Vikan


Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 12

Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 12
12 VTKAN, nr. 24, 1948 Munnvik Stellu titruðu af niðurbældum hlátri, en hún gvaraði auðmjúk: „En þangað til, herra Harring-ay, — má ég fara' snemma á fætur og synda þangað til ég venst þessu?“ „Lofið mér að sjá hvað þér kunnið," svaraði hann kuldalega. „Ég er ekki viss um að það sé óhætt að þér farið einar í sjóinn. Stingið yður — getið þér það — og syndið að flothylkinu þama og aftur tilbaka." Drottinn minn, hvað þessi maður var ráðrík- ur! Hana langaði eins og venjulega til að sýna honum þrjózku, en hún stillti sig, stóð upp og synti út að flothylkinu og aftur til baka. „Verra gat það verið,“ sagði Harringay um leið og hún skreiddist upp úr aftur. „Sundtökin eru rétt — en þér þarfnist æfingar. Þér megið fara einar út að synda svona snemma, ef þér lofið að fara ekki lengra út en að timburflotan- um." Stélla horfði á hann í vígamóð. Þetta var til of mikils mælzt af honum. „Ég get synt leikandi einn kilometer," sagði hún, „og þótt lengra væri.“ „Ég trúi því vel. En þér fáið ekki að synda lengra einar en að timburflotanum, ungfrú Mann- ing.“ „En ef ég geri það nú samt.“ „Þá leyfi ég yður alls ekki að fara í sjóirgi nema einhver sé með yður." „Þér þyrftuð ekkert um það að vita." „Ég myndi taka loforð af yður." „Ef ég neita því afdráttarlaust ?“ „Þá haldið þér yður alveg á þurru landi." „Ég verð þá að láta undan," sagði hún og hló gremjulega. „Ég syndi ekki lengra en út að timburflotanum." „Ágætt!" Hann brosti til hennar eins og faðir til sérlundaðs barns, sem búið var að tala um fyrir. „Þá er það klappað og klárt. Og ég vona að þér farið að sofa betur áður en líður á löngu. Þér verðið að gera allt til þess. Hoppið ekki fram nr rúminu óðara og þér hafið opnað augun. Mér líkar ekki að þér skuluð aðeins sofa í sex stundir á sólarhring, því að aldrei eruð þér sofnaðar fyrir miðnætti." „En ég hvilist síðarihluta dags, það kemur þá í sama stað." „Það er ekki nóg. Þér verðið að sofa lengur á morgnana." „Ó,“ andvarpaði hún og gleymdi allri hræðslu við hann. Hann var svo ólíkt vingjamlegri núna en hann var vanur að vera, auk þess var erfiðara að finna til lotningar gagnvart manni í sundbol og sem buslaði með fótunum í vatninu. „Þér hafið yndi af að kúga fólk, herra Harringay." „Kúga? Ég hefi aldrei kúgað nokkum mann,“ sagði hann. Glettnin skein úr bláum augum hennar og hún horfði brosandi á hann, þar sem hún stóð í rauða sundbolnum, lítil og grannvaxin. „Þér kúgið alla héma.“ „Það er þá af því að ég veit hvað þeim er fyrir beztu," svaraði hann. „Alltaf, herra Harringay?" „Já, alltaf, ungfrú Mannering." Hún horfði spyrjandi á hann og augu hennar voru aftur orðin alvarleg. Hún brann af forvitni eftir að spyrja hann um álit hans á Clare og hvort hann væri ánægður með. trúlofun bróður sins. Eki hún þorði það ekki. Hann mætti augna- ráði hennar og Stella roðnaði við. „Hann veit hvað ég er að hugsa," flaug í huga hennar. „Hann veit að ég er forvitin." En hann svaraði engu þessu augnatilliti hennar og sem hann hefði skilið vel. Það var auðséð að hann var ergilegur. Hann stóð upp, teygði sig og sagði: „Það er mál til komið að synda í land. Komið yður af stað og standið betur í fætuma þegar þér stingið yður — annars lærið þér aldrei að stinga yður fallega. Verið ekki hræddar þótt höfuðið fari í kaf — það er engin hætta á að þér drukknið!" Stella var fokvond þegar hún stakk sér. „Ég vildi óska að ég drukknaði!" hugsaði hún eins og heimskur krakki. „Hann hefði ekki nema gott af því.“ Þegar henni skaut upp úr aftur og hristi vatnið frá vitum sér, sá hún Harringay við hlið sér. ' „Þetta var strax betra,“ sagði hann, þegar þau syntu samhliða upp að ströndinni. „En þér þarfnist æfingar." Hún svaraði engu. Hana skorti hugrekki til að segja allt sem hana langaði til að segja við þennan hræðilega mann. H. „Elsku Doris frænka! Það var gaman að frétta frá þér í gær og ég hugsa að þú sért nú búin að fá síðustu tvö bréf- in frá mér. Við munum geta skrifazt oftar á en við héldum í fyrstu, þar sem pósturinn kem- ur og fer með flugvél frá stóm eyjunni. Nei, Harringay á ekki flugvél — en ég er viss um að hann myndi fá sér eina, ef það væri nauð- syn — jafnvel fengi hann sér kafbát ef hann hefði not fyrir hann. Það er urigur eyjarskeggi, sem hefir mikinn áhuga á flugi, en verður að dvelja hér á jörð föður síns. Harringay og nokkr- ir aðrir hafa svo ráðið hann til að flytja allan póst loftleiðis. Ég var búin að segja þér að það myndi liklega allt lagast með Clare óg Gay, enda er nú svo komið og hefir trúlofunin verið opinberuð. Harr- ingay hreyfði engum mótmælum og Clare hefir fengið fagran smaragðhring. Hún býr ennþá hjá Freeland-hjónunum. En siðar skal hún til Paradís. Brúðkaupsdagurinn hefir ekki verið á- kveðinn og ungfrú Emrys og Harringay vilja að þau bíði þar til Gay hressist meira, en ég veit ekki hvort þau fara að ráðum þeirra. Harringay og ungfrú Emrys virðast telja það víst að þau muni setjast að hér á Paradís eftir giftinguna — og ég veit að Gay hefir hugsað sér það þannig. Hvomgu þeirra dettur í hug að hann geti né vilji búa annarsstaðar. Ég þykist aftur á móti vita að það myndi Clare aldrei samþykkja. Hún hatar Harringay. Þau em kurteis við hvort annað og virðast á yfirborðinu vera góðir kunn- ingja, en Clare hatar hann samt sem áður. Ég veit það, því að hún hefir sagt mér það. Það er ekki hægt að ásaka hana fyrir það, enginn gæti þolað hann og eðlilega getur Clare ekki gleymt honum því að hann skyldi i fyrstu vera mótfall- inn trúlofun Gay og hennar. Þú vissir að hann hafði i fyrstu tekið loforð af Gay þess efnis að hann frestaði opinbemn á trúlofun þeirra í hálft ár og ég er viss um að það var aðeins gert til þess að honum ynnist tími til að telja Gay hug- hvarf. En þar sem Clare skaut allt í einu upp kollinum hér á eyjunni var auðvitað úti um það ráðabmgg. Ég get ekki gert mér verulega grein fyrir áliti Harringays á Clare, en hann telur hana samt án efa vera fegurstu konu, sem hann hefir séð og hann virðist hafa gaman af að tala við hana. Hún er gáfuð og hefir heillandi rödd. Allir hér á eyjunni em hugfangnir af henni, jafnt konur sem karlar, að frú Cavarro einni undan- skilinni. Mér finnst sem frú Gavarro geti ekki þolað hana, en kannske er það eintómur hugar- burður. En frú Gavarro geðjast aftur á móti afar vel að Harringay. Henni finnst hann heillandi maður, ég hugsa að hún sé honum bara svona þakklát fyrir einhvem greiða, sem hann hafi gert þeim hjónunum. Ég skil ekki hvernig nokk- ur getur orðið hrifinn af honum — ég gæti það að minnsta kosti ekki. MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Raggi: Hjálp! 2. Raggi: Nú man ég, hvað afa vantaði úr hresst upp á minnið. Raggi: Það er einmitt byltan, sem hefir járnvörubúðinni. 4. Raggi: Afi sendi mig í jámvömbúðina til 3. Maggi: Ég skil ekki, hvemig þú ferð að að kaupa klemmur til þess að festa með dregla! nokkum skapaðan hlut eftir svona byltu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.