Vikan


Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 13

Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 25, 1949 13 í LJÓSALANDI Barnasaga Foreldrar Rutar höfðu rafljós. En er hún kom í heimsókn til ömmu sinnar var því ekki til að dreifa. Amma hennar notaði kertaljós. En kertaljósum hafði Rut ekki vanist heima hjá sér nema á hátíðum og tyllidögum. „Við verðum að spara kertin,“ sagði amma. „Nú fæst ekki olía, þess vegna nota ég kerti. En þau eru svo dýr.“ Rut þótti það ekki skipta miklu máli, hvaða ljós voru notuð að þessu sinni. A morgnana var orðið bjart af degi löngu áður en þær fóru á fætur. Og á kvöldin var hálf bjart er þær háttuðu. Það var þvi vanda- laust að komast af með kertastubba. Mamma Rutar tók upp þann sið, að kveikja á kerti á meðan hún hátt- aði dóttur sína, þegar svona bjart var orðið á kvöldin. Það var ekki þörf á meira ljósi. Eitt kvöid, er Rut var háttuð, og lá hrein og vel greidd í rúmi sínu, ætlaði móðir hennar að fara að slökkva ljósið. Hún var búin að bjóða Rut góða nótt. Þá sagði Rut: „Mamma! Hvert fer ljósið, þegar búið er að slökkva það?“ Móðir hennar svaraði: „Ljósið deyr en kertið er kyrrt.“ „Já, ég veit það. En hvert fer eld- ui'inn, eða þetta sem brennur og lýsir?“ Rut var ekki orðin syfjuð, og hana langaði til þess að móðir hennar færi ekki strax frá henni. „Loginn slokknar. Ég get ekki út- skýrt þetta nánar,“ sagði móðir Rutar. „Farðu nú að sofa og hugs- aðu ekki meira um þetta mál. Að svo mæltu fór mamma hennar. Rut var glaðvakandi eftir að hún var orðin ein. Hún lá og horfði út um gluggann. Þá sá hún stjörnur, sem báru skæra birtu. „Hvert fer ljósið þegar það er slökkt? Fer það upp í himininn ?“ sagði Rut við sjálfa sig. „Já, það er rétt tilgáta,“ sagði rödd er Rut vissi ekki hvaðan kom. En svo sá hún litla stelpu, er sat á borðinu er stóð við rúmið. Stelpan var í rauðum og gulum kjól, sem þandist út svo skringilega. Á höfðinu hafði hxln oddlaga húfu, er minnti á lítinn loga. Bibliumyndir 1. mynd. En á þeim dögum kemur Jóhannes skírari fram og prédikar í óbyggðum Júdeu . . . 2. mynd. Þá kemur Jesús frá Galíleu til Jordanar, til Jóhannesar, til þess að sldrast af honum; en Jóhannes vai’naði honum þess og sagði: Mér er þörf að skírast af þér, og þú lcemur til mín! En Jesús svaraði og sagði við hann: Lát það nxi eftir, því að þannig ber okkur að að fullnægja öllu í’éttlæti. Þá lætur hann það eftir honum. Og er Jesús var skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu; og sjá, himnarnir opn- uðust fyrir honum, og hann sá Guðs anda stíga ofan eins og dúfu og koma yfir hann; og sjá, rödd af himnum sagði: Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á. 3. mynd. . . . Hann sagði: Eg er rödd manns, er hrópar í óbyggðinni: Gjörið beinan veg Drottins eins og Jesaja spámaður hefir sagt. Daginn eftir sér hann Jesúm koma til sín og segir: Sjá, guðslambið, er ber synd heimsins. 4. mynd. . . . En er Heródes fjórðungsstjóri varð fyrir ávítum af honum vegna Heródíasar, konu bróður hans, og fyrir allt hið illa, sem Heródes hafði gjört, bætti hann einnig því ofan á allt annað, að hann varpaði Jóhannesi í fangelsi. „Ég er eldálfur,” sagði aðkomu stelpan. „Viltu fara með mér og sjá hvert ljósið fer eftir að það er slökkt?" Rut vissi ekki hvernig það skeði, en hún var komin til eldálfsins áður en hún áttað: iig, og hafði tekið í hönd hans. Svo svifu þær út um gluggann, yfir trén og hærra og hærra. Þær stefndu móti stjörnubjörtum himninum. Þær komu á afar víðlenda velli. Þar spnxttu þúsundir blóma. Þau gáfu frá sér gula og rauða geisla, og á sumum voru geislarnir bláir í miðjunni. öll báru blómin birtu. Þau tindruðu. Eldálfurinn sagði: „Það er rétt sem þú segir, blómin líkjast litlum logum. Þau eni logar. 1 hvert sinn er einhver slekkur á eldspýtu, kemur lítið blóm hingað. Næst minnstu blómin koma frá kertaljósum. Eins og þú sérð eru hér ýmsar stærðir blóma eða loga. Þessir stærstu, sem ná hátt yfir höfuð þitt, stafa frá stórbrunum eða miklum bálum. Þetta eru stórkostlegir logar. Rut snerti einn litla logann tneð varfærni. Hún mælti: „Þessir U :ar brenna menn ekki.“ Hún var mjog hissa á þessu fyrirbrigði. Ljósálfurinn svaraði: „Hér brenna logarnir menn ekki. En það gera þeir á jörðinni. En mundu það Rut, að fara aldrei gálauslega með eld. Kveiktu ekki á eldspýtu að óþörfu. Af því geta stundum orðið brunar, og þeir miklir og voðalegir. Ég benti þér á stóru eldblómin. Þau eru óynd- isleg." „Já,“ svaraði Rut. „Þú hefur rétt að mæla. Ég hefi ógeð á þeim. En litlu blómin eru lagleg..“ Eldálfurinn mælti: „Eldurinn er góður þjónn, en vondur húsbóndi. Þetta spakmæli er mörg hundruð ára gamalt, og satt nú sem fyrr. Menn hafa mikið gagn af eldinum, er þeir hafa hann í þjónustu sinni. En er þeir missa tök á honum veldur hann tjóni. Stundum myndast bál sem eru ó- slökkvandi. Brenna þá oft mikil verð- mæti, og jafnvel menn verða eldinum að bráð.“ Rut horfði á eitt hinna stóru loga- blóma. Það var á að líta sem reykur og gneistar þeyttust um innan í þvL Hún lokaði augunum. Svo heyrði Rut rödd móður sinnar. Hún mælti: „Ég vakti þig með þvi að kveikja ljósið. Ég skal setja hlíf fyrir það.“ Rut sagði: „Mamma! Ég hefi verið í Ljósalandi. Ég sá logablómin í Ljósaenginu. Þangað fara ljósin þeg- ar þau eru slökkt. Ru: var mjög syfjuð, sem von var. Móðir hennar svaraði: „Jæja, gófta mín. Sofnaðu aftur, og láttu þig dreyma meira. Ég slekk ljósið inna.n skamms." Og litla stúlkan var sofnuð aftur áður en móðir hennar slökkti ljósift. Hvað Rut dreymdi að þessu simxi vitum við ekki. En það hefur efa- laust verið eitthvað skemmtilegt. Veiztu þetta Mynd að ofan: Sæljón geta klifið upp tré og gera það m. a. á Galapa- goseyjum. Mynd að neðan t. v.: Á miðöldum drukku riddarar vatn, sem sverð og önnur vopn höfðu ryðgað í til þess að öðlast þann kraft, sem í vopnum býr. Mynd í miðju: Til eru snákar, sem strax 6 stunda gamlir geta valdið hættulegum sárum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.