Vikan


Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 50

Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 50
„Hjördfs er eins og Anna Bryndfs þegar hún var lítil," segir Kristinn, „alltaf meö sálmabók á náttborðinu sínu og les mikið í henni áður en hún sofnar." ÁSTVINAMISSIR ■ „Ég er alveg viss um að lífið er saman- safn af einhvers konar lexíum sem okkur mönnunum er ætlað að læra af og þroskast í gegnum,“ segir Kristinn, íhugull mjög. Frh. af bls. 21 legu fólki utan þaö að í okkur feðgum á hún bæði pabba og mömmu til að treysta á og deila með gleði sinni og sorgum, auk þess sem hún á föður á lífi, sem fylgist vei með velferð hennar og er ágætur vinur okkar Sigurðar. Eins er með aðra ættingja hennar, bæði í föður- og móðurætt. Þeir hafa reynst okkur vel. Eins erum við ekki einir þar sem Anna Bryndís, dóttir mín, er. Hún hefur á ailan hátt verið okkur þrem mikill og góður vinur og ráðgjafi, auk þess sem hún passar Hjördísi fyrir okkur feðga ef þannig stendur á. Eins á hún það til að vanda um við okkur ef þurfa þykir, sem er mjög gott aðhald fyrir okkur báða. Við vorum ákaflega lánsamir að Anna skyldi eignast íbúð í sama stigagangi og við,“ segir þessi auðmjúki maður og brosir mildi- lega framan í spyril sem er viss um að barnið nýt- ur sín undir handleiðslu og forsjá þessara tveggja heiðursmanna. Anna, sem enn situr hjá okkur, segir: „Gleymdu því ekki, pabbi minn, að það er ekki síður mikil- vægt fyrir mig að eiga sambýli með ykkur Sigurði því hafi ég auðveldað ykkur eitthvað þá hafið þið svo sannarlega endurgoldið það. Þannig að ekki er ykkar nærvera síður mikilvæg fyrir mig ef mín kann að vera það fyrir ykkur." „Reyndar höfum við ekki yfir neinu að kvarta og erum svo sannarlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að reynast hvert öðru eins vel og við höfum vittil," segir Kristinn. Þar sem trúmál eru mikilvægur þáttur í þroska- ferli mannsins er ekki úr vegi að spyrja þá lítillega um þann þátt tilveru þeirra: „Ég var alinn upp á mjög kristilegan máta og tel mig ennþá hafa alveg óskerta trú uppvaxtarins. Foreldrar mínir sungu báðir í Dómkirkjukórnum og voru miklar trúmann- eskjur. Faðir minn, Hallur Þorleifsson bókari, var ákaflega virkur maður í mörgu, svo sem kórum, lúðrasveit, skátastarfi, KFUM og Val og oftar en ekki stofnandi viðkomandi félagsskapar," segir Kristinn. „Ég tel mikilvægt að jákvæð lífsviðhorf ríki manna á milli. Eins eru gleði, velvilji og bjart- sýni í fasi og framkomu okkar hvert við annað mikilvægir hvatar að góðu og heilbrigðu mannlífi," bætir hann við. „Einhvern tíma bar á góma að við Sigurður værum trúaðir bæði á Guð og annað líf og þá var sagt við Sigurð: „Þið getið ekkert sannað annað líf.“ Þá sagði Sigurður: „Getur þú sannað að það sé ekki?" Ræktið þið trúarþel innra með Hjördísi? „Hún fer alltaf með bænir áður en hún sofnar og kallar venjulega á annan hvorn okkar þegar hún finnur sig tilbúna í bænirnar og við biðjum þá með henni, meðal annars Faðir vor. Hún biður jafnframt fyrir móður sinni og ömmu,“ segir Sigurður. „Hún er eins og Anna Bryndís var þegar hún var lítil, alltaf með sálmabók á náttborðinu sínu og les mikið í henni áður en hún sofnar,“ segir Kristinn. Það er greinilegt eftir að við höfum rætt fram og aftur um mikilvægi trúarinnar að þeir feðgar telja að það verði að rækta trúarþel barna og kenna þeim bænir. „Ef við íhugum Faðirvorið þá er ein setning þar sem ég tel ákaflega mikilvæga og traustvekjandi og það er „Verði þinn vilji“ sem gerir það að verkum að við getum ekki krafist neins af Guði. Það verður endanlega hans vilji sem ræður, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar við missum ástvini er það hans vilji og við getum ekki barist á móti því. Við verðum að sætta okkur við tilveruna eins og hún er og það er mikil- vægt að hafa það haldreipi sem í trúnni er,“ segir Kristinn. Þegar talið berst að mögulegum lífstilgangi og hugsanlegum þroskamöguleikum okkar segir Sig- urður, hógvær: „Pabbi er miklu lífsreyndari en ég svo sennilega er best að hann tali fyrir munn okk- ar beggja." „Ég er alveg viss um að lífið er samansafn af einhvers konar lexíum sem okkur mönnunum er ætlað að læra af og þroskast í gegnum," segir Kristinn, íhugull mjög. Sigurður samsinnir þessu. Það kemur líka í Ijós að báðir virðast vissir um að mikilvægt sé að lifa lífinu í sem bestu jafnvægi hið innra, ef hægt er. Það að vera sáttur við sjálfan sig, Guð og menn sé mikil- vægt fyrir okkur öll, þannig eignumst við innri hamingju og sálarró. Eins er mikilvægt að vera sjálfum sér samkvæmur og jákvæður, telja þeir. Þeir segja að þó ástvinamissir sé flestum erfið reynsla þá geti hún líka haft ákveðna þroska- möguleika í för með sér eins og þeirra sérstaka reynsla hafi haft, þrátt fyrir allt. Það hefur verið yndislegt að eyða þessum kyrr- láta eftirmiðdegi með þessum þrem kynslóðum sem ennþá brosa við lífinu þrátt fyrir umtalsverðar breytingar á högum þeirra. Báðir segjast harðánægðir með lífið eins og það er og kjósa enga sérstaka breytingu á högum sínum. „Við erum þakklátir fyrir það sem við eig- um og höfum og reynum að sinna skyldum okkar á heiðarlegan og jákvæðan hátt,“ segir Sigurður og brosir um leið og Hjördís litla spyr: „Hvenær verður maturinn til?“ „Rétt strax, elskan," segir afi og slær létt á magann og hlær um leið, enda stutt í eðlislæga kátínu hjá Kristni. „Veistu það, Jóna Rúna, að ég er ofsalega hreykin af strákunum, þeir standa sig frábærlega vel og svo eru þeir svo einlægir og sannir," segir Anna Bryndís á sinn elskulega hátt. Eftir að hafa kvatt þau öll og þakkað þeim einstaklega notalega viðkynningu og afar einlægar samræður kemur mér í hug vers sem ég orti einhvern tíma til að auðvelda mér að ná værð þeirri sem ég þarf á að halda til að sofna. Ég er viss um að Hjördís litla hefur ánægju af einmitt svona endi á viðtalinu því hún hefur svo mikinn áhuga á trúarskáldskap sálmanna. Ég læt þetta litla vers loka þessu von- mikla viðtali sem felur mögulega í sér einhvern vísi að von og trú þeim til handa sem eru eða eiga eftir að ganga í gegnum svipaða lífsreynslu og þessi sérstaka fjölskylda. P.S. „Kæra Hjördís! Þegar þú ætlar að reyna að sofna, elskan, þá getur verið ágætt að fara með þetta litla vers, því þá sefurðu sennilega mjög vel, eins og ég geri alltaf þegar ég er búin að fara með litla versið mitt. Stundum þarf ég reyndar að fara nokkuð oft með það áður en ég næ að sofna en það er allt í lagi.“ Ef hallar þreyttum augum aftur ungur svanni hljóður þá yljar Herrans helgikraftur heilnæmur og góður. Kær kveðja til þín frá mér. Jóna Rúna. 5C VIKAN 15. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.