Vikan


Vikan - 25.07.1991, Side 26

Vikan - 25.07.1991, Side 26
TEXTI: GUÐMUNDUR SIGURFREYR JÓNASSON Er líff eftir þetta líf? ENDURHOLDGUN Hvað gerist við líkamsdauðann? Hættir einstaklingurinn, með alla sína reynslu og minningar, einfaldlega að vera til. Eða er til líf eftir dauðann? Hefur þú lifað áður? Munt þú lifa á ný? Sjálfsagt hafa flestir einhvern tímann á ævinni spurt sig þessara spurninga. Milljónir manna um heim allan svara þessum spurningum ját- andi. Trúin á endurholdgun eða framhalds- lif hefur færst í vöxt á Vesturlöndum á undanförnum áratugum. Vaxandi hópur manna trúir því að sálin sé eilíf, hún lifi af líkamsdauðann og fæðist á ný í öðrum lík- ama. Trúin á framhaldslíf er ekki lengur bundin við austræn trúarbrögð og heim- spekikerfi því kristnir menn trúa engu síður á endurholdgun. Samkvæmt könnun, sem Gallup-stofnunin gekkst fyrir á árinu 1975, trúa 69 prósent af Bandaríkjamönnum á líf eftir dauðann. Sam- bærileg könnun hér á landi leiddi í Ijós að um sextíu og átta af hverjum hundrað Islendingum búast við áframhaldandi lífi eftir andlátið. Að- eins tveir af hundraði telja framhaldslíf óhugs- andi og fimm ólíklegt. Samkvæmt þessari at- hugun eru aðeins sjö prósent íslendinga van- trúaðir á framhaldslíf en um tuttugu prósent manna geta ekki gert upp við sig hvort vænta megi áframhaldandi lífs eftir líkamsdauöann. TRÚIN Á ENDURHOLDGUN JAFNGÖMUL MANNKYNINU Trúin á framhaldslíf og fyrri jarðvistir er stór þáttur í helstu trúarbrögöum heims. Hindúar og búddatrúarmenn trúa því að sálin eða sjálf- ið endurfæðist aftur og aftur, taki sér bólfestu í fleiri líkömum í þeim tilgangi að öðlast aukinn þroska. Gríski sagnfræöingurinn Herodótus segir okkur að Fornegyptar hafi verið fyrstir manna til aö kenna að sálin eigi sér tilvist óháða líkamanum og aö hún sé eilíf. Grískir heimspekingar á borð við Plató, Sókrates og Pýþagóras urðu fyrir áhrifum frá hugmyndum Fornegypta og trúðu á annað líf eftir líkams- dauðann. ( ævisögu Pýþagórasar er sagt frá því að hann hafi munað fyrri jarðvistir sínar. í Gamla og Nýja testamentinu máfinna kafla þar sem gert er ráð fyrir lífi eftir dauðann. Á einum stað spyr Jesús Kristur lærisveina sína: „Hvern segja menn mig vera?“ Sumir sögðu Móses, en aðrir Elía. Kristur fullyrðir síðan að Jóhannes skírari sé Elía spámaður endur- borinn. Það er fullvíst að menn játuðu trú á fram- haldslíf á fyrstu öldum kristninnar. Ágústínus kirkjufaðir boðaði til dæmis trú á líf eftir dauð- Frh. á næstu opnu Madonna heldur því fram aö hún hafi verið Marilyn Monroe i fyrra lífi. Á síðustu árum hafa dulsálfræðingar unnið að vísindarannsóknum sem benda til lifs eftir dauðann. Dulsálfræðingur- inn Ducasse við Brown-háskúlann í Bandaríkjun- um hefur til dæmis látið svo ummælt: „Hvort sem eilíft líf er eða er ekki raunveruleiki, með fjölda æviskeiða á jörðunni, er það i samhengi við það sem maður getur imyndað sér og ekki ósamrýmanlegt þeim staðreyndum sem við þekkjum úr tilraunum eða vísindaniðurstöðum.“ 26 VíKAN 15. TBL 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.