Vikan


Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 8

Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 25, 1949 Bjarnargreiði Teiknlng eftir George McManua. Gissur: Eg vona, að ráð Dúa vinar míns dugi til þess að fá Rasmínu til að selja- eitthvað af þessu ..krani og flytjast í minni íbúð. Gissur: Sagði mamma þín þér, að ég var að tala um, að það væri þröngt um okkur hérna? Mér datt í hug, að hún hefði gert það. Dóttirin: Já, pabbi, og hún segir, að það sé rétt hjá þér. Hún ætlar eitthvað að gera. Dúi: Jæja, hvernig reyndust þér ráðin min Giss- ur? Er kerlingin sammála? Búi: Segðu mér þegar þú selur. Ég er að hugsa um að kaupa. Gissur: Eg býst við, að það sé allt í lagi. En ég er ekki alveg viss um hvað Rasmína ætlar að gera. Gissur: Ég veit, að hún er mér sammála. Nú liggur næst fyrir að finna litla íbúð. Rasmína: Þetta er alveg rétt hjá þér, Gissur minn. Það er alltof þröngt um okkur hérna. Gissur: Enginn efi á því. Ég er feginn að þú skulir vera mér sammála! Gissur: Nú getum við selt heilmikið af þessu gamla rusli og flutzt í ódýrari ibúð. Rasmína: Hvað segirðu? Gamalt-rusl. Þetta eru allt merkir og fornir munir. Rasmína: Það er að sönnu þröngt um okkur, en við 1 .agum ekki selja neitt af húsmunum okkar. Gissur: En ekki getum við haft þá hér lengur. Rasmína: Við verðum að flytja. Ég hef augastað á sextán herbergja ibúð, og til þess að fylla öll herbergin verðum við að kaupa dálítið af húsgögn- um til viðbótar. Gissur: Ó! Barmaður: Þú hefur hangið hér í allan dag, Gissur, með manndrápssvip. Hvað gengur að? Gissur: Ég er að bíða eftir Dúa. Ég hef hugs- að mér að vanda ekki við hann kveðjurnar, þegar hann kemur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.