Vikan


Vikan - 14.04.1949, Síða 6

Vikan - 14.04.1949, Síða 6
6 VIKAN, nr. 15, 1949 í dag-, eftir að henni varð það ljóst, að hann ætlaði að yfirgefa hana, fann Celía bezt, hversu mjög hún varð að styðjast við vináttu hans og atfylgi. n Celía var hamingjusöm. Enda þótt fjölskyldan væri andvíg því, að Lance kvæntist útlendingi, létu menn það ekki í ljós. Jafnvel Olga, sem alls ekki skildi, hvað Lance gæti séð í þessari „lítil- fjörlegu" konu, reyndi að gera sem bezt úr öllu saman. Guy var líka mjög vingjarnlegur í Celíu garð, hann virtist a. m. k. ánægður með ráða- haginn. Svo var ráð fyrir gert, að Guy yrði fluttur í hús eitt, tilheyrandi Rósalundi, sem Ekkjusetrið var nefnt, þegar faðir hans flytti brúði sína heim á óðalið. Frænkurnar voru yfir sig glaðar yfir því að fá að lána Guy húsið. „Ég vona, að þú yfirgefir ekki Fairfax fyrir fullt og allt," sagði Celía við drenginn. „t>að mun ég ekki gera,“ lofaði hann. „Ég mun koma yfir daglega, ef þú vilt, Celía.“ Aðrir eyjarskeggjar tóku fréttunum af lifandi áhuga. „Auðvitað kom þetta okkur mjög á óvart," sagði frú Dulaney, „en við eru öll glöð, ungfrú Celía." „Lance er djöfull," sagði Jack, maður hennar. „Ég held, að ég hefði ekki kjark í mér til þess að taka honum, ef ég væri kona — hann er hreinasti skapvargur." „Hvað áttu við með þessu?“ spurði Lance. „Bara það, sem ég sagði. Ætlar þú að halda því fram, að þú sért þægilegur maður í um- gengni ?" „Já, það geri ég. Ég er engill í skapi. Ég er með þessum ósköpum fæddur. Ég get ekkert að þvi gert," sagði hann feimnislega. „Ætlarðu okkur að trúa þessu?" hló Jack. „Ekki hélt ég, að svo gamall og reyndur vinur sem þú, þyrftir að efast um það. t>ú hefúr nú bráðum þekkt mig í fjörutíu ár —“ „Já, og séð alla þina duttlunga," sagði hinn. „Ég er ekki duttlungafullur!" „Einmitt þaQ, já —“ Það voru almenn mót- mæli. „Eg er stundum dálítið lángt niðri," mælti Lance virðulega, „en duttlungafullur er ég ekki.“ „Stundum!“ Olga hló hæðnislega. „Hvað sem því líður, þá þykir okkur öllum mjög vænt um Lance — með og án duttlunga,“ sagði frú Dulaney. Celía, sem hlustaði á þessa gamansömu við- ræður, skemmti sér vel. Duttlungafullur ? Hún horfði á fallega, sólbrennda andlitið, bláu aug- un og kitlandi brosið. Hún hafði stundum séð bregða fyrir ofsaglampa í þessum augum og munnurinn hafði stundum herpzt saman. Emþað •éar bara stundum. Þessi glampi hafði horfið eins fljótt og hanri'hafði komið. „Stundum langt niðri." Já, þegar hún gætti betur að, virtist henni sem hann mundi eiga vanda fyrir því. Gáski hans, strákskapur og viðkvæmni gat stundum horfið, og þá fannst manni hann.vera í undarlegu skápi. Hún sá hann í anda, niður- dreginn með sorgarskugga á andliti sinu, og hjarta hennar bærðist, Hún var ung og ástfang- in af honum og notaði þessa óvissu um skap- lyndi hans til þess að auka á töfra hans. Sú eina, sem kom með einhverjar mótbárur var ungfrú Flett. „Þetta kom mér sannarlega mjög á óvart," sagði hún við Celíu. „Já, víst var það,“ svaraði Celía. „Það er lítið vit í því, að giftast manni, sem maður hefur aðeins þekkt einn mánuð." „Dálítið æsandi samt,“ svaraði Celía. „Humm, humm, já, það mun það víst vera. Ef til vill meira æsandi en þér hafið búizt við. Hafið þið ráðið, hvar þið ætlið að búa?“ „Fairfax, auðvitað." „Og hvernig finnst yður staðurinn?" „Fegursti blettur, sem ég hef nokkum tíma séð.“ ' „Já, það er nógu laglegt þar, en alltaf fer um mig kuldahrollur, þegar ég kem þangað. Ég mundi alveg brjálast, ef ég ætti að eiga þar heima." „Það er svei mér heppilegt, að þér skulið ekki þurfa þess,“ svaraði Celia vingjarnlega. „Ég fyrir mitt leyti á ekki vanda til að fá köldusótt." „Finnst yður ekki draugalegt þar?“ „Ekki vitund." „Þér trúið ef til vill ekki á draugá?“ „Ég hef aldrei séð draug, svo að ég get alls ekkert um það sagt, hvort þeir eru til eða ekki,“ „Gott og vel,“. svaraði ungfrú Flett. „Ef nokk- urs staðar eru til draugar, þá eru þeir á Fair- fax. Já, og sumir svertingjanna halda því fram, að þeir hafi séð þá.“ „En gaman! Ég vona sannarlega, að ég eigi eftir að sjá þá einhvern tímann." „Það vona ég hinsvegar ekki, ungfrú Celia. Ég gæti ekki hugsað mér neitt sorglegra, en vita unga brúði sjá fyrri konu manns hennar afturgengna." „Þokkaleg hamingjuósk," hugsaði Celia, er gamla konan var farin. En þetta viðurstyggilega samtal hafði ekki raskað hugarjafnvægi Celiu. Hún vissi, að ves- lings kona Lancings hafði látizt af barnsför- um, og enginn hafði talað um hana við Celiu, það var svo 'langt síðan. Celia fann til með- aumkvunar með dánu konunni. Ef hún væri þarna á sveimi, hverjum gat hún þá gert mein?“ Hún hló að ungfrú Flett og gieymdi henni. III. Brúðkaupsdagurinn var runninn upp. Celia vaknaði snemma, fór upp úr rúminu, staðnæmd- ist við opinn gluggann. og leit yfir vaggandi trén í garðinum, blátt sundið og meginlandið, þar sem Fairfax stóð. Hún bað til guðs, að hann blesSaði líf þeirra Lancings, sem nú skyldi hefjast. Vigslan átti að fara fram klukkan tólf. Celia var kyrr uppi á herbergi sínu. Mam'Easter færði henni tebakkann, eins og venjulega. Það átti að hafa mikið við brúðina. Þar til nú, hafði hún gegnt öllum sínum skyldustörfum, en fyrir viku var ráðin ung kona, systir Allyar hár- greiðslukonu, og átti hún að vera ráðskona. Celia hafði kennt henni störfin eins vel og hún gat, og Ijóstrað upp Öllum hinum margvíslegu leynd- armálum, sem ráðskonan þurfti að vita. Olga tók þessu öllu vel og hegðaði sér eins og engill, það varð Celia að viðurkenna. Blessað barnið! / Teikning eftir George McManus. Mamman: Þú verður að gera eitthvað í þessu máli, elskan min! Pabbinn: Ég lái ekki Lilla að hann grætur, það er búið að skarka á þessa fiðlu í allan dag niðri! Maðurinn: Ætlar þessi krakki þarna uppi aldrei að hætta að grenja? Konan: Þú verður að gera eitthvað! Ég er að deyja úr höfuð- verk. Pabbinn: Ég ætla að Maðurinn: Þú hefur að minnsta fara niður og sýna honum kosti á réttu að standa í þetta sinn! í tvo heimana! Ég ætla að fara upp og tala við hann. Pabbinn: Þér! Við hvað eigið þér? Maðurinn: Þegið þér! Ég þarf að komast að til að segja nokkur vel valin orð! Pabbinn: Komdu hingað, elskan mín! Fljótt! Ég sá hann! Þetta er mesti ó- þokki!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.