Vikan


Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 9

Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 25, 1949 9 Fréttamyndir Stúlka þessi hlaut fegurðarverðlaun á Miami-strönd á Florida. Hún er ættuð frá Havana á Kúbu. Gene Tierney, leikkona í Hollywood með dóttur sína, er Christina heitir. Christina litla er fædd í desember 1948. Enski leikarinn Stewart Granger í myndinni „Kaptein Boycott." Konan, frú Riedel, sýnir börnunum, syni sínum Dickie og Pattie litlu Barris (þi'iggja ára), mynd af þolflugmönnum Riedel og Barris, feðrum þeirra barnanna. Dickie litli heldur á bankaávísun, sem voru laun flugmannanna fyrir afrek þeirra, og er ætlunin, að nota pening- ana til þess að kosta læknisaðgerð á börnunum, en Dickie þjáist af liðagigt og Pattie af andarteppi). Montgomery marskálkur opnaði í vetur bílasýningu í Earls Court í London. Við það tækifæri reyndi hann þetta mótorhjól, og hrósaði hann mjög kostum þesskonar farartækja, ekki sízt í hernaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.