: 1. sálga. -— 4. mjög dökkur. -— 12. ástunda. — 14. skörðin. — 15. vanalegt. — 17. frétta- þráður. — 19. þröng. — 21. auð. — 22. samfesta. — 24. hamingjusamari. — 26. rifrildi. — 27. til vinstri. — 30. fiskrækt- arstöð. — 32. skjól. -— 33. fisk. — 34. mela. — 35. vísa. — 36. hell á! — 38. tveir eins. — 39. sáð- kom. — 41. kvenheiti. — 42. kögguls. — 45. ill- úðlegur. — 46. svell. — 47. óvanaleg. — 48. berja. — 49. sefast. — 51. í klyfbera (með greini). — 53. tínir grös. — 55. ó- frægja. — 57. svali. — 58. vörzlugerðið. — 59- væta. Lóðrétt skýring: 1. sterkur maður. — 2. skrár. —' 3. frændi. — 5. tala. — 6. hlykk. — 7. hug, — 8. góðkunn- ingja. — 9. neita. — 10. göngulags. — 11. band. — 13. æfir. — 16. prestssetur i Árnessýslu. — 18. hagi. — 20. smábiti. — 23. fuglar. — 24. brim. — 25. dýr á frumskeiði. — 28. ferð á fæti. — 29. lopbandi. — 31. ná ekki anda. — 33. arm- urinn. — 37. hitaarma. — 40. innheimtumaður. — 42. gleðilæti. — 43. eykt. — 44. drasl. — 46. skaut. — 48. fer í gegn. — 49. lúri. — 50. starf. — 52. slungin. — 54. for. — 56. á nótum. — Lausn á 427. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. s. m. — 3. afturhlutann. — 13. jós. — 15. rata. — 16. áman. — 17. óðamála. — 18. snapað. — 20. nam. — 21. röngu. — 24. ofan. — 27. fjarvera. —.29. rykugar. —• 31. óra. — 32. mær. — 33. agngjam. — 35. sinn. — 36. p.s. — 38. la! — 39. úfa. — 40. sí. — 41. a.s. — 42. ilja. — 44. apaskinn. — 47. lóa. — 48. ýlu. — 49. sælkeri. — 50. iðrakvef. — 52. taug. — 53. jagar. — 55. lag. — 57. mývarg. — 59. örendur. — 61. sæti. — 62. ónóg. — 63. iðu. — 64. átakan- legast. — 65. um. Lóðrétt: 1. sjónarspilið. — 2. móða. — 4. frá- sagna. — 5. tal. — 6. utar. — 7. ra. — 8. lín- gam. — 9. táp. — 10. amasemi. — 11. nað. — 12. N.N. — 14. samoka. — 18. snjórass. — 19. aura. — 22. ö f. •— 23. barnsfingrum. — 25. fugla. — 26. nag. — 28. ræna. — 30. rjúpuegg. — 34. afa. — 35. sínku. -— 37. slóð. — 40. silalegs. — 43. jarðýta. — 44. alvaran. — 45. kæt! — 46. negldi. — 48. ýkja. — 51. fa. — 54. röng. — 56. auðu. — 57. mæt. — 58. vik. — 60, róa. — 61. sá. — 62. ó e. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4. 1. I Englandi, á Salisbury- sléttunni, 90 mílur frá London. 2. Bogota. 3. 3 milj. 360 þús. 4. 1 Njálu, Hrútur um Hall- gerði Höskuldsdóttur. 5. 1 reynd. 6. 11. desember 1936 og hafði þá verið við völd í 327 daga. 7. Árið 1884. 8. 8. nóvember 1939. 9. Denefelder frá Prag fann hana upp í Múnchen árið 1798. 10. 1 Pindosfjöllum I Grikk- landi; 2918 m. hár. Hann: Heilbrigð skynsemi gæti afstýrt mörgum hjóna- skilnuðum. Hún: Hún gæti líka komið í veg fyrir mörg hjónabönd. Maðurinn: Hvað yrði um þig, ef ég létist nú skyndilega? Konan: Ég yrði auðvitað áfram hér í húsinu, ég hefi miklu meiri áhyggjur út af því, hvað yrði um þig! Mynd efst til vinstri: Maurategund ein ver sig óvinum sinum á þann hátt að láta streyma frá sér þefvonda lofttegund, nokkurs konar eiturgas. Mynd efst til hægri: Fyrir nokkrum árum voru þrir fimmtu útlendingasveitarinnar frönsku Þjóðverjar. Mynd að neð- an til vinstri: Hæsti skýstrokkur, sem sézt hefir, var 5,104 fet á hæð. Mynd að neðan til hægri: ,,Pirarucu“ heitir stærsti vatna- fiskur í heimi. Getur hann orðið um 15 fet á lengd.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.