Vikan


Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 6

Vikan - 23.06.1949, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 25, 1949 hann og það, sem henti Rodriguez hershöfð- ingja ?“ „Það hefi ég aldrei sagt“ — rödd hennar heyrðist varla — — „Munduð þér telja svar mitt nokkurs virði?“ Mundi hann telja það nokkurs virði ? Larkin vissi það ekki sjálfur. Hann vissi aðeins, að hann fann til mjög und- arlegrar tilfinningar í hálsinum, eins og hann þyrfti að kyngja óþægilegum kökk. „Ja, hvaða máli skiptir það“, sagði hann. Við skulum binda endi á þetta samtal." Hann stóð upp. Hendur hans lukust um fing- ur ungu stúlkunnar. Honum fannst þeir mjög smáir og kaldir í lófa sínum. Hann tók fastara um þá og dró hana til sín, fyrst hægt, síðan hratt með snöggri hreyfingu, svo að hún. hvíldi í faðmi hans. Hún veitti enga mótspyrnu. Mátt- laus og hreyfingarlaus hvíldi hún í faðmi hans. Hann fann hjartaslög hennar undir fingrum sér og sá andlit hennar fölt, næstum lýsandi í hinni daufu birtu. það var bjarmi úr skini stjarnanna í augum hennar. Varir hennar skulfu. Hann kyssti hana. Eitt augnablik virtist honum sem hún endur- gildi koss hans. Eða var það aðeins ímyndun ? Því skyndilega varð líkami hennar stífur og hún kippti höfðinu snöggt frá honum. „Var þetta einnig alveg nauðsynlegt?“ stundi hún. „Já, óhjákvæmilegt. Ég er ákafur að eðlisfari." „Ég get ekki sagt, að ég hafi sérstakar mæt- ur á ákafa yðar.“ „Ekki það? Ég ér hinsvegar mjög hrifinn af því á hve ísmeygilegan hátt þér látið andstyggð yðar í ljós.“ „Glen, við ætluðum að ræða um viðskipti." „Og aðeins urri viðskipti?" „Já eingöngu, og verið svo góður að muna það framvegis." „Ég lofa að minnsta kosti að muna það, hversu fallega við innsigluðum samninginn." „Ég held við ættum að þurrka burt þá minn- ingu, Glen.“ „Ef þér óskið, Dorothy. En nú, sem fyrr, er ég yðar trúr og einlægur aðdáandi. Ég set líf mitt að veði fyrir skjalamöppuna. En svo við sleppum öllu gamni, þá held ég, að mér sé þetta allt fullljóst." „Góða nótt, Glen.“ „Góða nótt, Dorothy . . ." 5. KAFLI. Glen Larkin stóð kyrr í dyrum klefa síns og horfði á eftir Dorothy, unz hún hvarf inn’ í þver- ganginn andspænis honum, þá lokaði hann dyr- unum og kveikti ljós. Hann tók skjalamöppuna, sem hún hafði fengið honum til umsjár og sneri henni milli handa sér. Hún hafði ekkert talað um, að hann mætti ekki opna hana, og honum fannst það ekki nema rétt og sanngjarnt, að hann fengi að minnsta kosti einhverja hgumynd um það, hvað samningurinn milli Rodriguez hershöfðingja og Pan American Vanadiumfélagsins fjallaði um. Og það því frem- ur sem útlit var fyrir að verða myndu blóðugar deilur um þennan samning. Með mikilli varkárni opnaði hann möppuna. Hann hrökk við, er pakki af myndum féll úr henni og niður í kjöltu hans. Hann tók mynd- irnar upp og leit nánar á þær. Það kom í ljós, að það voru ekki venjulegar ljósmyndir, þótt þær væru prentaðar á þykkan ljósmyndapappír, held- ur svartir ferhyrningar þaktir neti af fíngerð- um, hvítum línum, sem allar voru dregnar af nákvæmni hins lærða teiknara. Larkin fann til talsverðrar geðshræringar, á meðan hann fletti hratt þessum teikningum, og hin undrandi augu hans rákust hér og þar á skiljanleg orð innanum þetta völundarhús úr línum og myndum eins og til dæmis hringsjár-sjónauki, miðunarskífa, sprengipinni, öryggi, o. fl. Larkin hafði ekki mikla þekkingn á stórskotaliðsútbúnaði, en hver leikmaður í þeim fræðum gat séð, að þetta var ljósprentun af teikningum á loftvarnabyssu. Og hvernig gat hann vitað nema hér væri um að ræða nýja uppfinningu, sem markaði tímamót í framleiðslu þessara vopna? Minningin um koss Dorothy Bonners hafði skyndilega glatað yndis- leik sínum. Hafði þar verið Júdasarkoss? Dorothy Bonner nam staðar fyrir utan klefa- dyr sinar. Hún leit niður á hönd sína, sem hún rétti að hurðarhúninum og varð undrandi yfir því, að hún skalf ekkert. Hún hafði búizt við„ að höndin skylfi, því hún fann, að hún var öll óstyrk. Hún vissi eiginlega ekki af hverju það var. Það var ekki vegna þess að Glen Larkin hafði kysst hana. — Það gat ekki verið þess- vegna. Þetta var þá ekki í fyrsta sinni, sem hún var kysst. Hún hafði svo oft verið kysst og við hinar margvíslegustu aðstæður. Á sjóferð- um, í leiguvögnum, á dansleikjum og á mána- björtum nóttum heima á plantekrum föður síns. Hún hafði verið kysst af margskonar mönnum, en hún hafði alltaf vitað fyrirfram, hvernig henni myndi verða við kossinn. Hún hafði þegið kossa sem hluta af því skjalli, sem ung tízku- mær verður nú á dögum að þola. Henni hafði stundum verið skemmt af þessu, einstöku sinn- um hafði hún kennt nokkurrar ástríðu, en oft- ast hafði hún sætt sig við að þola þetta, þótt henni væri það aðeins til ama. Óþolinmóð hafði hún aðeins verið gagnvart þeim, sem sögðust elska hana. Hún hataði yfir- drepskap, og hún vissi að flestir aðdáendur henn- ar voru ekki hrifnir af henni, heldur miljónum föður hennar. Henni hafði ætíð virzt það vera glampinn af spegilfögrum dollurum, sem lýsti úr augum þeirra, er þeir reyndu að kyssa hana. Þeir voru allir eins. Og þó ekki — ekki Charles Frayle. Þegar Frayle sagðist elska hana, hafði hún trúað honum. Einkum vegna þess að hann annars fyrirleit allt, sem hún virti. Hann hafði lag á að styðja hana án þess að smjaðra . fyrir henni. Hann verndaði hana án þess að vernd hans gengi út i öfgar. Hann bjó yfir persónuleika og í návist hans fannst henni, að hún öðlaðist brot af persónuleika hans. Þegar hann kyssti hana, fannst henni hún vera svo dásamlega örugg og róleg. Hversu frábrugðið hafði það ekki verið áðan, þegar Glen Larkin kyssti hana! Það fór hrollur um hana við tilhugsunina um vitfirringu þessa augnabliks, sem hún hafði lifað rétt í þessu. Það hafði aðeins verið augnablik, og þó hafði það haft meiri áhrif á hana en nokkuð annað í lífi hennar, ef undan var skilinn hinn hræðilegi dauði föður hennar. Nei, hún vildi ekki hugsa meira um það. Hún vildi gleyma því eins Blessað barnið! Teikning eftir George McManus Pabbinn: Horfðu á pabba og lærðu af honum. Nú skal Pabbinn: Halló, já, þetta er 5004 . . . Hvað? er þetta spurninga- Lilli taka hamarinn, meðan pabbi svarar í símann. þáttur útvarpsins? Já, ég hlusta, ég skal reyna að svara. Lilli: Gaman! Þulurinn: Ég gef þér tíu sekúndur til umhugsunar, og hér kemur spurn- ingin: „Hvað segja menn, þegar þeir eru lamdir í fótinn með hamri?" Þulurinn: Alveg hárétt svar! Þú færð verðlaunin: Fimm ára birgðir af heyi og hest til þess að éta. það! 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.