Vikan


Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 12

Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 12
12 því að hlerar höfðu verið settir fyrir glugga, eins og vera ber. En við sáum ljósrák í einum glugganum og vissum, að þar hlutuð þér að vera, Celía. Og þá, um leið og við komum fyrir horn- ið á húsinu komuð þér hlaupandi út. Ég kall- aði, en þér heyrðuð ekki til mín. Ég hljóp á eftir yður eins hart og ég gat, en það stoðaði ekki, ég kom of seint.“ ,,Of seint! Þér frelsuðuð lif mitt.“ ,,Ég bjargaði yður ekki frá falli, Celía, og það gerði von yðar að engu.“ „Það er smáræði miðað við annað, sem þér hafið gert,“ svaraði hún rólega. ,,En ef til vill var það það bezta.“ — Kinnar hennar voru eld- rjóðar. „Hvernig haldið þér, að barnið hefði orðið eftir svona reiðarslag?" „Góða Celía, talið ekki svona. Hugsið ekki um þetta meira. Þessu er lokið, Celía.“ „Já.“ Hún reyndi að herða sig upp. „En þér hafið ekki enn lokið sögunni. Hvað gerðist eftir að þér funduð mig? Ó, þegar ég sá yður!“ „Þér félluð í yfirlið. Við lyftum yður upp, annar negrinn og ég, en hinn gekk inn í húsið til þess að vita hvemig þar væri umhorfs. Við þótt- umst þess fullvísir, að þar væri einhver, sem hefði gert yður hrædda. Klukkustrengurinn var ónýtur, en hann flýtti sér upp stigann og tókst að hringja klukkunum svo að allt fólkið dreif að húsinu, þar sem það hélt, að það stæði í björtu báli. Drukkni negrinn fannst og var um- kringdur, en lét lífið í bardaganum, eins og ég hef áður sagt yður.“ Celía greip höndum fyrir augun. „Veslingurinn!" „Þér skuluð ekki hafa meðaumkvun með hon- um. Allra vegna, og ekki sízt hans sjálfs, var það bezt, að svo fór.“ „Já, ég skil,“ svaraði hún lágt, og til þess að losna sem fyrst við þetta leiðinlega efni bætti hún fljótt við. ..Qg þér komuð mér hingað á sjúkrahúsið, þrátt fyrir óveðrið." „Það var það eina, sem vit var í. Því fylgdi nokkur hætta, en ég sást ekki fyrir. Við sveip- uðum þig i ullarvoð og segldúk." „Þið björguðuð lífi mínu,“ sagði Celía eins og oft áður. „Og mig langar til þess að þakka yður, en ég veit ekki, hvernig ég á að gera það.“ „Á ég að segja yður hvernig?" „Já, gjarna." 1. Raggi: Er þetta virkilega satt, amma? Amma: Það stendur hér svart á hvítu! 2. Raggi: Amma, heldur þú, að ég geti nokk- urntíma flogið einflug yfir Atlantshaf? Amma: Ja, það er ekki gott að segja, Raggi! Hann brosti nú þessu brosi, sem alveg gjör- breytti andliti hans. „Með því að taka burtu þessa aukasvæfla, sem þér hafið undir höfðinu, svo að þér getið sofnað værum svefni." „Nei, ég get alls ekki sofið. Fariö ekki frá mér, Alec.“ „Ég skal vera hérna í nágrenninu." Hann dró svæflana blíðlega undan höfði hennar og lét hana falla niður í rúmið. „Þér hafið gleymt, aö ég er læknir og þessháttar körlum er nú betra að hlýða." Hún horfði brosandi á hann. „En þér komið fljótt aftur?" „Ég kem aftur, Celía!" Hann studdi hendi sinni á höfuð henni og strauk hárið. „Og nú skulið þér hvíla yður, góða mín,“ sagði hann og gekk hægt út úr stofunni. Hjúkrunarkonan kom aftur og lokaði glugg- anum. En Celía sofnaði væran. Þegar hún vaknaði, var henni horfinn allur kvíði. Hún vissi nú allt, allt lá ljóst fyrir sjónum hennar. Hjúkrunarkonan leit á hana með velþókn- un. „Dr. Gray var mjög í vafa um, hversu lengi hann ætti að leyfa Mackenzie lækni að vera hjá yður, en ef ég yrði aðspurð, mundi ég segja, að það hefur ekki gert yður hið minnsta tjón.“ „Það var mér einungis til góðs,“ svaraði Celía. Hún borðaði eitt egg, úthrært i mjólk og tvær þunnar kexkökur. Svo lagði hún sig út af aftur og tók að hugsa um, hvað Alec hafði sagt henni. Tvennt var það, sem hún furðaði sig á og hún hafði ekki talað um. Hversvegna hafði hann kom- ið svo fljótt aftur til Fairfax og hvernig stóð á því, að þau höfðu ekki minnzt einu orði á Lance?" Það hafði borizt nýtt skeyti frá þeim báts- verjum og sögðust þeir hafa orðið fyrir vélar- bilun og mundu þyí tefjast um nokkurra daga skeið. Celía hlustaði róleg á það. Henni var það eiginlega léttir. XII. Líðan Celíu fór síbatnandi. Frændkonurnar komu að heimsækja hana og sýndu henni mikla samúð og vinsemd. Olga sendi ósköpin öll af blómum. Annetta kom líka. En hún var föl og taugaóstyrk, og heimsókn hennar fór ekki eins 3. Amma: En það stendur hér, að hafi menn þrek, gáfur, dugnað og staðfestu til, sé þeim það í lófa lagið, þá geti þeir allt. Raggi: Þetta er nokkuð fyrir mig!! 4. Raggi: Ég veit, hvað ég syng! Mikið held ég þeir afi og Maggi verði undrandi!!! VIKAN, nr. 25, 1949 Þessi broshýra stúlka lítur helzt út fyrir að vera Ijósmóðir eða hjúkrunarkona, en sannleikurinn er sá, að hún er nautabani frá Perú. vel og ætla mætti. Er hún kyssti Celíu grét hún svo mikið, að hjúkrunarkonan varð að fara með hana burtu og neitaði að láta hana koma aftur. Nokkrir fleiri kunningjar komu, en hjúkrunar- konan leyfði þeim ekki að stanza nema örstutta stund. Þá fleygði hún þeim út. Alec hafði hins- vegar einkarétt á því að koma tvisvar á dag og dvelja eins og hann lysti. Celía fann hvernig henni fór fram með hverri klukkustund sem leið. Hún lá kyrr í rúminu og fannst sem hún væri laus úr öllum hömlum. Hún átti löng viðtöl við Alec. Hann talaði um alla heima og geima, stúdentsárin, heimili sitt, löndin sem hann hafði farið um og margt fleira, en aldrei minntust þau á Blanque. Eitt sinn, er hann kom til hennar, spurði hún, hversvegna hann hefði komið til Blanque. „Ég var knúinn til þess," svaraði hann. „Hvað þá?“ „Ég fann það allt í einu, að einhver þarfn- aðist mín. Að þér þörfnuðust mín, Celía. Tilfinn- ingin var alltof sterk til þess að ég gæti staðið á móti henni." Hann brosti og bætti við: „Skotar eru skrýtnir, eins og þér vitið, þeir sjá sýnir og heyra raddir." „Já, ég hef heyrt það." En hún var mjög undr- andi. Ekkert gat virzt fjarlægara þessum harð- neskjulega og rökvísa manni. „En ég get alls ekki trúað því á yður." „Þér hafið sönnun þess." „Já. Og ég þurfti á yður að halda. En ég hafði engan rétt til yðar------.“ „Enginn hefur meiri rétt til mtn,“ svaraði hann. „Hvað segið þér við?“ „Einungis, að ég er ávallt yðar þjónustu búinn. Og nú hafið þér taláð nógu lengi. Á ég að lesa fyrir yður?“ „Já, þakka yður fyrir." Það var greinilegt, að hann hafði ekki í huga að segja meira, hvað sem hann hafði annars meint. Kvöld eitt sat Celía í rúmi sínu með kodda bundinn við bak sér. Þá heyrði hún allt í einu skref, sem hún þekkti svo vel. Óþolinmóð skref og hröð, sem eitt sinn komu roðanum til að þjóta fram í kinnar henni og ollu því, að hjarta hennar tók að slá hraðar. Hjarta hennar sló einnig hraðar nú, en blóðið streymdi burt frá andlitinu, og augu hennar urðu stór og hrædd. „Celía!" Dyrunum var hrundið upp með offorsi, og Lance kom inn. MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.