Vikan


Vikan - 03.03.1949, Qupperneq 10

Vikan - 03.03.1949, Qupperneq 10
10 VIKAN, nr. 9, 1949 * HEIM Matseðillinn Smásteik. 750 gr. nautakjöt, 2 gulrætur, 1 laukur, 1 tesk. salt, IV2 tesk. pipar, 50 gr. jurtafeiti, 4 dl. jurtaseyði, % dl. tomatpurré. Kjötið er þvegið og skorið í smáa, ferhyrnda bita. Laukurinn og gulræt- urnar er hreinsað og skorið smátt. Þykkur pottur er látinn yfir eld. Feitin er látin í pottinn og hituð vel. Grænmetið er brúnað í feitinni, en tekið upp úr meðan kjötið er brún- að. Þegar kjötið er orðið brúnað, er grænmetið og jurtaseyðið látið I pottinn ásamt einni níatskeið af öli og tómatpurré, og soðið við hægan eld í IV2 klst. Kartöflumauk er bor- ið með. Bohumjólk. IV2 1. mjólk, 1 teskeið salt. I bollurnar: 40 gr. smjör, 50 gr. hveiti. 1 dl. vatn, 1—2 egg og salt á hnífsoddi. Smjörið er hrært saman við hveitið ásamt vatninu og egginu. Hrært þar til það losar sig við skeið og skál. TJr deiginu eru búnar til litlar bollur með skeið. Þær eru látnar í sjóð- andi vatn og soðnar í 3—4 mín., síðan teknar upp með gataskeið og lagðar á fat þar til mjólkin er fram- reidd. Þá eru bollurnar látnar í skál og sjóðandi mjólk hellt yfir. Kanel og sykur borinn með. Hedvig Collin Framhald af hls. 3. ust þær ekki í bænum. Jæja, siðar skrifaði Hedvig Collin frá París: „París er staðurinn fyrir mig, sem lifað hef villtu lífi — án villtra rósa! Eða hvað heldurðu . . .“ H. C. er tryggur og traustur vinur vina sinna — og óvini sina lætur hún engu skipta, ef hún á þá nokkra. Hún dvaldi á Islandi þrjá mánuði sumarið 1946y og átti þá heima hjá fjölskyldíi Sigurðar Hlíðar, yfirdýra- læknis og alþin^ismanns. Þá var hún heppin með veðrið og sá töluvert áf landinu, en landslag og litir heilluðu hana mikið. Hún hélt málverka- og bókasýningu á Akureyri og eins í Reykjavík. Svo kom hún aftur árið eftir, hélt þá enga sýningu, en vann mikið. Þær sex vikur, sem hún dvaldi hér málaði hún fjögur olíuiriálverk af fólki og teiknaði á að gizka átján myndir, mest af börnum — og var vel að verið. H. C. er hrifin af mörgum íslenzk- um málurum og finnst henni mikil þörf að reisa hér listasafn. Kjarval metur hún mest allra íslenzkra mál- ara, og segir, að hann sé ekki eim ILIÐ * Tízkumyrnd Viðir jakkar hafa verið mjög i tízku undanfarið. göngu mestur málari Islands heldur mestur málari sem nú sé uppi! Ég hef séð hana standa fyrir framan eitt af málverkum Kjarvals og bókstaf- lega tárast af hrifningu . . . Það geta verið skiptar skoðanir á því, hve góður málari hún er sjálf, en hún er heimsfrægur teiknari og viður- kennd sem listakona . . . Það er enginn efi á, að hún elskar Island og allt, sem íslenzkt er og hún er kona, sem ber hróður Islands víða um lönd. Það myndi ekki koma mér á óvart, að hún Heiðveig Skallagrímsdóttir ætti eftir að koma til Islands á hverju sumri héðan í frá. HÚ5RÁÐ Þótt steikin brenni er engin ástæða til að örvænta. Skerðu burtu ^p-ð brennda, hreinsaðu pottinn eða skúff- una og smurðu smjöri aftur á kjötið. Ef vond lykt er úr flöskum og blómavösum er ráðlegt að blanda vatni og kaffi til helminga og láta standa í þeim á heitum stað. Skolað vandlega á eftir. Ef geyma á hvíta dúka og rúm- föt langan tíma þarf að setja bláan pappír utan um þau, þá gulnar þvotturinn ekki. ^imi'i'iiiiiiiiiiMimiiiiMiiiiiiifiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiinmaiiiiiiimiiiimiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiinK,^ Feimni barna .......................... Eftir Dr. G. C. Myers. við fullorðna Ejölmargir foreldrar skrifa mér og segja mér frá feimni barna sinna innan við 6 ára aldur gagnvart full- orðnum mönnum. Þegar barnið fer óhikað og óhrætt til ókunnugra, tal- ar við þá um alla heima og geima og lætur þá leika við sig eins og þeir væru móðir þess eða faðir, álita foreldrarnir að uppeldi barna sinna sé eins og bezt verði á kosið. En aftur á móti, ef barnið er feimið og þegjandalegt í návist ókunnugra, hleypur sneypt bak við gluggatjöld eða undir dívan og gegnir ekki einu orði, ef á það er yrt, óttast foreldr- arnir um framtíð barns síns og leita til sérfræðinga í uppeldisfræðum. En hér er engin hætta á ferðum. Gætið þess aðeins að neyða ekki upp á barnið ofmikilli umgengni við full- orðna og ókunnuga og veitið því at- hygli, hvenær feimnin fer að fara- af því. Biðjið fólk þess í fyllstu vin- semd, að skipta sér ekki af barninu og forðist að særa það með þvi að trana því fram, ef það æskir þess ekki sjálft. Það er iðulega svo í skól- um og barnastúkum, að börn eru látin koma fram, lesa upp, syngja eða skemmta á anna hátt, án þess að þau hafi í rauninni kjark til þess að standa frammi fyrir stórum á- heyrandahóp, sem í eru oft fullorðnir menn og foreldrar. Ef veslings barn- inu fipast lesturinn vill oft til, að á- heyrendur hlæi eða sýni annan hæðn- issvip og getur slíkt verið viðkvæmu og feimnu barni hinn versti ógreiði og verða allir, sem umgangast börn, að varast slíkt. Móðir skrifar mér. um feimni fjögnrra ára barns síns að koma opinberlega fram. Barnið átti að lesa upp örstutt ljóð á sunnudagsskóla- skemmtun, en kennaranum tókst ekki með nokkru móti að fá það til þess að fara upp á leiksviðið. Loks lét stúlkan tilleiðast að syngja jóla- öll börn kunna að meta snjóinn. Þessir litlu krakkar þarna á mynd- inni hafa líka sýnt listræna hæfileika sína með því að móta í snjó þenna skringilega karl. söng með 10 öðrum börnum. „Ég óttast," segir móðirin, „að þessi feimni dóttur minnar eigi eftir að standa henni mjög fyrir þrifum eftir að hún fer að ganga í skóla.“ Svar mitt er: „Stúlkan er fullkom- lega eðlileg og þarf engan kvíðboga að bera fyrir framtíð hennar, ef .gætilega er að farið. Það sem forð- ast ber, er að neyða hana til slxkra aðgerða, sem áður gat, neyða hana til þess að halda á sér sýningu á nokkurn hátt eða trana henni fram, þegar hún vill ekki láta á sér bera. Feintin börn geta oft verið gædd dómgreind, sem síðar meir á eftir að koma þeim í góðar þarfir, og þegar, er þau finna sjálf köllun hjá sér til þess að láta að sér kveða, er engin ástæða til þess að halda aftur af þeim. En um fram allt forðist að særa tilfinningar feiminna barna með því að láta þau í ókunnra návist gera vandasöm verk, sem þeim eru ekki geðfelld. Bréfasambönd Framhaltl af bls. 2. Ólafur Skaftason (við stúlkur 17—20 ára), Hólum, Hjaltadal. Björg Erna Friðriksdóttir (við skáta 17—20 ára), Vallargötu 26, Kefla- vik. Guðrún V. Ellefsson (við skáta 17 —20 ára), Kirkjuveg 17, Keflavík. Birna Helgadóttir (við pilta eða stúlkur 16—20 ára), Helga Sæmundsdóttir (við pilta eða stúlkur 17—21 árs), Herdís Egilsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—18 ára), allar á Garð- arsbraut 12, Húsavík. Gústav Leifsson (við stúlku 14—16 ára, æskilegt að mynd fylgi), Eski- firði. Einar B. Hjelm (við stúlku 14—16 ára, æskilegt að mynd fylgi), Eski- firði. Erika Petersen (við pilt eða stúlku 12—15 ára, mynd fylgi), Skóla- vörðustíg 27, Reykjavík. Sveinn Georgsson, Kristgeir Kristinsson, Oddur Jónsson, (við stúlkur 18—22 ára), allir á m/b Jóni Magnússyni, Hafnarfirði. örn Ólafsson (við pilt eða stúlku 15 —18 ára), Hamri við Djúpavog, Suður-Múlasýslu. Hildur J. Ingólfsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—19 ára), Helgamagra- stræti 34, Akureyri. Margrét H. ögmundsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—19 ára), Helga- magrastræti 34, Akureyri. Guðlaugur Jónsson, G.eir Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson, (við stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi), allir í Búnaðarbanka Is- iands, efstu hæð.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.