Vikan


Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 25, 1949 3 Brautryðjandi (Sjá forsíðu) Hvernig mundu íslenzk blöð og bækur líta út, ef engar mynd- ir væru í þeim? Áður en Ólafur J. Hvanndal kom til sögunnar sem prent- myndasmiður á íslandi var hér lítið um myndir í blöðum og bókum og þegar þær birtust voru þær fengnar frá útlöndum og hætt er við að mörgum, sem nú finnst standa stundum ó- þægilega lengi á myndunum hjá íslenzku prentmyndasmiðunum, mundi ekki þykja þægilegt að fá þær utan úr heimi. Fram- takssemi Ólafs og dugnaður og hæfileikar hans ollu algerðri byltingu á þessu sviði og fyrir það á hann í fyllsta máti skilið heiður og þökk. Ólafur J. Hvanndal er fædd- ur 14. marz 1879 í Innri-Akra- neshreppi, sonur Sesselju Þórð- ardóttur og Jóns Ólafssonar, en þau bjuggu lengi í Galtavík á Hvalfjarðarströnd. Ólafur var heima fram undir tvítugt og var til sjós á skútum í nokkr- ar vertíðir. Hann fór svo til Reykjavíkur og nam trésmíði hjá Samúel Jónssyni, en auk þess bjó hann til skilti, skar út og málaði. Til Kaupmanna- hafnar fór hann 1907, gekk þar ( Ólafur J. Hvanndal prentmyndasmiður varð sjötugur 14. marz s. 1. Það kvöld var honum haldið samsseti að Hótel Borg og tóku rúmlega hundrað og þrjátíu manns þátt í borðhaldinu. Veizlustjóri var Ársæll hók- bandsmeistari Árnason, en aðalræðuna fyrir minni heiðursgestsins hélt Friðrik stórkaupmaður Magnússon. Ólafi bárust ógrynni skeyta. Helgi Guðmundsson, fyrsti nemandinn, sem Ólafur útskrifaði, afhjúpaði brjóstmyndina, er Guðmundur myndhöggvari Einarsson hafði gert, en hún var gefin af prentmyndasmiðum, sveina- og meist- arafélögum prentmyndasmiða og prentmyndagerðunum. Er myndin hin prýðilegasta. 1 hófinu voru margar ræð- ur fluttar, sungið, dansað og mikið fjör á ferðum. (Guðni Þórðarson tók myndina). 1 teikniskóla og fullkomnaði sig í skiltagerðinni. Árið eftir kom hann heim og hóf skiltagerð, en fékkst auk þess við húsabygg- ingar. Aftur fór hann utan til Kaupmannahafnar um haustið og ætlaði þá að læra prent- myndagerð, en hann komst hvorki að í Danmörku, Svíþjóð eða Noregi og tók því enn að stunda nám í teikniskólanum. Vorið 1909 komst hann svo að sem nemi í prentmyndagerð Hjalmars Carlsen í Kaupmanna- höfn. Eftir eins árs vinnu þar hélt hann til Berlínar og Leipzig í Þýzkalandi og vann í einni þekktustu prentmynda- gerð Evrópu. 1911 kom hann heim með sýnishorn af mynda- mótum, er hann hafði gert, og setti þau á iðnsýninguna og fékk fyrstu verðlaun. En það var ekki aldeilis svo, að hann gæti þá hafið starf við iðn sina, þótt nauðsynlegt hefði verið. Hann varð í nokkur ár að fást við skiltagerð, trésmíði og jafnvel kaupsýslu. 1918 hafði hann fest kaup á tækjum til prentmyndagerðar í Kaup- mannahöfn, en honum tókst ekki að fá þau hingað fyrr en vorið 1919. Prentmyndagerðina var hann fyrst með í húsakynn- um prentsmiðjunnar Gutenberg við Þingholtsstræti. Margskonar örðugleikar hafa steðjað að starfsemi Ólafs, en hann hefir unnið bug á þeim öll- um og skapað hér fullgilda stétt prentmyndasmiða, til ómetan- legs gagns allri útgáfu í land- inu og þar með menningu þjóð- arinnar. Hann mun hafa út- skrifað um ellefu prentmynda- smiði, en við prentmyndagerð vinna nú um þrjátíu menn. Sala á happdrættisskulda- bréfum B-flokks Hafin er að nýju almenn sala skuldabréfa i B-flokki Happdrættis- láns ríkissjóðs. Eru óseld í þeim flokki skuldabréf fyrir tæpar 5 millj. króna, en samtals var upphæð B- flokks 15 milljónir króna. Happdrættisskuldabréfin verða seld í öllum bönkum og sparisjóðum, póstafgreiðslum, skrifstofum bæjar- fógeta og sýslumanna og í Reykja- vik einnig í skrifstofu ríkisféhirðis. Óski aðrir umboðsmenn lánsins eftir bréfum til sölu, geta þeir snúið sér til fjármálaráðuneytisins. Dregið verður næst i happdrætti B-flokks þann 15. júlí. Er enn eftir að draga 29 sinnum í þessum flokki Happdrættislánsins um samtals 13.369 vinninga. Þar af eru 29 vinn- ingar 75.000 krónur hver, 29 vinn- ingar 40 þúsund krónur hver, 29 vinn- ingar 15 þúsund krónur hver og 87 vinningar 10.000 krónur hver. Vinn- ingar eru undanþegnir öllum opin- berum gjöldum, öðrum en eigna- skatti. Vegna margra fyrirspurna um Á- flokks bréf, skal það tekið fram, að þau eru öll seld. Þar sem meira en tveir þriðju B-flokks bréfa eru einn- ig seld, má gera ráð fyrir, að innan skamms verði heldur ekki auðið að fá bréf í þeim flokki. Þeir sem hafa hugsað sér að nota happdrættisbréf til gjafa siðar á árinu, ættu því að kaupa þessi bréf nú þegar til þess að vera öruggir með að fá þau. (Frá Fjármálaráðuneytinu). Úr ýmsum áttum — 1 kattaættinni eru 50—60 tegundir. Stærst er tígrisdýrið og minnstur er tamdi kötturinn. Egypzkir Múhameðstrúarmenn höfðu til skamms tíma með sér í pílagrímsferðum sínum til Mekka „kattaúlfalda", sem eingöngu voru til þess að flytja ketti og gætti þeirra kona, sem kölluð var „katta- mamman". ! ! ! Einu sinni hafa mæðgin leikið saman Romeo og Júlíu i hinu ódauð- lega leikriti Shakespeares. Það var árið 1759 í leikhúsi í Philadelphia og lék frú Douglas Júlíu og 19 ára son- ur hennar Romeo. Ungfrú Elsie Bauer bjó á bónda- býli í nánd við St. Louis í ríkinu Missóuri, þar sem menn borðuðu mjög hænsnakjöt. Einn góðan veður- dag tók hún upp á að teikna og sauma kvöldkápu, hatt, handskjól og tösku úr hvítum hænsnaf jöðrum. Þetta var erfitt og vandasamt verk, meðal annars þurfti 2225 fjaðrir í handskjólið og í kápuna fór fiður af 54 hænsnum. ! ! ! Á Nýju-Guineu lifir mjög sjald- gæfur fugl, sem þeir innfæddu hafa nefnt „Dauðafuglinn". Það er eini eitraði fuglinn, sem getið er um. Með munnvatni fuglsins kemur sterkt eitur og þegar fuglinn heggur með nefinu inn I hold fórnardýrs síns, kemur eitur í sárið. Fuglinn er skyldur skjónum, en er sem betur fer litill, svo að mönnum stafar ekiú hætta af honum. ! ! ! 1 frönsku blaði var einu sinni stungið upp á því að ljósamerkjum væri komið fyrir á „borvél" tann- lækna, þannig að sjúklingurinn gæti gefið merki þegar hann óskaði eftir hvíld á tannviðgerðinni. Eins og gengur —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.