Vikan


Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 2

Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 25, 1949! POSTURINN • Kæra Vika! Þú, sem allra vandamál leysir, viltu nú ekki svara örfáum spurningum fyrir mig. Ég vil nota tækifærið og þakka þér fyrir allan fróðleikinn og skemmtunina, sem þú flytur okkur lesendum þínum. Og þá eru það spumingarnar. 1. Hvað heitir forstöðukona, hús- mæðraskólans að Varmalandi í Borg- arf irði ? 2. Er það ekki til hennar sem á að stíla umsóknir í skólann? 3. Ætli hann sé ekki þegar orðínn fullskipaður fyrir næsta vetur? Ég þakka þér fyrirfram fyrir greið- ann og vonast eftir svari í næsta blaði. Og að lokum eins og allir aðrir, spyr ég, „hvernig er skriftin ?“ Tilvonandi húsmóðir. Svar: 1. Forstöðukonan heitir Vigdís Jónsdóttir. — 2. Það hlýtur að vera nægjanlegt. — 3. Aðsókn mun vera mikil, og er þér betra að hafa vaðið fyrir neðan þig. •— Skrift- in er ekki falleg, og nokkrar ritvill- ur eru í bréfinu. Kæra Vika! Ég hef tvisvar skrifað þér áður og í bæði skiptin fengið svar. Og ég þakka þér kærlega fyrir það. Nú skrifa ég þér í þriðja sinn í von um að fá svar. Ég ætla að spyrja þig þriggja spurninga. 1. a. Hvort er réttara að rita ennþá í einu eða tveim orðum. b. Hvort er réttara að segja hefir eða hefur. 2. Hvaða litir fara mér bezt? Ég er há og grönn með frekar dökka húð og dökkbrúnt hár og móbrún augu. 3. Hvernig er skriftin og stafsetn- ingin. Með fyrirfram þökk fyrir svörin. Hafdís. Svar: 1. a) Halld. Halld. ritar enn þá (sjá Stafsetningaorðabók með skýringum bls. 36). Freysteinn Gunn- arsson ritar ennþá (sjá Stafsetninga- orðabók hans). Hvort rétt er eða rangt virðist okkur jafnvizkulegt og að deila um, hvort sama efni sé i vængjum engla á himnum og fugls- vængjum. Til þess að þóknast (eða þókknast) öllum stafsetningarfræð- ingum þessa lands, mun aðferð Bene- dikts Sveinbjarnarsonar Gröndals einna haldbezt. Má lesa um það í formála fyrir Heljarslóðaorustu (orr- ustu). b) Um þetta atriði eru jafn „deild- ar meiningar". En okkur finnst all- mikið bókabragð að því, ef nokkur maður segir hefir. 2. Klæddu þig Ijósleitum fötum. 3. Skriftin og stafsetningin er í betra lagi. Eftir þvi sem við bezt vitum, skrifa allir spyrja, en ekki spurja. Þarna mun geymast hinn upphaflegi framburður y. Kæra Vika mín! Þú, sem ert svo góð, og dugleg að leysa úr vandræðum lesenda þinna, viltu nú ekki verða við bón minni og svara mér í næsta blaði. Ég hef skrifað þér einu sinni áður, en ég hef ekkert svar fengið við spurningum minum. 1. Hvað þarf maður að vera gam- all til þess að fá inntöku í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur? 2. Hvað ætli að það mundi kosta að vera þar yfir námstímann? 3. Ég er 15 ára og 170 cm há. Hvað á ég að vera þung? 4. Viltu segja mér eitthvað um Errol Flynn. 5. Hvernig er skriftin? Þinn einlægur „lesandi" Svar: 1. 18 ára. — 2. Fæðiskostn- aður er ca. 2500 kr., skólagjald ca 250 kr. 400 kr. í sauma, 300 kr. í vefnað. — 3. 16 ára jafnhá áttu að vera 64,30 kg. — 4. Errol Flynn er fæddur á Tasmaníu 20. júní 1909. Hann hefur stundað margvísleg störf um ævina, verið sjómaður á Kyrra- hafi, hnefaleikamaður (keppti fyrir Ira á Olympíuleikunum 1928). Hann er mjög hár vexti, jarphærður, brún- eygur, með hökuskarð og spékoppa og a,Hur hinn fríðasti, enda kvenna- gull. — 5. Skriftin er sæmilega góð. Enskur frímerkjasafnari Vikunni hefur borizt bréf frá ensk- um manni, 45 ára gömlum, kvæntum. Hann er frímerkjasafnari og langar til þess að komast í bréfasamband við einhvern Reykviking, sem gæti sent honum við og við notuð ísl. frí- merki. Hann vill ekki hafa skipti við frimerkjakaupmenn, aðeins áhuga- menn. Nafn hans og heimilisfang er þannig: H. E. A. FULLER, 5, Woodside Road, NEW MALDEN, SURREY, ENGLAND. 1 París er nú allt gert til þess að lögregluþjónar, sem eru að stjórna umferð, sjáist betur. Hafa þeir fengið hvitar skykkjur, hvítar húfur og staf, sem lýsir, ef honum er haldið annað- hvort lóðrétt eða lárétt. Enski kvikmyndaleikarinn Eric Portman. ^ FJALAR HF. S (M 1*6439 E Y K^V (K MALMHUÐUN — ÖRUGGASTA RYÐVÖRNIN — Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Ingveldur Kr. Brynjólfsdóttir (við heimilisfólk í Reykjalundi, dvalar- heimilið, og fólk á öllum aidri,. hvar sem er á landinu) Þrándar- holti, Gnúpverjahreppi, Árnes- sýslu. Ásmundur Þorkelsson (við pilt eða stúlku 12—14 ára, mynd fylgi),. Hávegi 10, Siglufirði. Sigurður Jónsson, Larsen Hjartarson, (við stúlkur 15—20 ára, mynd: fylgi bréfum), báðir á m/b Stíg- anda, Skagaströnd. Anna Jóhannsdóttir, Sesselja Guðfinnedóttir, (við pilt eða stúlku 19—20ára,. mynd fylgi), báðar Borgarfirði (eystra). Alda Gísladóttir (við stúlkur 10— 12 ára), Svala Gísladóttir (við stúlkur 8— 10 ára), báðar að Sleitustöðum, Skagafirði. Steinunn Snæbjörnsdóttir (við pilt 20—25 ára, mynd fylgi), Kirkju- vegi 70, Vestmannaeyjum. Anna Hildiþórsdóttir (við pilt eða stúlku 15—18 ára). Flugumýri, Blönduhlíð, Skagafirði. F.ino Kralj Stefica, Bjelovar, Livadi- ceva str. 28, Jugoslavio, deziras intersangi belajn P. K., jurnalojn, librojn, k. t. p. F.ino Radka Bulgurova, Br. str. Miladinovi nr. 126, Sofio 2, Bulgario, deziras koresp. pri ciuj temoj kun gesamideanoj kaj intersangi P. K. kaj P. M. (Síðast þegar þetta heimilisfang var prentað misprentaðist Sorio í stað Sofio). ^omiimimmmmmiiiimimiimmiiimmiiimmmmmi ,f Kirkjugaröar Reykjavíkur \ | skrifstofutími kl. 9—16 alla virka = | daga nema laugardaga kl. 9—12 = I f. h. — Símar 81166 —- 81167 — 1 i 81168. —• Símar starfsmanna: | | Kjartan Jónsson afgreiðsla á lík- | I kistum, kistulagningu o. fl., sími i 1 3862 á vinnustofu, 7876 heima. — E | Utan skrifstofutíma: Umsjónar- f É maður kirkju bálstofu og líkhúss f I Jóh. Hjörleifsson, sími 81166. — = f Umsjónarmaður kirkjugarðanna | : Helgi Guðmundsson, sími 2840. — 1 f Umsjónarmaður með trjá- og f f blómarækt, Sumarliði Halldórsson, | : simi 81569. — Verkstjóri í görð- É É unum, Marteinn Gíslason, sími § É 6216. = 'i mimmiimiimmmmmmmmmmmmmmmmmimv'* Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar ritgerðir og bráðsmellnar skop- sögur. 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Askriftarsími 2526. Pósthólf 75. ---------------- Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.