Vikan - 10.03.1949, Qupperneq 12
12
VIKAN, nr. 10, 1949
um. Derek Kettering fann strax til ákafrar löng-
unar til að sparka greifanum út úr salnum. Það
var aðeins tilhugsunin um, að óheppilegt mundi
vera að vekja hneyksli rétt núna, sem hélt aftur
af honum. Hann furðaði sig enn einu sinni á,
að Ruth skyldi hafa getað þótt vænt um þennan
mann, en á því var enginn vafi, að svo hefði
veriö. Frekur og ósvífinn, hugsaði Derek.
Hann leit með viðbjóði á fagurlega snyrtar
hendur greifans.
,,Ég kom í dálitlum viðskiptaerindum," sagöi
greifinn. „Ég held það væri ráðlegt fyrir yður
að hlusta á mig.“
Aftur greip Derek sterk löngun til að sparka
honum út, en hann stillti sig enn. Ógnunin í
orðum greifans fór ekki framhjá honum, en hann
lagði sína merkingu í hana. Það voru ýmsar á-
stæður til þess að ráðlegt var að hlusta á, hvað
greifinn hefði að segja.
Hann settist niður og tifaði óþolinmóður með
fingrunum á borðið.
,,Jæja,“ sagði hann hvass, „hvað -er það?“
Það var ekki siður greifans að koma umbúða-
laust að kjarna málsins.
„Leifið mér að votta yður samúð mína í sorg
yðar.“
„Ef þér verðið með nokkra ósvífni," sagði
Derek rólega, „þá skuluð þér fara út um glugg-
ann þarna.“
Hann kinkaði kolli í áttina til gluggans við
hliðina á greifanum, og greifinn varð rólegur.
„Ég skal senda vini mína til yðar, herra minn,
ef það er það, sem þér óskið eftir,“ sagði hann
drembilega.
Derek hló.
„Einvígi, ha? Kæri greifi, ég tek yður ekki
nógu alvarlega til þess. En mér væri sönn ánægja
að sparka yður niður Promenode des Anglais."
Greifinn kærði sig ekki um að lenda í illdeil-
um. Hann lyfti aðeins augabrúnunum og sagði
lágt:
„Englendingar eru ruddamenni.“
„Jæja,“ sagði Derek, „hvað ætlið þér að segja
við mig?“
„Ég skal vera hreinskilinn,“ sagði greifinn, „ég
skal koma beint að efninu. Það er okkur báðum
fyrir beztu, finnst yður ekki?“
Hann brosti aftur.
„Haldið áfram,“ sagði I>erek stuttaralega.
Greifinn leit upp í loftið, lagði saman fingur-
gómana og sagði lágt:
„Yður héfur áskotnazt mikið fé, herra Kett-
ering.“
„Hvern déskotann kemur það yður við?“
Greifinn rétti úr sér.
„Herra minn, nafn mitt er flekkað! Ég er
grunaður — ákærður — um Ijótan glæp.“
„Ákæran kemur ekki frá mér,“ sagöi Derek
kuldalega; „sem aðili hef ég ekki látið í ljósi
neitt álit.“
„Ég er saklaus," sagði greifinn, ,,ég sver við
himininn“ — hann fórnaði höndunum til himins
— ,,að ég er saklaus.“
„Herra Carrége er, að ég held, sakadómar-
inn, sem hefur málið með höndum,“ sagði Derek
kurteislega.
Greifinn gaf orðum hans engan gaum.
„Ég er ekki aðeins ranglega grunaður um
glæp, sem ég hef ekki framið, heldur er ég
einnig mjög þurfandi fyrir peninga."
Hann hóstaði lágt og íbygginn.
Derek reis á fætur.
„Ég var að bíða eftir þessu," sagði hann lágt.
„Vesæll fjárkúgari! Þér fáið ekki eyri hjá mér.
Konan mín er dáin, og ekkert hneyksli, sem þér
kunnið aö reyna að vekja, getur snert hana héð-
an í frá. Hún hefur sjálfsagt skrifað yður
heimskuleg bréf. Ef ég keypti þau af yður núna
fyrir laglega fjárupphæð, er ég nokkurn veginn
viss um, að þér mynduð hafa tök á að halda einu
eða tveim eftir; og það skal ég segja yður, de
la Roche greifi: fjárkúgun er ljótt orð bæði í
Englandi og Frakklandi. Þetta er svar mitt til
yðar. Verið þér sælir.“
„Bíðið augnablik," sagði greifinn og rétti fram
höndina, þegar Derek bjóst til að fara út úr
salnum. „Yður skjátlast, herra minn, yður
skjátlast algerlega. Ég er, vona ég, heiðarlegur
maður.“ Derek hló. „Ég mundi aldrei leggjast
svo lágt að notfæra mér bréf, sem kona hefði
skrifað mér." Hann kastaði til höfðinu með göf-
ugmannlegri hreyfingu. „Uppástungan, sem ég
ætlaði að leggja fyrir yður, var allt annars eðlis.
Ég er, eins og ég sagði, mjög þurfandi fyrir
MAGGI
OG
RAGGI
Teikning eftir
Wally Bishop.
1. Afi: Drengir mínir, við amma ykkar ætlum
að spila i næsta húsi í kvöld - þið getið farið á
bíó ef ykkur langar til . . .
Raggi Gaman! Gaman! /
Maggi: Heyr fyrir afa!
2. Afi: . . . en þið verðið að koma beint heim
og fara strax að hátta . . .
3. Afi: . . . þið skuluð nota peningana, sem ég
gaf ykkur í gær . . . en þið megið ekki fara á
hjólunum, þið verðið að nota strætisvagninn að
þessu sinni . . . og . . .
4. Afi Hvar eru drengirnir?
Amma: Þeir eru fyrir löngu farnir . . . þeir
íóru strax og þú varst búinn að segja fyrstu
'setninguna um bíóið!
FELUMYND
Hvar er vatnsberinn ?
peninga, og samvizkan gæti knúð mig til að fara
til lögreglunnar með tiltekna vitneskju, sem ég
bý yfir.“
Derek gekk hægt inn eftir salnum aftur.
' „Við hvað eigið þér?“
Brosið á andliti greifans kvilcnaði aftur.
„Það getur varla verið nauðsynlegt að fara út
i smáatriði,“ sagði hann. „Leitið þess, sem
hagnað hefur af glæpnum, segir máltækið, er
það ekki? Eins og ég sagði rétt áðan, þá hefur
yður áskotnazt mikið fé nýlega.“
Derek hló.
„Ef þetta er allt og sumt —“ sagði hann
fyrirlitlega.
Greifinn hristi höfuðið.
„Það er ekki allt, herra minn. Ég væri ekki að
koma til yðar ef ég hefði ekki nákvæmari og
ýtarlegri upplýsingar en það. Það er ekki
skemmtilegt að vera tekinn fastur og kærður
fyrir rnorð."
Derek gekk fast að honum. Andlit hans
lýsti þvílíkri heift, að greifinn hörfaði ósjálf-
rátt aftur á bak.
„Eruð þér að ógna mér?“
„Þér skuluð ekki heyra meira um málið,"
fullvissaði greifinn hann.
„Af öHum þeim furðulegu blekkingum, sem ég
hef komizt i kynni við —“
Greifinn lyfti hvítri hendinni.
„Yður skjátlast. Ég er ekki að blekkja yður.
Til að sannfæra yður, skal ég segja yður, að
upplýsingarnar mínar eru frá ónafngreindri
konu. Það er hún, sem hefur óyggjandi sann-
anir um það, að þér hafið framið morðið."
„Hún ? Hver ?“
„Ungfrú Mírella."
Derek hörfaði aftur á bak eins og hann hefði
verið sleginn utan undir.
„Mírella," sagði hann lágt.
Greifinn var fljótur að ganga á lagið.
„Eina litla hundrað þúsund franka," sagði
hann. „Ég bið ekki um meira."
„Ha?“ sagði Derek annars hugar.
„Ég sagði, herra minn, að einir litlir hundrað
þúsund frankar myndu nægja — samvizku
minni."
Derek virtist herða sig upp. Har.n leit alvar-
lega á greifann.
„Þér óskið svars frá mér núna?“
„Ef yður þónkast, herra rninn."
„Hérna er það. Þér getið farið til fjandans.
Skiljið þér það?“
Derek sneri sér á hæl, fór út úr salnum og
skyldi greifann eftir svo undrandi, að hann
mátti ekki mæla.