Vikan


Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 15

Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 25, 1949 15 ♦; >;< ♦: í FORELDRAR Og forráðamenn barna Stuðlið að andlegum og lík- amlegum þroska barna með því að láta þau stunda létta útivinnu við þeirra hœfi. — Kennið þeim rétt handtök við vinnu. — Kynnið yður starf- semi Skólagarðs Reykjavíkur. ♦ v V 8 * V V V >;< V V ♦ V V V ►5 >;< v >5 V V V V >5 >} ►;< ►;< V V V V ►;< V V V V V >;< >;< >;< >;< V >;< >;< v >;< »»»»»»»»»»»»»»>»»»»»»»»»»» Arður tíl hluthafa Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands 4. júní, var samþykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1948. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land. Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 5. gr. sam- þykkta félagsins er arðmiði ógildur, hafi ekki verið kraf- ist greiðslu á honum áður en 4 ár eru liðin frá gjald- daga hans. Skal hluthöfum því bent á, að draga ekki að innleysa arðmiða af hlutabréfum sínum, svo lengi að hætta sé á, að þeir verði ógildir. Nú eru í gildi arðmiðar fyrir árin 1944—1948 að báðum meðtöldum, en eldri arðmiðar eru ógildir. Þá skal ennfremur vakin athygli á því, að enn eiga allmargir hluthafar eftir að sækja nýjar arðmiðaarkir, sem afhentar eru gegn stofni þeim, sem festur er við hlutabréfin. Eru þeir hluthafar, sem enn eiga eftir að skipta á stofninum og nýrri arðmiðaörk, beðnir að gera það sem fyrst. Afgreiðslumenn félagsins um land allt, svo og aðalskrifstofan í Reykjavík, veita stofnunum við- töku. H.f. Eimskipafélag isiands Góðir REYKVÍKINGAR Gangið þriflega um skrúðgarða og leikvelli Reykjavíkurbæjar eins og það væru ykkar eigin garðar, og sjáið svo um, að aðrir geri það líka. Munið að því aðeins verða garðamir fallegir, að allir séu samtaka að fegra og hlúa að þeim gróðri, sem þar er. Eflið og styrkið alla ræktunarmenningu. Garðyrkjuráðunautur Reykjavíkur GARÐAABURÐUR Höfum* fyrirliggjandi, HOR TO-PLEX blandaðan garðaáburð í kilo pökkum. Áburðurinn inniheldur öll nauðsynleg efni í jarðveginn í matjurta- og skrúðgarða. Efnin sem áburðurinn inniheldur og blönduð eru í réttum hlutföllum eru: Köfnunarefni, kalíiun, fosfór, kalk, magnesíum, brenni- steinn, járn, bór, mangan, zink og kopar. Kaupið til reynslu einn pakka hjá kaupmanni yðar. Heildsölubirgðir: Eggert Kristjánsson & Co. h.f.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.