Vikan - 10.06.1948, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 24, 1948
3
og áhrif þeirra á nútímalist
Orustan við Hasting-s.
Teikning eftir sex ára barn.
Myndir barna
Grein úr tímaritinu Úrval
eftir Mary Wykeham
Fyrir hundrað árum var teikn-
ingum og málverktnn barna
fleygt; þau voru ekki annað en
riss og krass, og enginn sá neitt
í þeim. Það er mjög skammt síð-
an við fórum að gefa þeim gaum,
stundum af meiri áhuga en barn-
ið sjálft. I fyrsta skipti (að því
er við bezt vitum) gátum við
nú skilið og skýrt tjáningu
barnsins og notið hennar eins
og hún er. Börnin sjálf hafa
ekki áhuga á myndum sínum
eftir að þau hafa lokið við þær;
þau snúa sér strax að einhverju
öðru. En við horfum á þær full-
orðnum augum, og okkur finnst
markvísi og hugmyndaauðgi
þeirra ekki aðeins heillandi, held-
ur einnig örvandi.
Munurinn á myndum barna
og þeim málverkum nútímamál-
ara, sem sumir kalla ,,barnaleg“
(„barnið mitt gæti gert þetta
betur“), er í stuttu máli sá, að
á bak við myndbyggingu málar-
ans er meðvitað markmið, en
engu slíku er til að dreifa hjá
barninu. Sameiginlegt með þeim
er frjálsræði í tjáningu, og kem
ég að því síðar.
Myndir barna eru lausar við
allar hugniyndir um ,,list“; þær
verða til sjálfkrafa og án list-
rænnar vitundar. Þroskuð list
er árangur mikillar þekkingar
og leikni, frjóvguð upprunaleg-
um tilfinningum. (Kunst, þýzka
orðið yfir list, er dregið af kön- Teikning- eftir Picasso (1938).
nen, sem þýðir að geta eða
kunna). Picasso og Paul Klee, verk líðandi stundar, því að á
sem teiknað hafa þrjár af mynd- bak við það liggur ekki vitund
um þeim, er fylgja þessari um tilgang. Eðli barnsins er að
grein, áttu báðir langt nám og vera; það er eins og prisma, sem
þroskaferil og mikið starf að hleypir í gegnum sig því, sem
baki sér, þegar þeir gerðu þess- það sér og skynjar, án þess að
ar myndir. Þær endurspegla hafa áhrif á það. Mozart samdi
skilning þeirra á heiminum og tónverk fimm ára gamall, og
samtíðinni. Mynd barnsins er Blake var jufngamall, þegar
þenna heim smám saman á mis-
munandi aldri, en venjulega um
tólf ára aldur.
Myndirnar, sem hér eru birt-
ar, eru eftir börn innan tólf ára.
„Orustan við Hastings“ er gott
dæmi um nýtingu myndflatar-
ins; allur flöturinn er nýttur til
hins ýtrasta til að auka á stríðs-
ofsann og ringulreiðina. En nýt-
ingin er ekki skipulögð, og þar
skilur á milli bamsins og hins
vitandi listamanns. Berið þetta
saman við hina hárnákvæmu
niðurröðun í mynd Klees:
„Gufuskipið fer framhjá jurta-
garðinum“, eða sparsemina í
hinni markvissu tjáningu mynd-
arinnar „Fallhamarinn“. Smá-
mynd eftir Klee er jafnáhrifa-
mikil og stærðar málverk, sök-
um hins fullkomna jafnvægis í
lögun, stærðarhlutföllum og
að börn sjá margt, sem fullorðn- blæbirgðum
ir fara á mis við. Þau lifa mjög Það> sem við einkum dáum hjá
nærri heimi, sem okkur dreym- börnum og öfundum þau stund-
ir um, heimi, þar sem ekkert um af^ er giöggskyggni þeirra
er ómögulegt, og þau yfirgefa og umsvifaleysi. Seinna kemur
Framhald á bls. 7.
Gufuskipið fer fram hjá jurtagarðin-
um. Teikning eftir Paul Klee.
Teikning eftir sex ára bam.
hann sá tré fullt af englum í
Peckham. Sannleikurinn er sá,
Teikning eftir níu ára telpu.
Fallhamarinn. Teikning eftir Paul Klee.
Teikning eftir níu ára barn.