Vikan


Vikan - 03.03.1949, Page 9

Vikan - 03.03.1949, Page 9
VIKAN, nr. 9, 1949 9 i Fré t ta myn dir Frederic Joliot-Curie prófessor stjörnar kjarnorkurannsóknunum í Frakklandi. Fulgensio Batista, sem á sínum tíma var alræðismaður á Kúba, er kominn aftur heim til lands sins eftir fjögurra ára dvöl í Bandaríkjunum. Hefur hann á ný bland- að sér í stjórnmálin og hér sést hann halda fyrstu þingræðu sína eftir heimkomuna. Ólafur, ríkisarfi Noregs, hefur mikinn áhuga á kappsiglingum. Tók hann þátt i alþjóðaráðstefnu um kappsiglingar í London fyrir skömmu. Var myndin tekin á þeirri ráðstefnu, en ræðumaðurinn er Sir Ralph Gore. Mikil ókyrrð hefur ríkt í París aö undan- förnu vegna verkfalla. Hefur jafnvel í odda skorizt milli lögreglu óg verkfallsmanna. Á myndinni sést einn verkfallsmanna studdur burtu af félögum sínum eftir við- ureign við lögregluna á Boulevard Hauss- mann. Rússinn Iiravchcnko, liöfundur bókar- innar ,,Eg kaus frelsið“, hefur stefnt kommúnistabiaði i París fyrir meiðyrði. Það var mikið annríki í brúðuverksir.iðj- unum í París fyrir jólin. Myndin ei af stúlku í einni verksmiðjunni, sem gætir þess starfs að setja hárkollurnar á brúð- urnar. Seppi þessi heitir Lao Tze og á heima í Róm. Er hann frægur fyrir hve vitur hann er og hefur hann hlotið viðurnefnið „Sómi Rómar". Enginn hundur á Italíu er jafn oft myndaður og hann og hafa blaða- ljósmyndarar í Róm gert seppa að heiðurs- meðlim félags síns. Þessi ítalska kona þykir mjög skyggn og segir fyrir um margt. Signora Noþili, en svó heitir hún, segir að Berlín muni á þessu ári algjörlega komast undir yfir- ráð Rússa, að páfinn verði veikur og ein- veldi komist aftur á í Italíu, sennilega 1950. Nýlega'yar haldin í París sýning á hlut- um, unnum úr plasti. Meðal annars á sýn- ingunni voru plast-hendur ákaflega eðli- legar. Nicolaus Horthy, fyrrum rikisstjóri Ung- verjalands, sem búið hefur i Bayern síðan 1945, er nú fluttur til Sviss með fjöl- •kyldu sína. Hér sést Horthy, kona hans og tengdadóttir vera að kveðja vinina i Miinchen.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.