Vikan


Vikan - 23.06.1949, Síða 11

Vikan - 23.06.1949, Síða 11
VIKAN, nr. 25, 1949 11 Framhaldssaga: Meishur drykhwr 26 Ástasaga eftir Anne Duffield konan glaðlynda sagði vökukonunni, að nú væri frú Lancing úr allri hættu. Það væri illt, að allir voru ekki sem hún,' svo hraust og Sterk og fljót að ná sér. Celía svaf alla nóttina, sneri sér við og við og fann það í hálfgerðu móki, að hún fékk mat og meðul en sofnaði jafnskjótt aftur. Um morgun- inn þvoði hjúkrunarkonan henni og færði hana í hreinan náttkjól, burstaði hár hennar og flétt- aði það í tvær stórar fléttur. Það var búið um rúmið og lagað til í stofunni. „1 dag koma áreiðanlega blóm, held ég,“ sagði hj''’.krunarkonan, sem leyst hafði vöku- konuna af hólmi. ,,Það hefur enginn sent nein ennþá, ég býst við, að mönnum hafi fundizt þér of veik, en allir eyjarskeggjar hafa verið að spyrja um líðan yðar. Mayley gamla kom hing- að í gærkvöldi og langaði mjög til þess að tala við yður. Hún ætlaði að ryðjast inn einmitt um það leyti, sem þér voruð að komast til sjálfrar yðar, en ég leyfði henni það ekki.“ „Mér fannst ég hafa heyrt í einhverjum," svaraði Celía. Hjúkrunarkonan kom með morgunverðinn inn til hennar. Henni var ekki leyft að setjast upp, en settir voru undir höfuð henni auka koddar, svo að hún gat borðað hjálparlaust. Það var hafraseyði, þunnt te, tvær þunnar brauðsneiðar og smjör. Celía borðaði með beztu lyst og bað um annan tebolla til. A meðan lét hjúkrunarkonan dæluna ganga. Prú Lancing hafði sannarlega vTið fljót að ná sér, alveg undarlegt og maður gat séð, að hún var kona, sem vildi hjálpa sér sjálf. Sterk var hún og heilbrigð og ekki vitund sjálfselskufull, það þorði hjúkrunarkonan að staðhæfa. En samt voru sorgarrúnir ristnar í svip hennar. Og það var sizt að furða, eftir að hafa misst fóstur. Og þvílíkt barn mundi það ekki hafa orðið! Hún, þessi indæla kona, móðir og faðirinn herra Lancing, þessi stór- glæsilegi og töfrandi maður. Það var því ekki nema eðlilegt, að hún væri sorgbitin, og þvílík óheppni, að hún skyldi hrasa í þrepunum. Hjúkrunarkonan vissi ekki, hvernig hún hafði dottið og henni datt ekki í hug að spyrja að því. Orðrómur var á kreiki um það, að hún hafi orðið hrædd í óveðrinu og sumir voru að tala um einhvern mann, sem hafði reynt að ráðast inn í húsið. En hvað sem um það var, þá hafði dr. Mackenzie verið þar nærstaddur og flutt hana á sjúkrahúsið og þannig bjargað lífi henn- ar. Og meira kom hjúkrunarkonu ekki við. Auk þess var aldrei hægt að draga orð út úr Maekenzie lækni, ef hann kærði sig ekki sjálf- ur um að segja frá. Og hann hafði ekki sagt neinum neitt. Celía snæddi morgunverð sinn og bakkinn var borinn út. „Svo langar mig að vita, hvort þér eruð svo hress, að þér getið tekið við heimsókn. Það er læknir og hann mundi víst ekki biðja um að fá að koma hingað, ef hann teldi ekki að öllu væri óhætt.“ Léttur roði kom fram í kinnar Celíu. „Mér líður ágætlega. Látið dr. Mackenzie koma inn.“ Hjúkrunarkonan gekk út. Celía tók að titra. Hún heyrði að gengið var föstum skrefum úti á ganginum og titraði þá enn meira. En þegar hún sá hávaxna manninn, sterklega andlitið og gráu augun, hvarf henni allur skjálfti. Hún rétti höndinar út: „Alec!“ „Kæra Celía!“ Hann greip hendur hennar og þrýsti þær á sinn gamalkunna hátt. Hún fann nýjan þrótt streyma um líkama sinn. Hjúkrunarkonan hafði sett stól fyrir framan rúmið, áður en hún fór út. Alec Mackenzie settizt og hélt stöðugt í granna hendi hennar. „Hvernig líður yður, Celía? Yfirlæknirinn hefur gefið mér góða skýrslu um líðan yðar.“ „Mér líður prýðilega," svaraði hún. „Mér skilst, að allir séu mjög stoltir og undrandi, hvað ég hef staðið mig vel.“ „Það er gott, en aldrei bjózt ég við öðru. Hjarta yðar er í mjög góðu lagi, þér hafið gott, hreint blóð og enga sjúka líkamshluta.“ Það brá fyrir hláturglampa í innföllnum augum hennar. „Ó, Alec, en hvað þetta ér líkt yður.“ „Líkt mér? Hvernig þá?“ sagði hann, ánægður yfir gleði hennar. „Skýi'ing yðar á því, hversu fljót ég var að ná mér.“ „Já, þetta •fer skýringin," sagði hann blíðlega. „Já, auðvitað. En enginn nema þér munduð hafa notað þessi orð. Gray læknir og hjúkrunar- konurnar hrósuðu mér fyrir kjark og dugnað og svo framvegis. En þér, heiðarlegasti og rökvís- asti maður í heimi, þér------“ Hún tók að hlæja, og svo, henni sjálfri til undrunar, fylltust augu hennar með tárum. Hún stakk höndinni skyndi- lega inn undir púðann og þreifaði þar með henni. Alec, er stöðugt hélt hinni hendi hennar, tók upp vasaklút — stærsta vasaklút, sem hún hafði nokkru sinni séð. Hann þerraði augu hennar mjög blíðlega. „Grátið ekki, Celia.“ „Nei.“ Hún herti sig upp. „Ég er heldur ekki beinlinis að gráta. Ég var bara svo glöð að sjá yður og þér komuð mér til að hlæja og----------“ , „Mér þykir líka gaman að sjá yður,“ svaraði hann, „en bara ekki undir þessum kringumstæð- um. Veslings Celía!“ Hún leit skjótt á hann. „Já, það — er ekki gott. En ég vil helzt ekki tala um það — ekki núna. Ég vonaði--------“ Hún kastaði til höfðinu. „Segið mér, hvernig vildi það til, að þér voruð þarna, þegar ég datt“ „Eigum við ekki að bíða með það enn um stund ? Þér • eruð ekki enn svo hraust, að þér megið við því að komast í æsing.“ „Ég æsist miklu meira af því að hugsa um það og geta mér til hversvegna þér komuð. Ég býst við, að mér muni hverfa öll hræðsla, ef ég fæ að ræða um það við yður.“ „Þér megið ekki vera hrædd lengur,“ sagði hann ákveðið. „Ég segi ekki: Gleymið því, það er ekki til neins. Slíkt sem þetta hefur aldrei komið fyrir áður á Blanque og mun að líkindum ekki koma fyrir aftur. En þér megið samt ekki tala meira um það.“ „Ég skal reyna að láta það kyrrt liggja. En — hann — hvað — ■— ?“ „Hann er dauður,“ sagði Alec rólega. Hún varð ennþá fölari. „Líflátinn?" „Nei, nei. Það var bardagi. Hann reyndi að flýja — og einn svertingjanna á Fairfax drap hann — í sjálfsvörn. Um það geta tugir manna borið vitni.“ Hún leit á hann og skildi allt. „Já, auðvitað. Þeir hötuðu hann allir.“ Alec kinkaði kolli. „Og þar með erum við laus við hann. Reynið svo að hugsa ekki um hann framar." ,Það — það var svo hræðilegt.“ Það fór skjálfti um Celíu. Alec herti takið á hendi hennar. „Það er satt,“ svaraði hann. „Það hefði betur aldrei komið fyrir. En guði sé lof fyrir, að mig skyldi bera að í þessu.“ Hann dró djúpt and- ann. „En hvernig stóð á því, að þér voruð þarna á ferðinni ?“ „Ég var nýkominn til eyjarinnar þetta kvöld. Við hrepptum óveður á hafinu og seinkaði það för okkar. Við komumst yfir grunninn í tæka tíð og — —“ „En hversvegna komuð þér til Fairfax í þessu veðri og svona seint. Hversvegna komuð þér ekki fyrr, úr því að þér ætluðuð að koma á annað borð?“ „Sannast að segja hafði ég ekki hugsað mér að koma þá um kvöldið. Ég hafði pantað herbergi á hótelinu og snæddi þar kvöldverð, en ég þekkti þar engan mann, svo að ég afréð að fara snemma í rúmið. En það var eitthvað, sem haml- aði því að ég gæti sofið, það hefur víst verið vindurinn, svo að ég ákvað að heimsækja ykkur á Fairfax." „Rétt eftir klukkan tíu kom Dulany inn,“ hélt Alec áfram. „Hann hafði verið einhversstaðar í heimboði og ætlaði að dveljást á hótelinu um nóttina. Leiðin heim til hans var á kafi í vatni. Við sátum góða stund yfir drykkju og röbbuð- um saman. Er hann stóð upp til þess að kveðja sagði hann mér, að Lance væri farinn burt með Williams á snekkju hans. Hann óttaðist ekkert um þá, hann var viss um, að þeir mundu einhversstaðar hafa komizt í var — eins og við vitum nú, að var rétt.‘ „Já,“ sagði Celía. „Ég vissi þá, að þér munduð vera ein á Fair- fax í þessu hræðilega veðri, og ég vissi um allar aðstæður þar. Ég vissi, að þakið mundi geta fokið til fjandans, ef storminn herti nokkuð að ráði. Ég þorði ekki að hætta á að hafa yður þar eina í þessu veðri." ,,Ó, Alec.“ — Celia sneri sér burtu eitt and- arták. „Og hvað svo?“ bætti hún við. „Ég komst höndum undir hótelvélbátinn og fékk tvo lipra menn til þess að koma með mér. Þeir voru að vísu ekki óðfúsir fararinnar, en Blanque-negrar eru sjóhundar að eðlisfari og voru ekki mjög hræddir." „Og þið komust það í þessum sjógangi!" „Það var eltki svo illt á flóanum, en versnaði, þegar við fórum fyrir höfðann og stefndum til Fairfax." „Það hlýtur að vera. Alec — ég veit ekki, hvað ég get sagt, ég á engin orð til þess að þakka yður, en haldið þér sögunni áfram." „Jafnskjótt og við lögðumst að bryggjunni, sáum við, að ekki var allt með felldu. Ég fann það og svertingjarnir líka. Við hlupum því eins og fætur toguðu upp stíginn. Ekkert ljós sást,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.