Vikan


Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 9

Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 24, 1948 9 Frétta- myndir Vísindamaður er að setja „kristalla- fræ“ í ræktimarker á rannsóknar- stofu í New York, þar sem tekizt hefir að finna aðferð til að láta kvarts-kristalla vaxa, en allmikili skortur er orðinn á kvartsi í heim- inum. Eftir nokkur ár er búizt við, að gervikvartskristallar komi i stað- inn fyrir 90% af náttúrlegu kvartsi í langlínutalsíma. Formaður sambands flutningaverkamanna í Bandaríkjunum, John Santo (annar frá hægri) fyrir innflytjendadómstóli Bandaríkjanna. Yfirvöldin telja hann óvelkominn útlending í landinu og saka hann um þátttöku í óamerískri starfsemi, og á hann nú á hættu að verða rekinn úr landi. Þessi mynd er af ensku kærustuspari, sem ætlar að fara að gifta sig. Unnustan er 62 ára gömul ekkja, sem á tvö böm og fimm bamaböm, en unnustinn er 21 árs. Þau kynntust í samkvæmi í London fyrir tveim ámm. Á. myndinni sjást enskir hermenn vera að gera húsrannsókn hjá Gyð- ingafjölskyldu i Palestínu í leit að tveim brezkum liðsforingjum, sem rænt hafði verið i kaffihúsi. Leyniher Gyðinga lýsti því yfir, að liðsfor- ingjamir hefðu verið leiddir fyrir rétt og dæmdir til dauða, sem hefndar- ráðstöfun fyrir dauðadóm yfir þrem Gyðingum. Maðurinn, sem sést dúðaður hér á myndinni, stóð á klettabrún og var að veiða fisk, hrapaði í sjóinn og fótbrotnaði um leið. Björgunarmenn- imir, sem sjást með honum á myndinni, fleygðu kaðli niður til hans og drógu hann upp sextiu metra háan hamravegg. Þetta skeði á strönd Kalifomíu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.