Vikan


Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 7

Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 7
VTKAN, nr. 25, 1949 7 Mariotto og Giannozza Framhald af bls. Jf. hann þá sorgarfrétt, að faðir hennar væri látinn. Þetta bréf komst fljótt og vel til Mariottos. En bréf það, sem Gianozza reit honum og fékk trúnaðarþjóni í hendur, komst ekki til ástvinar hennar. Maður þessi tók sér far með skipi, sem flutti kornvöru til Alexandríu. En hann var myrtur á ferð sinni. Mariotto trúði frá- sögn bróður síns. Pá engin orð lýst sorg hans og söknuði. Honum virtist lífið óbærilegt. Óskaði hann þess eins að vera dauður. En svo á- kvað hann að fara til Liena. Ætlaði hann að heimsækja gröf Giannozzu, krjúpa þar og gráta örlög þeirra. Hann ætlaði að dul- búast svo vel sem föng voru á. En skyldi svo óheppilega takast, að hann þekktist, ætlaði hann að taka dauða sínum með ánægju. Því dauðinn var honum, úr því sem komið var, kærkomnastur. Lífið var honum einskisvirði eftir dauða ástmeyj- arinnar óviðjafnanlegu. Mariotto steig á skipsfjöl án vitundar föðurbróður síns, og sigldi með því að lík- indum beint í opinn dauðann. Ferðin gekk vel. Hann kom til Neapel, og hóf ferð sína til Toskana. Kom hann til Liena klæddur sem munkur. Enginn þekkti hann. Hann fór á lítt kunnugt veit- ingahús. Ekki tilkynnti hann ættingjum komp sína. Svo fór hann þangað, er hann áleit að Giannozza hvíldi, féll þar á kné og grét beiskum tárum. Þráði hann það eitt að fá að hvíla við hlið hennar. Þessu ætlaði hann að koma í framkvæmd, þar sem hann vissi, að lífið yrði óbærilegt. 1 þessum tilgangi fékk hann nauðsyn- leg tæki. Faldi hann sig kvöld nokkurt í kirkjunni eftir tíðir. Um nóttina vann hann við það að lyfta legsteininum. Tókst honum að hreyfa hann til hliðar svo hann kæmist niður í gröfina. En þá gerðist það óhapp, að meðhjálp- arinn heyrði þruskið er hann ætlaði að hringja til miðnætursöngs. Hann fór og grennslaðist eftir því hvað gengi á. Sá hann þá- Mariotto, áleit hann vera líkræn- ingja og hrópaði hástöfum: „Takið þjóf- inn! Takið þjófinn!“ Allir munkamir komu hlaupandi. Þeir tóku Mariotto hönd- um og opnuðu hliðin, og múgur manns kom þeim til hjálpar. Pramhald á bls. 14. TILKYNIMIIMG frá Útvegsbanka íslands h.f. Á aðalfundi Otvegsbanka fslands h.f. var ákveðið að greiða hluthöfum 4% arð af hlutabréfunum fyrir árið 1948. Arðmiðamir verða innleystir í aðalskrifstofu bankans og útibúum hans á venjulegum afgreiðslutíma. Happdrættislán ríkissjóös I dag hefst að nýju almenn sala skuldabréfa í B-flokki Happdrættisláns ríkissjóðs. Vegna margra fyrirspurna skal tekið fram, að öll A-flokks bréf eru seld. Þar sem meira en' tveir þriðju hlutax skuldabréfa B-flokks eru þegar seld, verða bréfin nú aðeins til sölu hjá bönkum, sparisjóðum, póstafgreiðslum, skrifstofu bæjarfógeta og sýslumanna og í skrifstofu ríkisféhirðis í Keykja- vík. Óski aðrir umboðsmenn Happdrættislánsins eftir að fá bréf til sölu, geta þeir snúið sér til viðkomandi sýslu- manns eða bæjarfógeta eða beint til ráðuneytisins. Færri en 25 verða þó ekki afgreidd frá ráðuneytinu. I happdrætti B-flokks er eftir að draga 29 sinnum um samtals 13.369 vinninga. Þar af eru 29 vinningar 75.000 krónur hver, 29 vinningar 40.000 krónur hver, 29 vinningar 15.000 krónur hver og 87 vinningar 10.000 krónur hver. Um þessa og fjölmarga aðra vinninga fær fólk að keppa, án þess að leggja nokkurt fé í hættu, því að bréfin eru að fullu endurgreidd, að lánstímanum loknum. Athugið sérstaklega, að vinningar eru undanþegnir öllum opinberum gjöldum, öðrum en eignarskatti. Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru öruggur sparisjóður og geta að auki fært yður háar fjárupphæðir, al- gjörlega áhættulaust. Með kaupum þeirra stuðlið þér um leið að nauðsynlegri f járöflun til ýmissa framkvæmda, sem mikils verðar eru fyrir hag þjóðarinnar. Dregið verður næst 15. júlí. & 1 i Fjármálaráðuneytið, 15. júní 1949.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.