Vikan


Vikan - 25.07.1991, Síða 12

Vikan - 25.07.1991, Síða 12
„ER ÓSJÁLF- BJARGA DRUSLA HEIMA FYRIR..." þetta sé alveg stórmerkilegt. Þetta með Heiðar og konurnar þarf líklega ekki að tíunda en hann bætir við að allt annað sem nefnt sé standist nákvæma skoðun. ÓÞOLANDI Á HEIMILI Verkefni Heiðars í þessu lífi er aö þroska skapandi sjálfstjáningu og stjórnunarhæfileika. Það varasama við grunneðli hans er ósveigj- anleiki og tilhneiging til að hlusta ekki á aöra. Hann á til að vera sjálfsupptekinn, tilætlunar- samur og eigingjarn. Hann getur einnig átt til að móðgast sé honum ekki veitt athygli. Meðal bestu eiginleika hans eru göfuglyndi, gjafmildi, hugrekki og þor til að vera hann sjálfur. „Ég er óþolandi á heimili þó ég eigi auðvitað mín andartök. Ég er ósjálfbjarga drusla heima fyrir og vil láta stjana við mig og allt snúast í kringum mig. Svo tuða ég eins og andskotinn enda er ég meö Meyju á miðhimni. Konan mín hefur engan áhuga á stjörnumerkjum, finnst þau hundleiðinleg og skilur þau aldrei en þegar hún sá að ég var Meyja á miðhimni, eftir að hafa heyrt mig lýsa Meyjunni, þá hló hún vel og lengi. Ég á tvær Meyjar og yngsta barnið er Ljón þannig að þegar ég fer að verða minna óþolandi fyrir aldurs sakir tekur yngsta barnið bara við.“ MEIRI ÞÖRF FYRIR RMERUNA Gjafmildi og þörf fyrir glæsileika getur leitt til of- keyrslu. Hefur Heiðar mikla þörf fyrir íburð, til dæmis í húsbúnaði? „Eitt sinn vorum við Bjarkey að pakka þegar tengdamamma kom f heimsókn. Hún spurði hvert við værum að fara en förinni var heitið á frönsku Rivieruna. Hún spurði þá hvort svona ferð væri ekki dýrari en gott gólfefni. Ég svar- aði þá að ég hefði miklu meiri þörf fyrir frönsku Rivieruna en eitthvert drasl að labba á og ég held nú að hún hafi skilið það alveg rétt. Ennþá er ekkert á gólfinu annað en dúkur í ferningum og í einu herberginu er ekkert annað en steinninn eftir. Við eigum dúkalím og þegar ferningur gefur sig í aðalvistarverunum er ann- ar rifinn upp í þessu eina herbergi og skellt á hitt gólfið. Við hjónin höfum ekki hjónaherbergi og höfum þann hátt á að sá sem síðast gengur til náða sefur yfirleitt í stofunni, svo heimilis- haldið er svolítið kommúnulegt. ÁTTU FYRIR TVEIMUR DJÚPUM DISKUM Við Bjarkey byrjuðum búskap innan við tvítugt eftir að hafa verið erlendis um tíma. Við skulduöum skatta en náðum okkur þó í pen- inga fyrir einum potti, tveimur djúpum diskum og tveimur grunnum. Ég átti gamalt skrifborð sem ég fékk í fermingargjöf og við fengum gamlan dívan sem átti að henda. Svo leigðum við okkur kjallaraholu með eldunaraðstöðu. Klósettið var svo lítið að það þurfti ekki einu sinni að kveikja, maður hitti hvort sem var. Þegar börnin voru orðin tvö vorum við ekki í þeim tekjuhópi að geta farið og keypt íbúð heldur var farið í félagslega kerfið. Nú höfum viö búið í 72 fermetra íbúð í sautján ár. Við erum fimm og erum með þrjá ketti og ég held að innandyra sé ekkert nýtt húsgagn. Við höf- um keypt eftir þörfum, oft keypt gamalt eöa fengið eitthvað frá öðrum. Aðallega höfum við keypt hillur undir bækur því þær eru það fegursta og glæsilegasta sem ég get hugsaö mér. í þessum fáu fermetrum eigum við það sem líklega er með stærri einkabókasöfnum. Bækur eru það eina verald- lega sem við söfnum, ef hægt er að segja að bókmenntir séu veraldlegar. Eitt sinn sagði mér djúpvitur og fróð kona að ég virtist vera mjög sterkur einstaklingur en að ég hefði afar veikar línur á veraldlega sviðinu. Það þýddi að væri fólki illa við mig gæti það komið mér illa peningalega og veraldlega með slæmum hugsunum en ekki andlega og tilfinn- ingalega því þar væri ég of sterkur. Þetta á ágætlega við og ég trúi þessu. Konan, sem sagði mér þetta, heitir Guðrún Bjarnadóttir og var ungfrú alheimur 1963. Síðan ég kynntist henni hefur hún oft ráðiö mér heilt.“ ÞÁ ÞARF ÉG EKKI AÐ VERA HEIÐAR Sem rísandi Sporðdreki vill Heiðar móta óræð- an og dularfullan persónulegan stíl í þessu lífi. Hann vill fela innri mann sinn og varpa vissum dularblæ í kringum sig. Hann er varkár og að- gætinn og hleypir ekki öllum að sér. Hann get- ur verið opinn og hress en mislíki honum lokar hann öllum dyrum, setur upp ópersónulega grímu - og fer. „Já, og þegar ég set upp þessa ópersónu- legu grímu verður konan mín kolvitlaus því hún þekkir hana. Hún þolir ekki þessa grímu því henni finnst hún dónaleg en það gerir eng- inn annar sér grein fyrir henni." Heiðar á til aö horfa gagnrýnum augum á sjálfan sig og umhverfið. Hjá honum er hætta á tortryggni og niðurrifi, hann gæti orðið hvass og brotið sjálfan sig niður. „Þetta er alveg satt og svo er ég mikill ein- fari. Það versta sem hendir mig eru veislur og boð þar sem ég þekki fólkið. Ég get talað í hljóðnema yfir þúsund manns en í vinaboðum verða þessi persónulegu tjáskipti sem ég er að reyna að forðast. Ég get skemmt sex manna hópi sem ég þekki ekki en þegar kynni og tengsl verða meiri þarf ég að komast út. Þess vegna hitti ég fjölskylduna mína á eyðibýli úti á landi og þar líður mér ógurlega vel eftir að flóð- ið er komið og ég veit að enginn kemst. Annars held ég að með tímanum hafi ég lært að gefa aðeins, en ég gæti mín vel. Það er alveg sama hve vel ég þekki fólk; vissum hlutum svara ég ekki. Annars er ég góður í að snúa mér að öðru; þar sem ég kem er ég oftast með eitt- hvert verkefni. Þegar mér verður um megn að standa i tjáskiptunum sný ég mér bara að því. Þá þarf ég ekki að vera Heiðar." „ALVEG, BARA ALVEG . . Gunnlaugur hefur nú sett kynlífsvísbendingar inn í kortið - eða ráðgjöf um náin samskipti. Samkvæmt kortinu er Heiðar tilfinningaríkur elskhugi en misjafn. Stundum er hann blíður og næmur, getur síðan verið ákafurog ólgandi eða læst tilfinningarnar inni í skel. Hann er rómantískur og elskar fyrst og fremst vegna til- finninga. Hann er ekki vélrænn elskhugi sem getur „gert það“ hvar og hvenær sem er. Kon- an í lífi hans þarf að vera íhaldssöm og búa yfir móðurlegri hlýju. Hún þarf að vera djúp og gefandi en ekki yfirborðsleg og gróf. Heiðar svarar því einu til að þetta sé „alveg, bara alveg ..." (Blaðamaður leit einnig á sitt eigið fyrri lífa kort og verður að viðurkenna að það var líka „alveg ... “) Vegna Sporðdreka rísandi hugsar Heiðar mikið um hið neikvæða og þarf oft að hreinsa til. Hreinsunin getur birst í óánægju með sjálf- an sig, hann vill kafa inn á við og leita nýrra leiða. Hann getur orðið hranalegur og vill þá ekki umgangast þá sem honum finnst trufla einbeitinguna. Hann verður líklega æ ráðríkari eftir því sem hann eldist og þörfin fyrir að stjórna umhverfinu eykst. „Já, þess vegna er ég farinn að vinna einn, skilurðu..." Heiðari er sérstaklega bent á að hafa í huga, þegar myrkrið hellist yfir hann, að hann er að hreinsa til og að á eftir nóttu kemur dagur með bjarta sól. „Þetta hef ég verið að læra undanfarin ár. En svartsýnin er svolítið sterk í mér. Hún lýsir hræðslu. Hræðslu við hræðsluna og hræðslu við allt þetta nýja. Hvað verður?" FÉLL í ÞÁ GRYFJU AÐ TREYSTA Tilfinningar í Vog; hvernig hafa þær reynst þér? „Ég held að Vogin hafi gert mig svolítið grænan á stundum og að ég hafi orðið fyrir svikum frá fólki sem ég treysti vegna þessarar eftirgefanlegu Vogar. Vogin hefur líklega gert mér þann grikk að gera mig of græskulausan. Ég féll í þá gryfju að treysta fólki um of og sat svo steinhissa eftir yfir því hve illa þetta fólk reyndist og hve mikið það sveik mig. Ég á því til núorðið að afneita Vogareiginleikum mínum gagnvart umhverfinu. Það í mínu lífi sem fór öðruvísi en ég helst hefði kosið heimfæri ég stundum upp á það í hve mikilli andstöðu Vog- areðlið er við Ljónið og Sporðdrekann í mér. Þar kemur þvl inn viss tvískinnungur sem mig grunar að ég hafi ekki ráðið við. Ég get líka bætt því við að þegar ég hef orðið fyrir von- brigðum með fólk hefur yfirleitt verið um fólk að ræða sem ekki þoldi þann þroska sem ég og mitt fólk höfum. Þegar í óefni var komið held ég að Vogin I mér hafi einfaldlega ekki kunnað að segja stopp nógu snemma." MADDAMA, KERLING, FRÖKEN, FRÚ Hvað segir Heiðar um helstu eiginleika stjörnu- merkjanna? „Ég vinn stundum út frá stjörnumerkjum, meira til skemmtunar en að ég telji mig sér- fræðing í þeim efnum. Byrji ég hringinn á Meyj- unni þá er hún óskaplega yndisleg manneskja. Hún hefur ráð undir rifi hverju og er samúðar- full; það er alltaf hægt aö leita til þessarar elsku. Hún er vitanlega óskaplega samvisku- söm og skilar öllu frá sér algerlega eitt hundrað prósent því annars tekur hún hlutinn ekki að sér. Hún er lítið fyrir stutt og flegið og fer sjaldan í sund; þá þarf maður að vera í sundbol og hann er svo ber. Af því að hún er svo yndisleg og góð þá fyrirgefst henni þessi hroðalegi galli sem hún hefur en það er þetta bölvaða tuð út af öllum ósköpunum sem ætlar alla að drepa. 12 VIKAN 15. TBL.1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.