Vikan


Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 10

Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 25, 1949 imiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiiimiiiiiiiHiiiiiii»ii>i>i*ii'>> <>, so■••■•m■m•m>•••••••••>m■•m■••■m•••••■m■•••■•m••m■Nmm■•■H■m■mmmM•lMmmmu■■•ulMM••••lmlltMamum•m■m■lr^ * HEIIVIILIÐ * '|| GRÓÐIJRHLÍFAR ................. ..........................................iinr' .................... Eftir Ingólf Davíðsson. .................... Matseðillinn Fiskdeig. 1 kg. fiskur (þorskur eða ýsa), 25 gr. kartöflumjöl, 1 dl. rjómi, köld mjólk. Fiskurinn er hreinsaður og flakað- ur með beittum hníf. Flökin eru þurrkuð vandlega, lögð á skurðar- fjöl og roðið látið snúa niður. Flökin eru skafin með beittum hníf og salti stráð á fiskinn, hnoðaður þar til deigið er orðið seigt, síðan hakkað fjórum sinnum í kjötkvörn; tvö síð- ustu skiptin með mjölinu. Deigið þá hrært með. mjólk og rjóma, sem er bætt út í smátt og smátt. Þannig tilbúið fiskdeig má hafa í búðinga, hringmót fisksnúða, bollur o. s. frv. Brauðbúðingur 3 bollar malaðar brauðleifar, 1 bolli rúsínur, 1 tsk. negull, 1 tsk. kanell, nokkrar malaðar möndlur, 1 hrært egg, 1 bolli mjólk, 1 bolli púðursykur. Brauðleifamar eru malaðar og lagðar í vatn, þannig að aðeins fljóti yfir. Kryddinu og öðru, sem upp er talið er bætt út í og síðan er þetta sett í smurt fat eða leirmót og bakað í hálfa aðra klukkustund. Borið fram með eða án sósu. Það getur verið gott að hafa tvær stórkjafta tengur i eldhúsinu til þess að taka á því, sem heitt er. T. d. er gott að taka pylsur upp úr með þeim, það skemmir þær síður en þegar stungið er í þær með gaffli Einnig eru slíkar tengur heppilegar til þess að taka á heitum pottum o. fl. Bókarfregn Heilsuvernd, tímarit Náttúrulækn- ingafélags Islands, 1. hefti 1949, er nýkomið út. 1 því hefst greinaflokk- urinn ,,Vörn og orsök krabbameins", , þar sem leitast er við að sýna með rökum og dæmum, hverjar eru or- sakir þessa sjúkdóms og varnir gegn honum. Efni ritsins, sem að venju er hið vandaðasta að frágangi, og með mörgum myndum, er þetta: NL.Fl 10 ára, kvæði (Gretar Fells). Á refilstigum (Jónas Kristjánsson). Vöm og orsök krabbameins I: Út- breiðsla krabbameins — menningar- sjúkdómur (Björn L. Jónsson). Saga heilsuhælismáls NFLl (Matthildur Björnsd.). Ný ræktunaraðferð — ræktun undir glerhlifum (Björn Kristjánsson). Hvítkál í skyrmysu. Tannskemdir geta gróið. Krabba- meinsfélag Reykjavíkur. Heilsuhælið Humlegárden. Rannsókn á fjörefna- tapi við suðu. Ma.gasár framleitt með mataræði. Spurningar og svör. Lækn- ingamáttur grænkáls. Brenninetlan. Uppskriftir. Félagsfréttir o. fl. Auk þess efnisyfirlit þriggja fyrstu ár- ganganna. Víð kápa með hatti úr eins efni, borin af Barbara Murray í brezku kvikmyndinni „Dont Ever Leave Me" („Farðu aldrei frá mér"). (Frá J. A. Rank, London). Flestir kannast við gagnsemi sól- reita og gróður húsa. Glös og krukk- ur hafa líka verið notaðar frá fornu fari til að hlifa viðkvæmum jurtum fyrir vorkuldum. Tvær rúður hafa verið reistar á rönd eins og þakris yfir gróðurinn, og ýmsar gerðir gróðurhlífa reyndar. Nýtizku gróður- hlífar eru i raun og veru færanlegir sólreitý’ eða dverggróðurhús. Þær eru gerðar úr ýmsu efni. Gróðurhett- ur eru t. d. úr vaxpappír o. fl. gervi- efnum. Þeim er hvolft yfir jurtirnar og hlífa þeim við kulda og stormi. Ein gróðurhettugerð var reynd á Úlfarsá s. 1. sumar. Notaði Áskell Löve hana til skýlis jarðarberja- jurtum. Á Englandi og víðar tíðkast glerhlífar. Þær líkjast gróðurhúsi að lögun. Er hægt að opna þær til að vökva, hleypa inn lofti o. s. frv. Auðvelt er að tengja þær saman á endunum og hlífa þannig heilum jurtaröðum. Ýmsar stærðir eru not- aðar t. d. vegghæð um 27 em, hæð undir mæni um 45 cm. Þessar gróðurhlífar þola vel storm og regn. (Umboðsmaður er Björn Kristjáns- son, sími 80210 Rvík). Gróðurhlífar hljóta að geta gert verulegt gagn á vorin. Mun hlýrra er undir hlífunum heldur en úti í garðinum. Jurtirnar þroskast fyrr undir hlífunum og hægt verður að rækta viðkvæmari jurtir en ella. Þær geta t. d. hlift ungum káljurt- um, salati o. fl. á vorin. Svo má flytja þær til og nota þær til að flýta vexti annarra tegunda o. s. frv. Moldarpottar Mikilsvert er að lengja vaxtartíma kálsins og fleiri jurta. Tíðkast tals- vert að nota til þess moldarpotta- aðferðina (sbr. grein Árna Eylands I Garðyrkjuritinu 1938 og 1946). Þegar káljurtirnar eru orðnar hæf- ar til bráðabirgða-gróðursetningar (priklunar), eru þær settar í mold- arpotta, ein í hvern. Pottunum er síðan raðað í vermireiti. Þeir eru sexstrendir og falla vel hver að öðr- um. Jurtirnar vaxa áfram í pottun- um og eru gróðursettar í þeim í garðinum, þegar timi er til þess kominn. Eru rætur jurtanna þá dreifðar um moldarkökkinn og vaxa fljótlega, án hnekkis, út í garðmold- ina. Áðferðin hefur reynzt mjög vel í Noregi og einnig hér á landi. Verð- ur vaxtartíminn lengri með þessu móti, uppskeran meiri og kemst fyrr á markaðinn en ella. Pottarnir eru búnir til úr blend- ingi af mykju, sigtaðri gróðurmold, mosatorfi og stundum ögn af kalki. Reynslan verður að skera úr um hvaða blöndunar hlutföll eru bezt. Moldin má ekki Vera of sendin eða laus, því að þá tollir potturinn ekki saman. Moldin má heldur ekki vera of leirborin, eða þannig að hún harðni, því að þá gengur jurtarótunum erfiðiega að vaxa. Algengar potta- stærðir eru 5,7 og 9 cm. í þvermál. Þeir stærstu hæfa vel kartöflum. Á garðyrkjustöðvum og stórum kál- ræktarbúum eru pottarnir búnir til í vélum og pottapressum, sem eru mjög stórvirkar. (Úr ,,Matjurtabókinni.“) HÚ B RÁÐ Áður en þú tekur að þvo bólstur- muni (sófa, stóla o. s. frv.) skaltu gæta þess vel, að þeir þoli vatn án þess að upplitast. Nota má dauft sápuvatn, sem þeytt er þangað til það er orðið þykkt löður. Til þesS að flýta fyrir þurrkinum er gott að nota ryksuguna. Hreinar léreftstuskur keyptar Steindórsprent h.f. Leikarar í konunglegu boöi Mynd þessi var tekin, er þeir hittust í konunglegu boði í London í vetur Alan Ladd frá Hollywood og Stewart Granger (t. h.), einn af fimm vinsælustu kvikmyndaleikurum í Bretlandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.