Vikan


Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 52

Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 52
TEXTI OG MYNDIR: PÉTUR VALGEIRSSON fggjÆ?; ' $ ANNAR HLUTIFERÐAFRÁSAGNAR PÉTURS VALGEIRSSONAR Um regnskóga ogupphæsta fjall Tælands Pétur hóf ferðafrósögn sína í síðasta tölublaði Vikunnar og sagði þö frö ferð sinni um Nepal. Hér segir frö Indlandi og Tœlandi. Félaga mína og Nepal kvaddi ég er ég fékk far meö flutningabílstjóra sem átti leið suður að landa- maerum Nepals og Indlands. ( það sinn átti ég ekki í erfiðleik- um með indverska embættis- menn því ég hafði orðið mér úti um vegabréfsáritun í Kat- mandu. í indverska landa- mærabaenum Raxul Bazar út- vegaði ég mér síðan ódýran lestarmiða á vöruflutningafar- rými. Fram undan reyndist vera fimmtíu og níu stunda lestarferð meðal innfæddra, án svefns og matar, við vægast sagt mikil þrengsli. Ég varð því frelsinu feginn er við komum til Kalkútta á suðurströnd Indlands. HÓTELLEIT AÐFARANÓTT ANNARS í JÓLUM Meðan á dvölinni í Nepal stóð hitti ég nokkra ferðamenn sem nýlega höfðu ferðast yfir Indland. Flestir þeirra voru sammála um að Kalkútta væri fátækasta og sóðalegasta stórborg Indlands. Mér gekk illa að finna mér samastað þar því að allar ódýrustu hótelbúll- urnar voru yfirfullar. Mér var tjáð að slíkt kæmi aðeins fyrir ◄ Hjá stórvini mínum Hassan á leðurverkstæði hans í Kalkútta. einu sinni á ári, í kringum jól og áramót. Ég var svo sein- heppinn að þetta var einmitt á annan í jólum. Eftir fimm stunda rölt milli hótela var ég búinn að gefa upp alla von enda klukkan orðin rúmlega þrjú að nóttu og ég orðinn mjög þreyttur. Þjáningabróðir minn í ferða- mennskunni, sem ég hafði hitt fyrr um nóttina, hafði boðið mér að geyma farangurinn minn meðan ég leitaði mér að samastað. Hann hafði verið svo heppinn að fá að dvelja hjá fjölskyldu einni fyrir litinn pening og ég fann mér húsþak skammt þaðan og svaf þar í nokkrar stundir þangað til stoltur eigandi hússþaksins vakti mig með hrópum og köllum. Gat ég ekki betur séð en fjölskylda hans stæði að baki honum hlæjandi og pískr- andi enda ekki sjón að sjá mig. Það var þá ekkert annað að gera en að hafa sig á burt hið snarasta. Þegar birta fór af degi heimsótti ég félagann sem geymdi bakpokann minn um nóttina og tjáði hann mér þá að indverskur félagi hans gæti hugsanlega hýst mig nokkrar nætur gegn fyrirfram- greiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.