Vikan


Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 5

Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 5
A7IKAN, nr. 25, 1949 5 ■■■■iiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiii Ný framhaldssaga: Dóttir miljónamæringsins Sakamálasaga eftir Lawrence G. Blochman sem komið hafði við höfuðhöggið var tákn þess, að hann væri flæktur í sama netinu. Honum leið síður en svo vel, en hann vildi ekki láta und- an og flýði því enn á náðir kæruleysis og ró- lyndis. „Þér viljið þó ekki, að ég slökkvi ljósið?“ sagði hann. „Annaðhvort metið þér töfra yðar of lít- ils, eða þér gerið of mikið úr sjálfsstjórn minni. Sennilega það síðarnefnda. En það er ekki hægt að treysta mér í myrkri, skal ég segja yður. Auk þess þykir mér skrambans notalegt að horfa á yður, ungfrú Bonner." Orða- og umsvifalaust reis Dorothy á fætur ■og slökkti. Hún stóð mjög nærri Larkin, svo nærri, að hann fann ilminn af hári hennar í myrkrinu. Hann greip um handlegg hennar. Fann hvernig vöðvar hennar herptust saman undir mjúkri húðinni. Hann vissi, að allur líkami hennar var stífur og stæltur. „Jæja,“ sagði hann. „Mætti ég biðja um skýr- ingu?“ „Yður langar að eignast 5000 dollara," sagði hún. „Hversvegna haldið þér það?“ „Þér vaðið varla í peningum þar sem þér ferð- ist með svona ryðkláfi eins og Kumu-maru yfir Kyrrahaf." „Er það satt,“ hélt hún áfram, ,, að þér hafið í hyggju að láta handtaka mig, er til Honolulu kemur og stefna mér fyrir öldungaráðið ?“ „Nei, það veit trúa mín!“ Larkin hló. „Hví skyldi ég gera það?“ „Eruð þér þá ekki útsendari frá flotamála- ráðuneytinu ? “ „Skakkt getið!“ „Jæja þá, setjizt." „Ég er þegar setztur.“ Það varð smáþögn. „Það fer annað hraðskreiðara skip, Toyo-maru þessa sömu leið. Það er væntanlegt til Honolulu degi síðar en við, en kemur samt fyrr til Yoko- hama. Þér eigið því að dveljast um sólarhrings skeið í Honolulu, en halda síðan áfram ferðinni með Toyo-maru.“ „Er þetta allt og sumt?“ „Já.“ „Og hvað á ég að gera um borð í Toyo-maru auk þess að leika borðtennis og láta rýja mig inn að skyrtunni í 21?“ .Viljið þér taka að yður starfið?" „Ég hef enn allóljósa hugmynd um, hvað gera skal. Á ég að ákveða mig undir eins, eða fæ ég betri upplýsingar ?“ „Nei, þér verðið að ákveða yður þegar í stað!“ Larkin setti hljóðan. Það var áreiðanlegt, að eitthvað var loðið við þetta allt saman. En hann hafði nú einu sinni verið settur til höfuðs þess- um kvenmanni, svo að það dugði ekki að hopa af hólmi. Hann varð að komast yfir sögu hennar, áður en yfirvöldin blönduðu sér um of í málið. „Ég geri allt fyrir 5000 dollara,“ sagði hann. „Segið mér, hvað ég á að gera." Nú var það hún, sem setti hljóða. En eftir andartaks umhugsun sagði hún: „Þér sögðust þekkja Grover Pendenning." „Gerði ég það?“ „Þér gáfuð það óbeint í skyn. Er hann vinur yðar?“ „Já," svaraði Larkin, enda þótt hann vissi, að hann var að Ijúga. Því að hann hataði Grover Pendenning. Þeir höfðu þekkst um margra ára skeið, en hatazt jafnlengi. Allt í einu datt Lark- in snjallræði í hug. Hann mælti: „Ég get annars fært sönnun fyrir því. Ég á einhvers staðar bréf frá honum.“ „Má ég sjá það?“ „Gjarna." — Larkin þreifaði í myrkrinu eftir skjalatösku sinni. Bréfið var svar við skeyti frá Larkin, er hann hafði sent frá París. En Dorothy gat ekki ráðið, hvað að baki lá þeim orðum, er í bréfinu stóðu. En bréfið hljóðaði svo: „Þakka innilega liðsemd yðar og góðan skilning á mál- inu. Raunar þóttist ég alltaf eiga visan stuðn- ing yðar og mun launa yður það ríkulega, er fram líða stundir." En svo var mál með vexti •—• og það gat Bonner ekki vitað — að Larkin hafði orðið að halda leyndu skilnaðarmáli eins skjólstæðings Pendennings. „Gjörið svo vel, hér er bréfið. En það verð- ur að kveikja.“ „Kveikið á eldspýtu." Larkin kveikti á vindlakveikjara. Hann virti nákvæmlega fyrir sér andlit ungu stúlkunnar, meðan hún las bréfið. Hún blés á ljósið og slökkti það. „Ég hef þá haft á réttu að standa. Hérna, takið við þessu." Það heyröist skrjáf í pappir. Larkin fann að skjalamöppu var stungið í hönd hans. „Takið þetta og geymið vel.“ „Hvað er í henni?" spurði hann. „Eða er ég of forvitinn?" „Það er samningur milli Juan Rodriguez hers- höfðingja og Pan-American Vanadium Corpor- ation." „Jæja.“ Larkin setti stút á munninn eins og hann ætlaði að blístra. Hann langaði mjög til þess að sjá framan í hana, en hann gat aðeins séð daufa vangamynd hennar, sem bar við skímuna frá kýrauganu. „Hversvegna sögðuð þér mér ekki þegar í morgun, að þér vissuð, hver það var, sem reyndi að sálga hershöfðingjanum?" „Ég vissi það ekki." „En þér vitið það nú?“ „Ég er ekki viss um það.“ ,Þá skulum við láta það liggja milli hluta,“ sagði Larkin. „En leyfist mér að spyrja, hvað ég á að gera við þessi ,,vanadium“-skjöl, eftir að ég hef flutt út á annað skip?“ „Fyrst og fremst skuluð þér tryggja yður fyr- ir því, að missa þau útúr höndunum." „Þér eigið við, að einhver mundi ef til vill hafa ágirnd á þeim?“ „Það er hugsanlegt." „Hver ?“ „Það veit ég ekki.“ „Allt í lagi. Áfram með smjörið!" „Jafnskjótt og þér hafið komizt í gegnum toll- skoðunina í Yokohama skuluð þér fara á Sakur- agicho-stijðina og taka þar sporvagn til Tokyo. Fara úr á Shimbashi-stöðina og aka til japanska Kaigunsho í leiguvagni. Þar munu menn bíða yðar." „Þér ættuð, held ég, að skrifa upp nöfn þessi. Hvað er til að mynda „Kaigunshö"? Hótel, eða hvað?" „Nei, það er flotamálaráðuneytið." Flotamálaráðuneytið! Nú í fyrsta sinni varð Larkin orðlaus. Þarna setti hann í það! Skjala- mappan var full með mikilvægum gögnum. „Mér er fullljóst, hvað þér haldið," sagði Dorothy eftir skamma þögn. „En yður skjátl- ast. Þetta er ekkert viðkomandi ameríska flot- anurn." „Snertir það föður yðar ekki heldur?" Það varð þögn. „Jú, en aðeins óbeint. Og það kemur Chauvain þingmanni ekkert við, ef það er það, sem þér eigið við.“ „Það er sem sé ekki annað í þessari möppu en vanadiumskjölin?" „Nei, aðeins þau.“ „Og það eru engar ósýnilegar teikningar aftaná þeim — stúlkur í baði, Mikki mús eða annað ekki alveg eins saklaust, teiknað með ó- sýnilegu bleki, sem verður rautt, þegar það kemur i volgan buxnavasa?" „Nei, ekki heldur, en ef þér eruð hræddir, þá er enn tími til fyrir yður að draga yður í hlé.“ .jBull og fjarstæða. Hver óskar eftir að draga sig í hlé? Ég var aðeins að reyna að líta á þetta frá yðar sjónarmiði. Hvers vegna í ósköpunum hef ég orðið fyrir valinu? Þér þekkið mig ekk- ert. Ég gæti vel verið mjög svo viðsjáll náungi." ;;Ég hef fengið upplýsingar um yður, áður en við komum til Honolulu" svaraði hún. „Hvernig?" „Ef þér fáið skiljanlegt svar við skeytum yðar, eruð þér ekki grunsamlegur." „Þér álítið sem sé, að yfirmenn um borð í japönsku skipi, sem án efa er með fulla lest af skotfærum, gjöri sér það ómak að framkyæma rannsóknir viðvíkjandi farþegum, sem aðeins eru grunaðir um að vilja hjálpa hinum óopin- bera fjandmanni Japans í þessu óyfirlýsta stríði?" „Álít!" endurtók Dorothy. „Nei, ég veit það. Ég skil japönsku og hef án vilja míns hlýtt á ýms samtöl." „Fyrst svo er, skil ég ekki, hvers vegna þér biðuð ekki, unz þér höfðuð fengið fulla vissu um, að ég væri alsaklaus og meinlaus maður,“ sagði Larkin, en hélt sjálfur áfram: „En hvað um það. Ég veit svarið fyrirfram. Vanadium- samningurinn er óþægilega hættulegur. Þér þurfið því að losna við hann svo fljótt sem þér getið,, og þér hafið valið mig, af því að hjá mér hefur þegar verið leitað. Er þetta ekki rétt til getið?" „Glen þér hljótið að vera skarpskyggn." „Farið þér einnig yfir í „Toyo-maru“ í Hono- lulu? „Ég veit það ekki. Það kann svo að fara, að ég geti það ekki. Það getur margt gerzt." „Hvað til dæmis?" „Það get ég ekki sagt yður. Það gerist svo margt. Hugsið bara um Rodriguez hershöfð- ingja." „Dorothy — viljið þér svara hreinskilnislega einni spurningu?" „Já, ef það snertir ekki þennan ímyndaða bróður minn, þvi að í hreinskilni sagt er ég orðin þreytt á að ræða um hann." „En þessi spurning er viðvíkjandi öðrum, manni, sem heitir Charles Frayle. Þekkið þér hann ?“ „Já“ „Hver er hann?" „Unnusti minn." „Ójá.“ — Það varð nokkur þögn, síðan hélt Larkin áfram: „Segið mér eitt. Fáið þér mér þessa skjalamöppu, en ekki unnusta yðar, af ótta við, að eitthvað svipað kynni að henda

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.