Vikan


Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 14

Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 25, 1949 Mariotto og Giannozza Framhald af hls. 7. Þrátt fyrir dularbúninginn þekktu menn að þarna var Mariotto Mignanelli kominn. Og fyrir dögun vissi hvert mannsbarn í Liena, að hann hafði veri handtekinn. Er yfirvöldin fréttu þetta, kröfðust þau þess að lögreglustjórinn tæki Mariotto fyrir rétt. Var það gert. Hann var bundinn og píndur. Játaði Mariotto allt, skýrði hann frá sorg sinni og örvæntingu í sam- bandi við missi ástmeyjar sinnar. Þrátt fyrir það, að menn höfðu mikla meðaumkun með honum, og konurnar grétu hástöfum þess vegna og kváðu hann tryggasta elskhuga heimsins, var hann dæmdur til dauða, og skyldi líflátast dag- inn eftir. Dóminum var fullnægt á ákveðnum tíma án þess að vinir og ættingjar gætu hindrað það. Nú víkur sögunni til Giannozzu. Hún fékk útivist langa og stranga. Var hún marga mánuði á ferðinni til Alexandríu. Er þangað kom, hraðaði hún förinni til Nikolaus föðurbróður Mariottos. Sagði hún honum hver hún væri og hvert erindið væri. Nikolaus varð mjög hissa, er hann heyrði sögu hennar. Sýndi hann henni mik- inn sóma, fékk henni kvenmannsföt og gerði allt, er hann mátti fyrir hana. Þá sagði Nikolaus Giannozzu frá för Mariottos, er hann hafði lagt upp í án- þess að láta sig vita. Þessi frásögn varð G:?.nnozzu þungbærari en allt annað, er fram við hana hafði komið. Er það og öllum skiljanlegt. Þegar hún mátti mæla, spurði hún Nikolaus ráða. 479. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. Sk.st. — 3. embætt- ismenn. — 13. öryggi. — 15. spámaður. -— 16. há. — 17. ruglist. — 18. sálin. — 20. 3 eins. — 21. óvísa. — 24. draga. — 27. drengnum. — 29. líkmann. — 31. bardaga. — 32. kv.n. — 33. hest- heiti. — 35. fyrirhöfn. — 36. keyr. — 38. frum- efni. — 39. samtenging. — 40. mergð. — 41. samhl. — 42. fugla. — 44. búinn til. — 47. efni. — 48. rúmföt. — 49. sin. — 50. við fiskverkun. —- 52. tregs. — 53. snúningur. — 55. hrúga. — 57. hnarreistur. ■— 59. sárnar. — 61. þreyta. — 62. byggingar. — 63. tala. — 64. daðursamasta. — 65. sk.st. Lóðrétt skýring: 1. Spónamatur. — 2. ljóð. — 4. vegur. — 5. stafur. — 6. jafn. — 7. blástur. — 8. leikfang. — 9. gælun. — 10. trjónunum. — 11. ending. — 12. samhl. — 14. viðraða. — 18. heyannir. — 19. mannsn. — 22. klaki. — 23. óverðugastur. — 25. sprengfylla. — 26. tegund. — 28. gleði. — 30. neitar. — 34. kv.n. þ.f. — 35. rangt. — 37. vara. — 40. fékk. — 43. fljúgast á. — 44. eftir- sjá. — 45. kraftur. — 46. slunginn. — 48. bak- mælgi. — 51. bardagi. — 54. dygga — 56. marg- mennið. — 57. framkoma. — 58. mál. — 60. stafur. — 61. aðsvif. — 62. samhl. Lausn á 478. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Gufu. — 4. haust. — 8. Ásta. — 12. Ásu. — 13. gól. — 14. kól. — 15. tár. — 16. latt. —- 18. angan. — 20. þorn. •— 21. lok. — 23. arf. — 24. goð. — 26. grákálfur. ■— 30. son. — 32. oti. — 33. arð. — 34. sóa. — 36. klausan. —- 38. rúmlega. — 40. fis. - 41. unn. — ,42. mannval. — 46. sunnuna. — 49. mas. — 50. inu. — 51. önd. :— 52. már. — 53. æðarung- ar. — 57. óðs. — 58. ggg. — 59. ról. — 62. Atla. — 64. digna. — 66. mátt. — 68. tvö. — 69.. örn. — 70. ull. — 71. sót. — 72. sofa. — 73. ónæma, — 74. sala. Grétu þau nú bæði. Varð það svo að ráði, að þau hröðuðu ferð sinni til Liena svo sem framast var unnt til fundar við Mariotto lifandi eða dauðan. Giannozza fór í karlmannsföt. Þau stigu á skip, fengu ágætt leiði og voru innan skamms komin upp undir strendur ítalíu. Stigu þau á land í Pinbinó, og héldu sem hraðast til Liena. Þar í grennd átti Nikolaus jarðeignir. Er til Liena kom fréttu þau að Mari- otto hefði verið líflátinn fyrir þremur dögum. Fréttin hafði svo lamandi áhrif á þau, að einsdæmi var. En þetta var stað- reynd, sem ekki varð afturkölluð. Sorg eða örvænting Giannozzu var svo djúp og mikilfengleg að steinhjarta mundi hafa fundið til samúðar. Nikolaus hug- hreysti hana eftir beztu getu. En svo varð umhugsunin um heiður ættarinnar öllu yfirsterkari. Þau urðu ásátt um, að hún skyldi ganga í klaustur án þess að gera það heyrin- kunnugt. Þar gæti hún harmað örlög sín og grátið það sem eftir væri ævinnar. Lóðrétt: 1. Gála. — 2. U.S.A. — 3. full. — 4. hóa. — 5. alnakin. — 6. skaflar. — 7. tón. -— 9. stoð. — 10. tár. — 11. arna. — 17. log. — 19. grá. — 20. þor. — 22. krossviðs. — 24. Guðmundar. — 25. þol. — 27. áta. — 28. frú. — 29. bóg. — 30. skömm. —- 31. nafns. — 34. senum. — 35. Auðar. — 37. uin. —■ 39. lnn. — 43. aaa. — 44. ana. — 45. lurginn. — 46. söngn- um. — 47. ung. — 48. nál. — 53. æða. — 54. ugg. — 55. Róm. — 56. mats. — 57. Ölöf. — 60. lása. — 61. átta. — 63. tvo. — 64. dró. — 65. ala. — 67. tól. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Stigin eru 4. Hæsta stigið er „Full General." 2. t Feneyjum. 1853. 3. Richard Wagner. 4. 800 km. 5. Á Eyjafirði. 6. Svo nefndust þingin þrjú, vorþing, alþing og leið. 7. Þorvaldur víðförli. 8. 3,49—3,53. 9. 10,0 10. Kolbein frá Kollafirði. Þessu komu þau í framkvæmd í kyrr- þey. Hún sagði engum, ekki svo mikið sem abbadísinni, frá því, hvað á daga hennar hafði drifið. Giannozza var óhuggandi. Hún fékk ekki frið. Hún grét án afláts, og ákall- aði Mariotto. Lifði hún einungis skamma stund eftir þetta. Dó Giannozza í blóma lífsins södd lífdaga. Eru þau Mariotto og Giannozza eitt bezta dæmi um djúpa og einlæga ást og hvernig óhamingja get- ur leikið unga elskendur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.